FRÉTTASÍÐA '97
Skátahöfðingisetur mótið |
---|
Smiðjudagar voru settir á miðnætti föstudagskvöldið 17. október s.l. af
Ólafi Ásgeirssyni skátahöfðingja. Um leið og hann setti mótið, sendi hann skilaboð á netinu til skáta erlendis í tilefni af
85 ára afmæli skátahreyfingarinnar á Íslandi. Þar með var Ísland komið í talstöðvar- og Internetsamband við sjö hundruð þúsund
Birna vísar veginn |
---|
skáta erlendis, sem voru líka að taka þátt í þessu árlega alþjóðlega skátamóti "Jamboree on the Air (JOTA) sem nú var haldið í 40. sinn og
Jamboree on the Internet (JOTI) sem nú var haldið opinberlega í fyrsta sinn, en undanfarin tvö ár höfðu skátar notað netið með JOTA.
Þátttakendur voru 116 auk þess sem 51 til viðbótar voru við ýmis stjórnunar- og leiðbeinendastörf. Auk þeirra kom fjöldi manns við sögu vegna undirbúningsvinnu.
Rómantík við kertaljós í sundi |
---|
En þótt þarna hafi farið fram setning á miðnætti var þegar mikið búið að gerast og enn meira átti eftir að gerast á Smiðjudögum.
Fyrr um kvöldið fóru allir þátttakendur í Sundhöllina og áttu rómantíska stund, en starfsfólk Sundhallar höfðu nú
Viltu dansa? |
---|
slökkt öll ljós, en falleg kerti á bökkum lýstu upp staðinn og falleg tónlist var leikin, á meðan rómantíkin logaði - eða synti um.
Nýr skátavefur BÍS var ræstur formlega og er nýja slóðin
www.scout.is fyrir Ísland, en erlendir skátar munu þekkja hann betur sem
www.scout.is/fun eða www.scout.is/tourist/.
Við erum að rabba við skáta á netinu |
---|
Þessi slóð er tilkomin vegna rausnarlegs stuðnings Islandia Internets fyrir Smiðjudaga BÍS og erum við þakklát þeim mönnum fyrir skilning þeirra á störfum skátahreyfingarinnar.
Fyrr um kvöldið höfðu nokkrar smiðjur farið í gang, s.s. heilsusmiðja, þar sem Gaui litli fræddi einstaklinga um heilsuna og
Sumir voru með nesti...
...en aðrir fóru í sjoppuna |
---|
kynlífssmiðjan marg eftirspurða, en á síðustu stundu urðum við að færa þá smiðju í Austur- bæjarskóla vegna óhemju aðsóknar, því þarna var jú rætt
"HITT og þetta" um kynlífið, opinskátt og með þeim hætti, að enginn ætlaði að missa af því. Björk Vilhjálmsdóttir (hjúkrunarfræðingur á Kvennadeild Landsspítalans) hefur sérstakan takt til að ná til unga fólksins.
Skátasmiðja og radíósmiðja kepptu líka um athygli skátanna þetta kvöld, en í skátasmiðju voru starfsráð BÍS með kynningu á starfi sínu og í radíósmiðju, sýndu radíóskátar hvernig
hægt var að búa til útvarpstæki með nokkrum smáum flögum á ódýran og einfaldan hátt. Þar sem dagskrá var frjáls og engin kyrrð, vöktu margir langt fram á nótt og sumir jafnvel fram undir morgun.
Varðeldastjórar framtíðarninnar í læri hjá Birni Hilmarssyni
|
---|
Björn leiðbeinir ívarðeldastjórasmiðju |
---|
Laugardagurinn fagnaði bjartur og fagur og hefði því þetta skátamót getað farið fram í tjöldum, því hlýtt var sem um sumar væri. Strax um morguninn var opnuð ljósmyndasýning Magnúsar Reynis Jónssonar (Dalbúum) með myndum af síðasta landsmóti. Klukkan 10 hófust JOTA og JOTI smiðjur, varðeldastjóra-smiðja að hætti Björns Hilmarssonar (Vífli), sem vakti góða lukku og þá var farið í heimsókn á Morgunblaðið í fjölmiðlasmiðju, þar sem blaðamenn fræddu þátttakendur um fréttastörf og hvernig þau gætu tryggt að fréttagreinar úr skátastarfinu gætu birst í blöðum.
Skátar búa til skreytingu í blómasmiðju |
---|
Stórglæsileg föndursmiðja hófst einnig kl. 10, en þar lærðu skátarnir að endur-vinna pappír og gera fall-egar gjafaskreytingar, en þessi hluti fór fram í föndur-vinnustofu Oktavíu, við hliðina á Skátahúsinu og sáu Halldóra Björnsdóttir (Garðbúum) og Grímur Friðgeirsson um fræðslu.
Ingi sýnir handtökin |
---|
Haukur Björnsson |
---|
Í blómasmiðjunni lærðu krakkarnir að gera skreytingar að hætti Inga Þórs Ásmundssonar (Garðbúum) og er eitt víst, að aldrei hafa jafn fallegar skreytingar sést í Skátahúsinu og jafnvel þótt að víðar væri leitað.
Blómarós |
---|
Flestir ætluðu að koma foreldrum sínum á óvart þegar heim kæmi af skátamótinu og gefa mömmu. Því miður komust mun færri í þessa smiðju en vildu, eins og svo margar aðrar, því þátttakan fór langt fram úr áætlun (náði næstum að toppa bjartsýnisáætlunina sem gerð var í gamni).
Skrautskrift er nokkuð sem allir skátar verða að nota þegar þeir gera viðurkenningar og tjaldbúðarverðlaun. Í föndursmiðju kenndi Haukur Björnsson (Garðbúum) þessa ágætu skrift, en hann er einn færasti leturgrafari landsins og skrautskrifari. En núna er rétt komið að hádegi á laugardag.
Strax um hádegisbil streymdu að um tvö hundruð ljósálfar og ylfingar frá skátafélögum allt frá Garðinum á Reykjanesi til Akraness. Fóru þeir í sérstaka ylfinga-smiðjudagskrá, sem saman var sett
Halldóra leiðbeinir í föndursmiðju |
---|
af þrautum, sundferð, yfirlitsferð yfir Smiðjudaga og grillveislu í lok dags. Skemmtu krakkarnir sér konunglega og ætla allir að vera skátar áfram til þess að komast á Smiðjudaga þegar þeir verða stærri - já, einu sinni var draumur ungra barna að verða slökkviliðs- eða flugmaður, en núna er það að verða Smiðjuskáti. Framkoma ylfinga og ljósálfa var þeim og foringjum þeirra til fyrirmyndar.
Svona er pappír endurunninn |
---|
Klukkan eitt, á sama tíma og ylfingar og ljósálfar voru að vinna að sinni dagskrá hófust smiðjurnar aftur. Fjölmiðla- og varðeldastjórasmiðjur voru aftur á dagskrá, JOTA og JOTI smiðjur í gangi, en þar var alltaf fullt, þrátt fyrir fjölda tækja og tölva.
Leiklistarsmiðja að hætti Elísabetar Brekkan (Rás-2 og Dalbúum) kenndi skátum allt um leiklist og verður gaman að sjá á næstu skátamótum þessa efnilegu leikara sýna skemmtiatriði sín með tilþrifum að hætti Þjóðleikhússins.
Grímur Friðgeirsson aðleiðbeina ungum skáta |
---|
Snúðasmiðjan hófst líka þá, en sú smiðja yfirbókaðist fyrst af öllum fyrir Smiðju-daga. Þar fengu þau að snúa diskum í alvöru diskóteki í Rósenbergskjallaranum.
Miðbærinn hefur ekki borið sitt barr síðan, en svo mikill var hávaðinn og ljósagangurinn þar allan eftirmiðdaginn. Smiðjan var endurtekin strax klukkan fjögur og sagt er að fólk hafi tilkynnt til lögreglunnar ýmist fljúgandi furðuhluti eða annað þar af verra. En skólastjórar þessara plötusnúða gráta nú fjárlög sín, því þegar skátarnir komu aftur í skólann á mánudag var alls staðar sett ný krafa um gæði í hljómtækjum viðkomandi skóla.
Maður vandar sig nú! |
---|
Klukkan fjögur hófust síðustu smiðjur dagsins og var þá eins og fyrr sagði snúðasmiðjan í Rósen-bergkjallaranum. Hjálparsveitir voru með kynningasmiðjur utandyra og í höfuðstöðvum sínum og peningasmiðjan var á efstu hæð.
Þetta er erfitt! |
---|
Eitthvað var mannskapurinn orðinn þreyttur þegar þetta var og komu nú þreytumerki fram hjá þeim sem lítið höfðu sofið eða slakað á síðan um morguninn.
Þorsteinn Fr. Sigurðsson (BÍS) og Helgi Arnarsson lögg. endurskoðandi náðu samt að halda góðri athygli í gangi og má búast við að fjöldamörg skátafélög verði rík á næstunni, þegar þau skipuleggja næstu fjáröflun fyrir félögin sín, með þann lærdóm sem þau fengu í peningasmiðjunni.
Ég er að hanna kort |
---|
Á sama tíma krydduðu Spice Girls dansarar í dans-smiðjunni undir stjórn Sóleyjar Ægisdóttur (Garð-búum) frábært dansatriði til sýningar á skátaskemmt-un síðar um kvöldið. Strax um klukkan sex var farið í pyslupartý og borðuðu flestir þrefaldan skammt, en nóg var til því svo mörg góð fyrirtæki höfðu gefið okk-ur eða selt með góðum afslætti þrefalt það magn sem við ætluðum upphaflega að kaupa, en segja má að við höfum keypt þrjá skammta á verði eins.
Það er svo gaman! |
---|
Kvöldvakan í sal Vörðuskóla var frábær, góð skemmtiatriði, krydduð af Spice Girls danssmiðjunnar og skátafélaginu Strók, en þeir piltar sýndu að krydd-stelpurnar eiga í hörku samkeppni við þá Hvergerðinga.
Önnur frábær skemmtiatriði voru sýnd og voru þau "original" eins og sagt er, þegar frumlegt og gott efni er sýnt.
Eitthvað gerðu skátarnir grín að Smiðjuhópnum fyrir allt þeirra betlistarf út og suður. Smiðjumönnum voru veittar sagir og tommustokkar í boði BYKO og gjafabréf að jólahlaðborði í boði Perlunnar og vilja þeir þakka öllum þeim sem aðstoðuðu þá.
Fjörið er hérna! |
---|
Kvöldvakan var auðvitað undir stjórn Björns Hilmarssonar (Vífli), Sigurðar Úlfarssonar (Skjöldungum), Eðvalds "Ebba" Stefánssonar (Landnemum), Gunnars K. Sigurjónssonar (Hraunbúum) og Arnar Arnarssonar (Hraunbúum).
Danssmiðjan sýndi frábært atriði sitt, en það lögðu skátarnir á sig að læra stórt dansatriði úr söngmyndinni Grease. Foreldrar og félagsforingjar litu við á kvöldvökuna og var gaman að sjá hvað allir tóku virkan þátt í dagskránni þar. Að lokinni kvöldvöku var farið niður í Skátahús og veitingar þegnar í boði borgarstjórnar Reykjavíkur.
Það er mikið fjör í Smiðju-sundferð! |
---|
Þar mátti strax sjá að nóttin var ung og ætlaði ekki að verða eldri, því rólegt og þægilegt umhverfið í salnum kallaði á Óla lokbrá og voru flestir sofnaðir fljótlega upp úr miðnætti. Þegar gengið var um á næturvakt rétt eftir klukkan eitt, voru ALLIR steinsofnaðir. Ef dagblöðin hefðu frétt af þessu "unglingavandamáli", þar sem sælir og þreyttir unglingar sofa nálægt miðbænum á laugardagskvöldi, er ég viss um að þau hefðu komið og sagt við okkur "þetta er ekki frétt -
við viljum bara segja frá ljótu málunum". Hvenær byrjar smiðjan? |
---|
Ha-ha-ha |
---|
Á sunnudag voru allir vel hvíldir og til í allt. Smiðjur fóru í gang strax klukkan tíu með netsmiðju, þar sem við gáfum hnotskurnarnámskeið í heimasíðugerð.
Fyrri hópnum gekk vel, en hópurinn eftir hádegi náði sér ekki eins vel á strik, þar sem disklingar voru ekki nægjanlega margir, auk þess sem margir þeirra voru ónýtir. Þátttakan í netsmiðju varð miklu meiri en hægt var að reikna með. Undirritaður þurfti því að nota tvær kennslustofur, bæði fyrir og eftir hádegi og hlaupa á milli og kenna ýmist heimasíðugerð og jafnvel öðrum á Windows því því sumir höfðu takmarkaða þekkingu á tölvunotkun.
Blóm er ekki bara blóm! |
---|
Radíó-, hjálparsveita-, JOTI- og JOTA-smiðjur héldu áfram fyrir hádegið auk þess sem Andrea Gunnarsdóttir (Haförnum) og Eyrún Gunnarsdóttir (Haförnum) sáu um leikjasmiðjuna, en þar voru verðandi og núverandi foringjum kenndir leikir til að taka í nesti heim í skátafélagið sitt.
Heilsusmiðjan var líka í gangi og vel sótt sem fyrr. Um hádegið var slegið upp grillveislu því mikill afgangur var til frá fyrri degi og síðan farið beint í smiðjur klukkan eitt.
Síðustu smiðjurnar á Smiðjudögum 97 voru Heilsu-, Snúða- og netsmiðjur ásamt JOTA og JOTI smiðjum. Auk þess var sérstök landsmótssmiðja, þar sem þátttakendur komu með hugmyndir að dagskrá fyrir næsta Landsmót 1999. Jafnframt var þar rætt um Smiðjudaga og hugmyndir að smiðjum fyrir næsta ár.
Að lokum var Smiðjudögum slitið klukkan hálf fjögur og allir héldu glaðir til síns heima. Því miður höfum við ekki myndir frá öllum smiðjunum, en við sjáumst hress á næstu Smiðjudögum.
Guðmundur Jónsson - Smiðjuhópnum
Ljósmyndirnar tók Gunnar Atlason, Smiðjuhópnum
|