Hérna koma nokkrar uppskriftir sem ég hef sankað að mér endilega sendið mér girnilegar uppskriftir ef þið lumið á einhverri

            ég byrja á einni sem verðskuldar sér síðu :)

 

                        sendið mér uppskriftir hér 

Grískur kjúklingur með kartöflum (Fyrir fjóra) þessi kom frá henni Erlu (takk Erla)

Kjúklingur í bitum
4-5 miðlungs kartöflur
Salt og pipar eftir smekk
1/4 bolli olívuolía
 1/4 bolli brætt smjör
Safi úr einni sítrónu
2 msk þurrkað oregano (ég mæli nú samt með því fersku í miklu magni)

Hita ofninn í 350°F (trúlega um 180°C).
 Þvo og þurrka kjúklinginn
Skera kartöflur í 3 cm sneiðar
Setja kjúklinginn  og kartöflurnar í ofnskúffu eða eldfast fat
Salta og pipra
Blanda saman olíu, smjöri og sítrónusafa
Smyrja á kjúkling  og kartöflur.
Dreifa oregano yfir
Hella restinni af oliu/smjör/safa yfir
Setja álpappír yfir allt saman
Eldað í 1 1/2 tíma og ekki taka álpappírinn af í þann tíma
Hækka hitann í 400°F (rúmlega 200°C) og taka álpappírinn af
Elda í 15 mínútur til viðbótar eða þar til kjúklingur og kartöflurnar eru gullinbrún

næsta er frá Erlu líka

Fiskur í veislubúning. (þessi svíkur ekki)1

1 kg Ýsa eða skötuselur.
1 laukur.
1 rauð paprika söxuð.
1 græn paprika söxuð.
1/2 dós ananaskurl.
1 dós rækjuost.
11/2 dl rjóma.
1 tsk salt.
1/2 tsk sítrónupipar.
1 tsk karrý.
1 súputeningur.
 Fiskurinn skorin í sneiðar eða bita og léttsteiktur í olíu eða smjörlíki. Raðið sneiðunum í eldfast mót.
SÓSA
Bræðið 1 msk smjörlíki á pönnu,bætið grænmetinu á og léttsteikið þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið síðan út á pönnuna.
ananaskurli 1 dós rækjuost og rjóma.
Látið ostinn bráðna við vægan hita og hrærið þessu vel saman. kryddið þetta síðan.
Hellið sósunni yfir fiskinn. Hitið ofninn í 200°C,og bakið réttinn í ca 30 mín.
Gott er að bera fram með þessu hrísgrjón og hvítlauksbrauð

Djúpsteiktar rækjur "Orly".

Með súrsætri hvítlaukssósu og hrísgrjónum.

 Rækjur fyrir 4 pers.

Rækjur= 400 gr. (þyðnar og safinn látinn renna af þeim)

 "Orly"-deig. Fyrir 4 pers.

Pilsner = 3 dl.

Strásykur = 2 msk.

Salt = 1 tsk.

Olía = 1 msk.

Eggjarauða = 1 stk.

Hveiti = ertir þörfum. (þar til deigið er orðið kremað)

Eggjhvíta = 1 stk. (stífþeytt)

 Aðferð:

1.     Öllu blandað saman með pískara, nema eggjahvítunni og hveitinu.

2.     Hveitinu hrært út í með pískara, látið standa í eina klukkustund.

3.     Eggjahvítan er stífþeytt og snúið í deigið með sleif rétt fyrir notkun eða steikingu.

Deigið á að vera álíka þykkt og vöffludeig.

4.     Rækjunum er difið í deigið og þær steiktar í djúpri feiti við ca. 170 °C. þar til þær eru gullinbrúnar.

5.     Rækjurnar eru bornar fram með súrsætri hvítlaukssósu og hrísgrjónum.

Súrsæt hvítlaukssósa með engifer. Fyrir 4 pers.

Púðursykur = 1/2 msk.

Fisksoð eða vatn = 3 dl.

Kryddedik eða hvítvínsedik = 1 msk.

Tómatkraftur, mauk = 15 gr.

Ananas, kurlaður = 1 ds. (ásamt safanum)

Blaðlaukur = 100 gr. (fíntsaxaður)

Hvítlaukur = 2-3 rif. (maukaður)

Engiferrót = 1 msk. (rifin)

·        Bragðbætt með pikanta, grænum pipar, soyasósu og sítrónusafa.

 Aðferð:

1.     Öllu blandað saman í pott, hitað að suðu og látið sjóða rólega í nokkrar mínútur.

·        Meðan á suðunni stendur er sósan bragðbætt með því sem á undan er getið.

2.     Sósan er þykkt með 1 og 1/2 msk. af maísenamjöli og 1 msk. af vatni eða eins og þurfa þikir, soðið í smá stund.

Hrísgrjón. Fyrir 4 pers.

Matarolía = 2 msk.

Laukur = 1/2 stk. (fínt saxaður)

Hrísgrjón = 4 dl.

Vatn = 6-7 dl.

Salt = 1/2 tsk.

Pipar = á hnífsoddi.

 Aðferð:

1.     Olían er sett í pott og hituð, lauknum er bætt út í og hann látin krauma í smá stund. Hrísgrjónunum bætt út í og þau hituð í smá stund með lauknum og olíunni.

2.     Vatninu er bætt í pottinn ásamt salti og pipar, hrært í með sleif.

3.     Lok er sett á pottinn og látið sjóða rólega þar til vatnið er horfið, potturinn er þá tekinn af hitanum og látinn standa í ca. 10 mín. áður en þau eru borinn á borð.

 

Þennan sendi Inga og fær hún þakkir fyrir

Grillaður kjúklingur á teini Satay
 

4 kjúklingabringur skornar í teninga og marineraðar í a.m.k. klukkutíma í ísskáp.
Marinering: 1 bolli olífuolía, 2 hvítlauksrif (meira eftir smekk), 2 msk soyasósa, safi úr 1/2 sítrónu.
Þrætt á grillpinna sem leggja þarf í bleyti í a.m.k. klukkustund svo ekki kvikni í þeim. Meðlæti: sósa: blanda saman 1 dós Satay sósa frá Tai choice og 1 dós kókósmjólk frá Tai choice, ferskt Tagliatelli

hér kemur enn ein snilldin frá litlu skessu :

Mexico súpa:

3-5  laukar
2-3 hvítlauksrif
1 cillipipar rauður
1 flaska granini tómatsafi
(ég notaði niðursoðna tómata)
5 dl kjúklingasoð (teningur og vatn)
5 dl kjötsoð        ---"----
1 tsk koriander eða cumin
2 tsk worchester sósa
1 tsk chilli krydd
1 tsk cayennapipar
2 d niðursoðnir tómatar
4-6 kjúklingabryrngur

gljá laukinn og setja svo restina samanvið nema kjúklingin
gott er að láta súpuna malla svolítið . steikja kjúklinginn og bæta
honum svo út í rétt áður en súpan er borðuð.
þetta berist svo fram með sýrðum rjóma,gvakamole og nachos flögum.
brauð og smjör.

þessi uppskrift er fyrir svona 6-8
munið að krydd er afstætt
 

Þetta er frábært þrátt fyrir fjöldan af hvítlauksrifjum.eða svo segir litla skessa :)og ég trúi henni

1  kjúlli hlutaður  í sundur
1 bolli ólífu olía
4 stilkar sellery sneitt
2 msk steinselja klippt  (má vera meira)
1 msk estragon
40 hvítlauksrif ( ekki skera eða saxa nota heil rif)
1/2 dl cognac ef vill
salt og pipar

kjúllinn kryddaður með salti og pipar. brúnað létt á pönnu í olíunni.
Setjið í eldfast mót eða steikar pott.
svissið létt á pönnu sellery, steinselju og hvítlauk. bætið cognaci út á.
Þessu er hellt jaft yfir kjúllann.
Setjið álpappír eða lok á fatið og steikið við 190° í 1 klst.
meðlæti grjón salat og brauð.
 

Þennan fékk ég sendan frá Ingu  og þakka ég kærlega fyrir þessi er snilld
 

Kjúklingur í Sataysósu
4.kjúklingabringur skornar í hæfilega bita steiktar á wokpönnu/eða venjulegri djúpri, í smá olíu 1-2 matsk. aðeins brúnaðar.  Síðan hella sósunni yfir og látið malla þar til kjúkl.soðinn í gegn. 
Sósan: 
1. dós Satay sósa (frá Tai)
200 ml. kókósmjólk ( frá Tai)
1. matsk. fiskisósa ( frá Tai)
1. tesk. eða minna af Red Curry paste ( frá Tai).
Þessu er bl.saman í skál og helt yfir kjúklinginn.
Meðlæti:
Soðin Jasmin hrísgrjón frá Tai eða Tilda. 
Einnig gott brauð og jafnvel ferskt salat ef vill.
Þessi réttur er frekar stekur.
 

næsti er frá Ingu líka og er snilld:)

Öðruvísi Heitt brauð í ofni

Brauð ca 1/2 rúmlega án skorpu

Skinkubréf ( niðurbritjað frá Ali.)

Sveppir 1 askja ( steikt á pönnu og saltað örlítið og ca 4 dropa sítrónusafa á undir það síðasta) Kæla síðan.

Harðsoðin egg ca 4 stk.

Þeyttur rjómi 1 peli.

Rúm 1. matsk. af maiónesi.

Ostur.

Krydd./köd og grill.(Aromat/Seson all.)

 

Smyrja eldfast mót smá og tæta niður brauðið í botninn.  Þeyttum rjóma og maiónesi blandað saman eins og verið sé að búa til salat, niðursöxuðum harðsoðnum eggjum bætt í ásamt skinku og sveppum og kryddað með köd og grill. Salta má eggin aðeins eða nota smá Aromat. Smakka til.

þessu er síðan smurt yfir brauðið og ostur settur yfir og paprikkuduft smá og jafnvel smá Seson all.

Sett í ofn á 200 gr. í ca. 25 mín eða þar til ostur er bráðinn og farinn að taka smá lit.

 

Verði ykkur að góðu, þetta er kærkomin tilbreyting frá því sem oftast er á boðstólum

 

Mexikanskur,fljótlegur og klikkað góður kjúlli frá Lio

ca 4 kjúklingabringur

Ostasósa ( mexikönsk)

Salsa sósa

Ostur ( td rifinn mossarella í poka)

1 poki Doritos nacho cheese snakk

 

Kjúklingabringurnar eru skornar í bita, steiktar á pönnu og kryddaðar vel

eftir smekk. Doritos snakk ( aðeins mulið) er sett í botn á eldföstu móti.

Ostasósan þar ofaná og síðan Salsa sósan. Síðan eru steiktar

kjúklingabringurnar settar þar ofaná og síðan ostur.

 

Sett inní ofn í 15-20 mín á ca 200°c

 

Meðlæti: Hrísgrjón, salat og svo er ómissandi að hafa sýrðan rjóma og

jafnvel quacamole............

geggjaður saumóréttur eða bara í kvöldmatinn!

 1 pakki makkarónur ...fljótsoðnar

2 dósir túnfiskur í olíu

2 dósir campell's cream of chicken súpa

ostur

paprikukrydd

smá season all

 

 

sjóða makkarónur eftir leiðbeiningum á pakka.

blanda saman túnfiski með olíunni úr dósinni með og súpu og pínu season all, setja yfir makkarónurnar í eldfasta mótinu, ost yfir og krydda vel með paprikukryddi yfir ostinn.  Setja í 200 gr. heitan ofn þangað til osturinn er orðin vel gylltur.

 

Tips: má setja grænmeti í líka, voða gott að setja papriku og sveppi, einnig er gott að skipta túnfisknum út fyrir kjúkklinga strimla

Einfaldasti og besti réttur í heiminum.

 

4 kjúkklinga bringur

1 flaska Jensens favorit sauce (fæst bara í hagkaup, í kjötkælinum)

1 peli rjómi

salt , sítrónupipar

 

Hrísgrjón+eitthvað gott brauð

 

Bringurnar steiktar uppúr olíu á vel heitri pönnu, kryddaðar létt með salti og sítrónupipar, þar til þær byrja að brúnast, þá er hitinn lækkaður, helt úr sósuflöskunni yfir, og rjómanum bætt í. Látið malla á vægum hita í ca 30 mín.

 

Borið fram með hrísgrjónum og góðu brauði er salati.  Þetta er klikkað gott

 

Heimatilbúin BBQ sósa á grillkjötið ala Lotta

 

75-100 gr smjör

1 bolli tómatsósa

1 bolli aprikósu marmelaði

1 og hálfur bolli púðursykur

2 matskeiðar dijon sinnep

1 bolli hickory bbq

hálfur bolli jarðaberja sulti (helst með jarðaberjabitum í)

1 matskeið soja sósa

1 matskeiðar hunang

1 lítil dós tómat purré

1 teskeið köd og grill krydd

Allt sett saman í pott og látið sjóða dágóða stund.  Frábært á allt grillkjöt , bæði á útigrilli og inni í ofni. Mæli sérstaklega með þessu á svínakjöt.  Þá er gott að krydda kjötið með köd og grill fyrst, og steikja svolítið fyrst, og pennsla svo sósunni á þegar uþb helmingur steikartímans er búinn.

Setja svo restina af sósunni í skál og bera hana fram heita með matnum + hrísgrjón.

 Fiskdeig maddy

Efni :

 1 kg hakkaður fiskur

50 gr hveiti

50 gr kartöflumjöl

2 dl mjólk

3 egg

2 meðalstórir laukar

2 tsk salt

1 tsk hvítur pipar

 Meðhöndlun :Best er að nota ýsu, en einnig má nota þorsk, karfa eða annan fisk.  Sláið saman egg og mjólk. Blandið saman þurrefnum.  Saxið laukinn mjög fínt ef matreiða á soðnar fiskbollur eða fiskbúðing en ívið grófar ef steikja á fiskbollur.  Blandið þurrefnum og eggjahræru til skiptis í deigið og hrærið vel.  Loks er lauknum hrært saman við.  Látið degið standa undir loki á köldum stað í a.m.k. klukkustund.

Fiskur í ofni maddy

Hátíðarfiskréttur, mjög góður með soðnum hrísgrjónum og snittubrauði

Efni:

2-3 ýsuflök

¼ blómkálshaus

3-4 gulrætur

1 græn paprika

5-6 kartöflur

1 dós rjómakryddsmurostur

100 gr. Humarsmurostur

3-4 dl. Mjólk

 Meðhöndlun :

Sneiða grænmetið og kartöflur og hita á pönnu, setja í eldfast form.

Sneiða fiskinn og krydda m/ aromat.

Bræða smurostana í mjólkinni, raða fisknum á grænmetið og hella rjómablöndunni yfir, strá paprika yfir allt og setja slatta af rifnum osti yfir.

 Hafa í ofni í 40 – 60 mínútur á 170 gr.

 

 Hakkbollur maddy

Geggjaðar hakkbollur með laukbragði

Hakk
Lauksúpa (knorr French onionsoup (soups of the world) er mjög góð i þetta)
1-2 laukar

Saxaðu laukinn (laukana)
Hrærðu saman hakkið, súpuduftið og laukinn.
Búðu til bollur úr gumsinu og steiktu á pönnu.
Berist fram með brúnni sósu

mexíkó-pasta maddy

einfaldur og góður pastaréttur

1.skinkubréf 1.meðalstór laukur 1.askja sveppir(ferskir) 1.mexíkó ostur 1.peli rjómi 1.pk pastaskrúfur(slaufur

etjið pasta í pott og sjóðið eftir leiðbeiningum á pakka. Sósa: byrjið á því að skera niður lauk,sveppi og skinku og steikið allt saman á pönnu.. Mexíkó-osturinn er því næst skorinn í bita og settur smátt og smátt út á pönnuna ásamt rjómanum. Loks þegar að osturinn er bráðnaður er allt látið malla á vægum hita í smá tíma. Gott er svo að bera fram hvítlauksbrauð með réttinum. Verði ykkur að góðu :)

Nammi fiskur Algjört lostæti  Maddy

1 gott ýsuflak

1 epli

4 sneiðar beikon

½ paprika

nokkrir sveppir

salt

pipar

Camenbert eða annar ostur

Paprikuduft

Ýsunni er velt uppúr hveiti krydduðu með salti og pipar og síðan brúnuð á pönnu.  Epli, beikon, paprika og sveppir steikt á pönnu og lagt yfir fiskinn.  Setjið svo bita af camenbert eða öðrum osti yfir og stráið svo paprikudufti yfir.  Þetta er svo bakað á pönnunni í 10 mínútur ( eða eftir stærð fiskflaksins )

 

Meðlæti : kartöflur og salat

 Jógúrtmuffins  (Ylfa)
 5 dl. hveiti
4 dl. sykur
220g. smjörlíki
3 egg
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
100g. súkkulaðispænir
1 dós kaffijógúrt

Öllu hrært saman, sett í muffinsform og bakað við 190-200°C í 10-20 mín.

Paprikuostaídýfa (Ylfa)

1 dós sýrður rjómi, 10%
3/4 af paprikuosti (þessi harði kringlótti)
ca. 1/4 af stórum rauðlauk eða að smakka sig til

Rauðlaukurinn smátt skorinn (í mixara).  Sýrði rjóminn og paprikuosturinn (í bitum) er sett í mixara.  Blandið svo rauðlauknum saman við.  Kælið í ísskáp.  Borið fram meið Ritzkexi.
 

Rækju/karrýréttur-HRIKALEGA GOTT! (maddy)

Efni :

500 gr. Rækjur

1 pk hörpudiskur

1 dós sveppir

1-2 bréf karrý hrísgrjón eða Golden rice

3-4 msk majones ( ég nota létta majones )

1 peli rjómi

 Meðhöndlun :

Grjónin soðin eins og lýst er á pakkanum.

Hörpudiskurinn skorinn í bita. Majonesið sett í skál og rækjunum, hörpudisknum sveppunum og grjónunum blandað út í , rjóma skellt í líka ( þarf kannski ekki alveg heilan pela ) , allt sett í eldfast mót og ostur yfir , ekki verra að hafa  nóg af honum.  Bakað í ofninum þar til fer að bulla í þessu öllu saman og osturinn vel bráðinn, þá er það orðið nógu heitt.

Borið fram með ristuðu brauði.

Athugið að með hörpudiskinn að á honum er vöðvi sem þarf að  taka af ( hann er hvítari en hörpudiskurinn sjálfur og auðvlt að plokka hann af )  Bon apetit

Æðislegur fiskréttur (maddy)

Efni :

 Fiskur

Banani

Kokteilávextir

Champellssúpa ( sveppa )

Majonnes

Ostur

Fiskikraftur

 Meðhöndlun : Fiskurinn soðinn í vatni með smá fiskikrafti.  Suðu hleypt upp og þá er fiskurinn tekinn upp úr.  Hann settur í eldfast mót og kryddaður með smá salti og pipar, svo er bananinn settur ofaná.  Súpunni og majonesinu er hrært saman og kokteilávöxtunum er blandað saman við og öllu hellt yfir fiskinn.  Osti er stráð yfir og bakað í ofni við 175gr þar til osturinn er vel bráðinn.

 Gott að hafa hrísgrjón með ( má setja þau í botninn undir fiskinum ) og brauð.  

Gráðostabakstur (Ylfa)

1 franskbrauð, tætt í botninn
2 piparostar
1 lítill gráðostur
1 Camembert
1/2 ltr. rjómi
-sett í pott og brætt við vægan hita.
1 pk. brokkólí
1pk. skinka
1 paprika
sveppir
-sett yfir brauðið, svo sósan og rifinn ostur.  Haft í 1/2 tíma inn í 200°C heitum ofni.  Borið fram með rifsberjahlaupi.


Tex-mex kartöflusalat  (Ylfa)

kg. soðnar kartöflur, skornar í teninga
200g. bragðmikill ostur (s.s. cheddar) skorinn í strimla eða grófrifinn
1 rauð paprika, skorin í bita
2 sellerístilkar, saxaðir
1-2 msk. saxaður jalapeno pipar (úr krukku)
1 dl saxaður vorlaukur eða blaðlaukur
1 dós nýrnabaunir
2 msk. söxuð, fersk kóríanderlauf
1 dós sýrður rjómi (10%)
1/2 bolli mexíkóskt salsa í krukku
 
Setjið kartöfluteningana í skál ásamt osti, papriku, selleríi, pipar og vorlauk. Látið renna vel af baununum og skolið þær undir köldu vatni. Bætið baununum út í ásamt kóríanderlaufunum og blandið öllu vel saman. Hrærið saman sýrða rjómann og salsa og hellið yfir salatið, blandið varlega og geymið salatið í kæli fram að framreiðslu.

Mars-Rice Crispiesbitar (Ylfa)

3 Mars
1/4 bolli smjör
2 bollar litlir sykurpúðar
4 bollar Rice Krispies

Skerið Marsið í bita. Blandið smjöri og sykurpúðum saman við marsið, í potti.  Hitið og hrærið í við lágan hita þar til það er bráðnað.  Takið af hitanum og hrærið Rice Crispies út í.  Þjappið blöndunni í smurt ferhyrnt bökunarform.  Kælið og skerið í bita.

Frábær eftirréttur

1 askja jarðaber,

1 askja bláber,

 1/2 gul melóna,1/4 vatnsmelóna

1 klasi steinlaus græn vínber súkkulaði rúsínur ,sítrónubúðingur Royal ( er það ekki skrifað svona?)

1 peli rómi ,súkkulaðirúsínur ,súkkulaðispænir

Skera ávextina niður í sæmilega bita og blandar þeim varlega saman setur slatta af súkkulaði rúsínum með .setur í djúpt fat. Býrð til sitrónubúðingin (ferð eftir leiðbeiningum á pakka) þeytir rjómann vel og blandar síðan saman við búðinginn og setur slatta af súkkulaðispænum saman við. Hellir þessu yfir ávextina

UPPSKRIFT AF GÓÐUM KJÖTBOLLUM : 500 gr. nautahakk, 1 dl.rasp, rifinn ostur eða salatostur, : BLANDIÐ VEIL SAMAN - KRYDDIÐ MEÐ SEASON ALL OG SVÖRTUM PIPAR - STEIKT Á PÖNNU OG RJÓMA HELLT ÚT Á - LAUKUR OG SVEPPIR STEIKT MEÐ ... nammi nammi !!

Æðisleg fiskisúpa.

 (F. 4-5)

1 púrra

4 – 5 gulrætur

1 - 2 grænar paprikur

Skera í þunnar sneiðar, steikja í olíu í smástund, bæta við kúfaðri tsk. af karrí.

 1,5 – 2 ltr. af vatni

1 fiskteningur og 1 grænmetisteningur, muldir út í.

6 kartöflur, hráar, flysja og skera í sneiðar

Góður brúskur broccoli.

 Soðið vel saman (20 – 30) mín

Þá er1 dós rjómaosti, m/kryddjurtum og 1 piparosti bætt út í og látið bráðna.

Síðast er ýsa skorin í litla bita og sett út íLáta sjóða áfram í 10 – 15 mín.  Gott er hafa rækjur líka.

nokkrar góðar frá Krullu:

 

CHILI CON CARNE   

 

1. lítill laukur

2. msk chili duft

3 msk olía

2 og hálfur dl, vatn

1 dl tómatsósa

1 msk cumin fræ ( ekki kúmen)

1 msk oregano

1 tsk salt

1 hvítlauksrif

2 og hálfur dl soð ( 1 súputeningur)

400-500 gr nautahakk

olía til steikingar.

 

saxið lauk og kraumið í olíu ásamt chili duftinu þar til laukurinn er orðin glæ, blandið öllu úti nema baununum og hakki, látið sjóða í 10 mín.

Hakkið steikt í olíu og sett út í soðið í 5-10 mín. síðan er baunum blandað í og soðið smá.

CHIMICHANGA.

 

12 tortillakökur.

olía til djúpsteikingar.

guacamole.

250gr rifinn ostur

einn og hálfur dl sýrður rjómi ( 18 % )

1 msk olía.

1 lítill laukur fínsaxaður

1 hvítlauksgeiri fínsaxaður

1 grænn chilipipar fræhreinsaður og fínsaxaður mjög vel.

1 jalapeno pipar fínsaxaður

hálf græn paprika fínsöxuð

2 soðnar meðalstórar kartöflur í teningum,

 

hitið olíuna ´á pönnu, látið lauk, hvítlauk, piparaldin, og pariku út í, steikja vægt á lágum hita þar til það verður mjúkt kartöflurnar settar í .

hitið pönnukökupönnu, mjög heita, setjið tortillu í pönnuna hitið í 30 sek, snúið við, setjið skeiðarfylli af laukblöndunni í miðju, skeiðarfylli af sýrðum rjóma, og mikinn rifinn ost. brjótið saman í böggul og festið með tannstöngli.

Hitið olíu í djúpsteikingarpotti, steikið bögglana í ca 5 mín, það til þeir eru fallega brúnir.

borðið framm með guacamole.  :-)

EIn ónefnd frá mexico

 3 kjúklingarbringur eða annað kjöt,,,gott að nota afganga líka,,
 olía til steikingar,,
hálf tsk chili duft
 einn fjórði tsk salt,,
örlítill pipar
Kjuklingakjötið skorið í ræmur, hitið olíu á pönnu ásamt chili dufti og steikin kjúllan þar í, saltið og piprið,,,
 hitið sósuna (sósan er keypt í pakka sem heitir Enchiladas)
 smirjið sósu yfir tortillakökur,,,
 raðið kjúllanum eftir endilangri kökunni, og setjið sýrðan rjóma 18% með og að endingu rifinn ost,,,
 rúllið upp setjið í eldfast mót hellið restinni af sósunni yfor og rifnum osti
 bakað í ofni við 200 c þar til osturinn er bráðnaður

 

                         Sítrónukaka
          Marenge: 5 eggjahvítur, 2 1/2 dl sykur

  eggjahvítur þeyttar sér og sykri hrært saman við,sett í form og bakað við 250° (200° blástursofn) og slökkt um leið látið  vera  yfir nótt og alls ekki opna ofninn næstu 5 klst 

         ps ég hef bara keypt marenge í búð og notað 

               KREM: 5 eggjarauður,1dl sykur,safi og rifinn sítrónubörkur af 1/2 sítrónu,75 gr smjör  

           Allt sett í pott nema smjör,suðan látin koma upp (má ekki sjóða) þeyta þar til þykknar

           tekið af hellunni og látið kólna aðeins þá er smjörinu hrært í þar til það bráðnar

          kælið kremið og smyrjið yfir marenge botninn  þeytið 2-3 dl af rjóma og setjið yfir og skreytið með bræddu suðusúkkulaði 

                      

     ein góð frá [TIRIL]

  Piparsteik m/hvítlaukssósu fyrir 2

400 gr nautasnitsel
2msk olifolía
4 1/2 tsk piparblanda
Steikja í ca 2 mín á hvorri hlið á vel heiri pönnu

Sósa

3 1/2 dl soð af pönnuni
3 stk hvítlauksrif
2 1/2 dl rjómi
aromat og kryddsalt

Setja soðið í pott eða bara nota pönnuna, saxa hvítlaukinn og setja saman
við og rjóman líka. Láta suðuna koma upp á krydda þá með aromatinu og
kryddsaltinu.

Gott að hafa soðið blandað grænmeti með þessu :)

Ein góð frá Zhiru

gráðostapasta

 

550gr. pylsur

500 gr. pasta (ég nota alltaf tagliatelli)

200 gr. nýjir sveppir

75 gr. gráðostur

2 dl. rjómi

2 msk. olifuolía

1 laukur

1 stk. paprikka

 

saxa laukinn, paprikuna og sveppina og skerið síðan gráðostinn í litla bita.

 

Sjóða pastað. Hita olíu á pönnu, skerið pulsurnar í bita og brúnið þær á pönnunni, takið þær af og brúni laukinn og það jukk. bæta pulsum útí hella rjóma yfir og setjið gráðostinn út í. Þegar osturinn er bráðnaður á að blanda pastanu saman við.

 

berið fram með hvítlauksbrauði eða ristuðu brauði, bjór eða rauðvíni (vatni fyrir yngri en 20) :)))

".TILRAUNAPASTA  POLLY"

Sjóða pasta Tortelini með kjöt eða ost fylllingu Setja sneidda tómata og sveppi í botn á eldföstu móti Einnig má setja skinku eða pulsubita pepperoni eða eitthvað annað sem til er í ískápnum Setja smá pizzaost og gráðosti inn á milli Hella pastanu yfir:hræra sman tvö egg og ca ½ pela rjóma og hvítlauk sv pipar og chili og hella yfir pastað Ost yfir (notaði pizzaost) Og hita í ofni þar til er vel heitt í gegn.
bera fram með góðu brauði eða hvitlauksbrauði. gott að strá svörtum pipar og parmeson yfir.þeir sem ekki vilja parmeson sleppa honum bara.

 

Stóri Dímon:Brauðréttur

 1 brauð
 stórt skinkubréf
 200 gr. sveppir
 1/2 dós apríkósur
 1 1/2 peli rjómi
 1 stóri dímon
 rifinn ostur.

 Osturinn bræddur við vægan hita í rjómanum.  Sveppirnir steiktir í örlitlu
 smjöri.  Brauðið rifið niður í eldfast mót.  Apríkósurnar brytjaðar niður
 og sett yfir brauðið ásamt safanum af þeim.  Sveppir og skinka sett yfir
 og að lokum rifinn ostur og í ofn.(hitað þar til rétturinn er vel heitur í gegn)

 

             Túnfisk Pasta

Túnfisk Pasta: Steikja einn lauk og hvítlauk eftir smekk í olíu þar til laukurinn er orðin mjúkur. Hella út í einni dós af tómötum úr dós (krossuðum) Einni dós túnfisk (hella vökva af) 1 dós tómatpure krydda með sv pipar chili pipar og sykri ca 1 msk láta krauma þar til orðið er vel heitt í gegn hella yfir spaggetti og strá pasmesan osti yfir. gott með góðu brauði eða hvítlauksbrauð

 

CAMENBERT BRAUÐRÉTTUR

6 franskbrauðsneiðar.1 camenbertostur.
1 kaffirjómi.6 skinkusneiðar.1 lítil
græn og ein rauð paprika. skerið skorpuna af brauðini og setjið í eldfast form.bræðið ostinn í rjómanum.
brytjið grænmetið og skinkuna smátt.
Hellið ostablöndunni yfir brauðið.
Stráið skinku og paprikubitum yfir.Bakið
við175-200 gr.þar til rétturinn tekur
lit ca 15 mín.rifsberjahlaup með.

 

ÆÐISLEGT PASTASALLAT.

STÓR SKÁL; 0,5 kg rækjur,1 söxuð paprika
olífur púrrulaukur saxaður 3 msk,
4 sn ananas,3 teg ostur td. gráð pipar
hvítur kastali. Sósa:0,5dl súrmjólk
1dl majónes,1 msk karrý,3 msk sítrónu
safi 2 hvítlauksrif. 0.5 poki skrúfur soðnar ogkældar.
Allt blandað saman sósu hellt yfir.

         ps held það eigi að vera 1msk karrý annars er það örugglega smekksatrið

          Pepperonifiskur

Fyrir 4.
1 og 1/2 ýsuflak
1/2 bréf pepperoni ( sneiðarnar skornar í tvennt)
1/2 -1 laukur
sveppir eftir smekk
ca 1 peli rjómi

Steikið fiskin í bitum kryddið eftir smekk.
Raðið fiskinum í eldfast mót.
Steikið lauk og sveppi,setjið pepperoni og rjóma út í og hellið
Blöndunni yfir fiskinn. Setjið ost yfir og bakið í ofni við 200 gráður í 7-8 mínútur
Gott með hrísgrjónum og sallati og góðu brauði.

Carbonara

Spagetti eða Tagliatelle
6 sneiðar skinka
1 lítið bréf beikon
Sveppir eftir smekk (ferskir)
1 paprika
3 hvítlauksrif
svartur pipar
auromat krydd
1 ½ peli rjómi
2-3 egg
Byrja á því að sjóða pastað,þegar það er soðið er gott að hella köldu vatni yfir sem síðan er hellt af.
Sneiðið skinku,beikon,sveppi ,papriku og hvítlauk (merja) og dteikið í olíu og svolitlu af smjöri við góðan hita. Rjómanum hellt yfir og látið taka sig aðeins. Þessu næst er spagetti hrært saman við og að síðustu er pískuðum eggjum hellt yfir og hrært vel á meðan. Það þarf að vera góður hiti á réttinum þegar eggjunum er hellt yfir. Kryddið vel með svörtum pipar Og svo að sjálfsögðu er parmesan osti stráð yfir.
Hvítlauksbrauð er gott með eða eitthvað gott brauð.

TARTALETTUR

1 askja sveppaostur.1 dós grænn aspas.
4 sn skinka brytjuð.
Ostur og skinka og aspas sett í skál
hrært vel saman eftil vill pínu soð af aspas
sett í tartalettur og hitað þar til orðið er vel heitt ígegn

DUGAR Í 10 tartalettur

 

ANANASOSTAKAKA

ca 1 pk Lu Bastogne kex (Nóatún)200gr  Ananasrjómaostur og 1/4bolli sykur hrært vel saman.1 peli rjómi þeyttur og 1 dós ananaskur lblandað saman við ostahræruna.Hrærunni hellt yfir botnin kælt í minnsta kosti tvo tíma má gera daginn áður.Ath að sía safan frá ananaskurlinu.
 

 

 HEIT BRAUÐTERTA

Formbrauð skorið eftir endilöngu í 4 sneiðar.Sallat: 2 msk majones 3 msk sýrður rjómi. 1\2 dós krabbi 1\2 dós aspas300 g nýir snöggsteiktir sveppir.  2 tsk sesoned all ,1\2tsk laukduft.Brauðsneiðarnar smurðar með sallatinu,sneiðarnar lagðar saman og tertan þakin með 3 stífþeyttum eggjahvítum.Bakað í 20 mín við 170 gráður.
 

 

 HEITT RÚLLUTERTUBRAUÐ

250g sveppasmurostur ,1/4dósaspas, 200 grskinka, 3 mskmajones, . smá súrmj+ol

 ostur settur í pott ásamt aspassafa í skömtun þar til bráðið tekið af hellu. majoes skinka og aspas sett út í. Smurt á rúllubrauð rúllað upp, majones og súrmjólk smurt utan á ostur og paprikuduft sett ofaná hitað við 200 gr í 10-15 mín.eða þar til osturinn er bráðna

TOBLERONEÍS

6.eggjarauður,1.bolli púðursykur,1.tsk vanilludropar Þessu þeytt saman út í þetta blandað 100 gr fíntsöxuðu toblerone1/2 l.þeyttum rjóma. FRYST
 

Ostasalat:

 1 st. Camenbert ostur. 1 st. Piparostur 1 st. venjulegur ostur td.Búri, eða Gouda með brúnum miða,1 dós sýrður rjómi,2-3 msk majones ½ dós ananaskurl (safinn með að mestu)1 ½ paprika (evt.litir) 1 púrrulaukur 200 gr rækjir. Ostur,paprika og púrrulaukur skorið niður. Sýrðum rjóma, majonesi og ananas blandað saman.   Öllu blandað saman, (Gott með pasta(setja þá ólívur),snittubrauði eða ristuðu brauði.)
 
 

 Hérna kemur ein góð frá Mamacat (ég þakka henni kærlega fyrir innleggið)

Fiskur :Soðin hrísgrjón sett í eldfast mót . ca uþb hálft mótið ,
2 Ýsuflök skorin í litla bita velt uppúr hveiti sem er kryddað með karrý
og salti.snöggsteikt upp úr smjöri og raðað yfir grjónin,
ca 7-8 stk ferskir sveppir sneiddir og smjörsteiktir og saltaðir
á pönnu og 1 bolli rækjur saman við
1 peli kaffirjómi hellt útí og látin sjóða og ca 50 gr rjómaostur settur útí
hrært og leist upp ,kryddað með hvítlaukssalti og hellt yfir fiskinn ,rifin ostur settur yfir og bakað í ofni við 150 gr í 20-30 mín . '
borið fram með hvítlauksbrauði og salati .
bon appetít :)

Heitt brauð í ofni gott á köldum vetrarkvöldum:

Smyrja franskbrauðssneiðar.Blanda saman 1/2-1 bolla af majonesi,1 dós grænum aspas stappaður (ekki safann)ogsterkum gouda osti (rifnum)þessu smurt ofan á brauðið og hitað þar til er heitt í gegn.
 
 

Mjög góðar kjötbollur í súrsætri sósu:
 

500gr Nautahakk
1/2 pakki rits kex
1 pk Púrulauksúpa(toro td.)
Vatn eftir þörfum
Rits kexið mulið og öllu blandað saman. Búnar til litlar bollursem eru steiktar vel.
Meðlæti: Súrsæt sósa og hrísgrjón.
 

Góður eftirréttur:


4 egg
4msk sykur
Góð sulta td jarðaberja eða hindberja.
ávextir td.Bananar,vínber,Jarðaber,kiwi eða það sem ykkur finnst gott Þeyttur rjómi.
Aðferð: eggjarauður og sykur þettt vel saman,Stífþeyttar eggjahvítur blandað saman við.
Sett í eldfast form og bakað við 180-200° í ca 15mín.Látið  kólna.
Ofan á þetta er sett fyrst sultan
svo er rjóminn og ávextirnir sett ofaná. Bon apertit
 

Góð grill sósa :

Sýrður rjómi
majones í jöfnum hlutföllum
Sinnep eftir smekk
dill eftir smekk
Pipar og salt
Cheienne pipar á hnífsoddi.
gott með kjöti:
 
 

Hér kemur ein frá henni Dagsbrun:(takk fyrir innleggið dagsbrun)
 RÆKJURÍS1 poki hrísgrjón (soðin)
2 dl. mayonase
2 tsk dill
1/2 - 1 dl smátt brytjaður púrrulaukur(mixaður)
1+1/2 tsk aromat (eða eftir smekk mér finnst þetta full mikið)
1+1/2 tsk tómatsósa
350 gr rækjur

Mayonase + dill + laukur + aromat og tómatsósa hrært vel saman,
hrísgrjónunum blandað útí og síðast rækjunum.
má skreita með rækjum, gúrkum og tómötum eða hverju sem maður vill, á fat
eða diska. Borðist með heitum smábrauðum, eða ristuðu brauði og hvítvíni,
bjór eða hverju sem maður vill uummmmmm..

ps.dagsbrun segir að þetta sé fínn forréttur:)

 

    Pasta jukk


beikon
sveppir
purrulaukur
paprika
skinka
Þetta er allt steikt á pönnu og magn fer eftir smekk.
Sósa:
1.ds sýrður rjómi
2-3msk majones
timian
steinselja
3-4 hvítlausgeirar
gróf rifin engiferrót
Kryddið í sósuna fer líka eftir smekk
en betra er að vara sig á engiferrótinni
Pasta soðið og blandað samanvið jukkið á pönnuna
Borið fram með sósunni og hvítlauksbrauði
 

Púrrulauks-réttur
Dressing:
200gr majones
1og1/2 ds sýrður rjómi
1/2 ds ananaskurl

1. lag   rækjur
2.lag    1/2 gúrka
            1/2 púrra
            1/2 rauð paprika
            2 stk tómatar
 
Dressingu er skipt í tvo hluta.
Rækjur settar í annan hlutann og grænmeti í hinn
Síðan er brauð brytjað í skál og svo eru rækjur og grænmeti sett til skiptis í lögum
en brytjað brauð alltaf á milli.
Fallegast er svo að enda á grænmetislagi
Þennan rétt er best að gera daginn áður en á að nota
og hann verður betri eftir því sem hann eldist eins og við konurnar?))

Frábær fiskréttur

Fiskurinn(ýsan) er léttsteikt upp úr hveiti sem er kryddað með salti og pipar.
Síðaner hann  settur í eldfast mót sem hefur verið smurt.
1/2 rauð og 1/2 græn og paprika söxuð og sett ápönnu ásamt ananas og sveppasafa látið malla á pönnunni á meðan paprikan meirnar, þá eru 1/2 dós sveppir og rjómi settir út í smá stund.
Ananas raðaður yfir fiskinn og síðan öllu af pönnunni hellt yfir. Síðast er ostur settur yfir og bakað þar til osturinn er bráðnaður
Gott að bera fram með grjónum og fersku salat
 

 

Mars terta

4dl púðursykur
5. eggjahvítur
Þetta stífþeytt saman
Bakað við 130gr  í 1og1/2 tíma ekki á blæstri
Á milli:
1/2l rjómi
2st mars brytjað samanvið
Krem:
60gr smjör
3stk Mars
þetta sett í pott og brætt saman
hrært vel á meðan
Síðan eru fimm rauður og 3msk sykur þeytt vel saman
og svo mars og smjörhrærunni bland
að vandlega samanvið

Tartalettur

1stk. Brie m/gráðostarönd
1stk rauð paprika
1/2ds sveppir
200gr skinka
1peli kaffirjómi
allt sett í pott og jafnað með sósujafnara sett í tartalettur og hitað
Borið fram með sultu
dugar í 10-15 tartalettur

Sumarbústaðs fiskréttur

2-3 ýsuflök
150gr Mosarella
1stk paprika
1/2ds grænn aspars+safi
3msk majones
2msk sýrður rjómi
2tsk karrý
2tsk Provencale (krydd í fjólubláum staukum frá knorr)
Ýsan steikt á pönnu og sett í eldfast mót
Öllu öðru blandað saman í skál+ost og hellt yfir fiskinn
Bakað þar til fallegt á litinn
Borið fram með grjónum, salati og hvítlauksbrauði

Frábær ostakaka m/kókos

Botn: 225gr kex með kókosmjöli og hnetum mulið
50gr smjör, brætt
Bræðið smjörið við vægan hita og hrærið kexinu samanvið.
Setjið síðan volga kexblönduna í 24sm fóðrað(með bökunnarpappír klemmdan við botninn)klemmuform og þrýstið henni vel að botninum. Kælið botninn
Fylling:
300gr hreinn rjómaostur
5msk. súkkulaðihnetusmjör
2dl rjómi, þeyttur
2 matarlímsblöð
2stk eggjahvítur
Leysið upp matarlímið. Hrærið rjómaostinn mjúkann með súkkulaðismjörinu. Blandið helmingnum af þeytta rjómanum varlega útí ostahræruna og síðan matarlíminu. Stífþeytið hvíturnar og blandið þeim varlega saman við.
Hellið fyllingunni yfir kexbotninn. Setjið rjómann sem eftir er ofaná fyllinguna og gerið mynstur með gaffli þannig að brúna fyllingin komi upp í gegn. Látið kökuna kólna í nokkrar klst. áður en þið berið hana fram.
 

frá Svönu Maður fær bara vatn í
munninn:)))
 
Bananasplit kaka


2 bollar haframjöl mulið
1 1/2 bolli smjör eða smjörlíki
2 bollar flórsykur
2 egg
5 bananar
1 dós kurlaður ananas
2 pelar rjómi
valhnetukjarnar
koktel kirsuber
Hálfum bolla af smjöri blandað saman við kexmylsnuna og sett í botninn á
aflöngu móti.
Þeytið vel saman einum bolla af smjöri eggjunum og flórsykrinum og smyrjið
yfir kexbotninn. Bananarnir sneiddir og raðað yfir. Safinn látinn renna af
ananasnum og því síðan smurt yfir bananana.
Þeyttur rjómi látinn ofan á og skreytt með muldum valhnetum og kirsuberjum.
Kælt yfir nótt.
 

Bláberjarskyrterta

400 gr. rjómaostur
250 gr bláberjaskyr
1/3 bolli sykur
1 peli þeyttur rjómi
vanilludropar

Osti, skyri, sykri og dropum hrært saman og þeyttum rjómanum bætt varlega út í.

1 2/3 bolli hafrakexmylsna
7 msk. brætti smjör
5 msk. sykur
100 gr. Siríus suðusúkkulaði, brytjað

Blandað saman og set í botninn á formi. Ostaskyrblandan sett ofaná og
látin bíða í ísskáp í svolítinn tíma.
Borin fram með þeyttum rjóma og ferskum ávöxtum.

Heitur brauðréttur

6-8 brauðsneiðar
400 gr. skeinka
1/2 dós sveppir
1 græn paprika
1 rauð paprika
1/2 dós Campbells sveppasúpa
1 peli rjómi
arómat, ostur, smjörvi
Brauðið ristað og skoriðí teninga.
Botninn á eldföstu fati þakin með brauðteningum.
Skinka, sveppir og paprika saxað niður, léttsteikt í smjörva, kryddað með
Arómati og hellt yfir brauðið. Súpunni og rjómanum blandað saman og hellt
yfir. Rifnum osti stráð yfir og brúnað í ofni við 200°C.
 

Kartöflueggjakaka

250 gr kartöflur
3 msk. ólía
4 egg
1 msk. vatn
35 gr. rifinn ostur
1 msk. fersk steinselja
salt
pipar
múskat
2 msk. smjör

Skrælið og skerið kartöflurnar í sneiðar, skolið þær og þurrkið vel.
Hitið olíuna á pönnu og steikið kartöflurnar þar til þær verða gylltar og
meirar í gegn, kryddið með salti og pipar.
Á meðan kartöflurnar eru að steikjast, þeytið eggin í skál bætið vatni,
osti og fíntsöxuðum kryddjurtunum út í. Smakkið til með salti, pipar og
múskati.
Takið kartöflurnar af pönnunni og hreinsið olíuna af henni. Bræðið smjörið
á pönnunni og hellið eggjahrærunni á pönnuna látið stífna smástund, raðið
þá kartöflunum ofan á og látið kökuna bakast við mjög vægan hita
Dreifið kryddjurtunum yfir.
 

Kartöflur með beikoni

300 gr. kartöflur, soðnar, kældar
og skornar í bita eða sneiðar
50 gr. beikon
1 laukur
2 msk. smjör
salt
pipar

Skerið beikonið í litla bita. Afhýðið laukinn og sneiðið. Setjið 1 msk. af
smjöri á kalda pönnu og hitið vel, setjið beikonið á pönnuna og steikið.
Setjið kartöflurnar ásamt lauká pönnuna og kryddið með salti og pipar.
Steikið í 10 mín. eða þar til allt er vel steikt. Bætið afgangnum af
smjörinu á pönnuna, lækkið hitann og steikið áfram í 6-8 mín. án þess að
hræra í kartöflunum.
 

Kartöflugúllas með pylsum


750 gr. kartöflur
75 gr. beikon
1 msk. olía
2 laukar
2 msk. tómatkraftur
salt
1 msk. paprikuduft
1 tesk. marojam
5 dl. vatn
kjöt- eða grænmetiskraftur
2,5 dl eplasafi
2 msk. rjómi
2-3 sýrðar gúrkur
4-6 pylsur
Skrælið, þvoið og brytjið kartöflurnar. Skerið beikonið í bita, afhýiðið og
saxið laukinn.
Steikið beikon og lauk í olíunni án þess að það brúnist, bætið kartöflunum,
tómatkrafti, salti og marojam út í ásamt vatni, krafti og eplasafa. Sjóðið
við vægan hita í 30 mín. síðan áfram í 15 mín, án loks.
Setjið rjóma, sneiddar pylsur og saxaðar sýrðar gúrkur út í og látið hitna.
Kryddið aftur með salti og papriku ef þarf.

 
Pottréttur


5 sneiðar svínahnakki (úrbeinaður)
2 stk. laukur, saxaður gróft
10 stk. sveppir, skornir í ostaskera
2 krukkur Uncel Ben's sweet og sour sósa
1 dós tómatpurré
tómatsósa
olía til steikingar
svartur malaður pipar.
Látið sósuna, tómatpurré og tómatsósu í pott. Lítill hiti.
Laukur og sveppir steiktir á pönnu. Látið fyrst laukinn, síðan sveppina
sykrið smá og kryddið með svörtum möluðum pipar, hellið síðan í pottinn.
Á meðan steking fer fram, skerið svínahnakkann í ræmur og steikið á pönnu
og kryddið með svörtum möluðum pipar. Þegar steikingu er lokið látið í pott
og látið krauma í 15-20 mín.
Mað þessu er gott að hafa soðin hrísgrjón og hvítlauskbrauð.

Hinn fullkomni kjúklingur!

2 kjúklingar (skorinn í tólf bita hvor)
1 bolli mjólk
3 bollar hveiti
3 msk. paprikuduft
2 tesk. salt
malaður pipar eftir smekk
4 bollar wesson olía
1 bolli sesonolía
Mjólkinni helt yfir bitana og látið standa í 15 mín.
Krydd og hveiti hrært saman.
Kjúklingnum þrýst ofan í það látið bíða í 20 mín.
Steiktur undir loki í 5 mín á hvorri hlið síðan sett í 180° heitann ofn.
Slökt á ofninum og kjúklingurinn tekinn út eftir 20 mín
.

Góð kalkúnafylling.

500 gr. nautahakk
2 msk. kartöflumjöl
1 egg
1 dl. mjólk
1 dl. vatn
1 tesk. salt
1/2 tesk. pipar
100 gr. beikon
1 dós litlir sveppir
1 tesk. sellerísalt
 
 

Súrsætur kjúklingur

800 gr kjúklingabitar/læri
1 dl. grillsósa- Barbecaue sósa
1/2 dl. sojasósa
1  dl. aprikósusulta
1 msk. púðursykur
Kjúklingabitarnir lagðir í eldfast fat.  Öllu hinu hrært saman og hellt
yfir kjúklingabitana og þeim velgt vel upp úr sósunni.
Steikt í 45 mín við 200°. Veltu bitunum öðru hvoru við á meðan á steikingu
stendur.
Borið fram með hrísgrjónum, maískornum og snittubrauði.

 
 

Mandarínusalad


1/4 bolli möndluspænir ristaðir á heitri pönnu í einni matskeið af sykri.
1/4 Iceberg kál
1/4 kínakál
2 sellerístilkar
1/2 púrrulaukur eða 3-4 grænir laukar
1 dós mandarínur.
 
Dressing
1/4 bolli græn Olivolía
1 msk. sykur eða hunang
2 msk. Balsamico edik eða hvítvín
1 msk. steinselja
salt, pipar og örlítið af rauðri piparsósu
 

Ýsudraumur (fyrir 4)

1 meðalstórt ýsuflak
1 paprika
1 laukur
4-5 beikonsneiðar
1 stk. gráðostur
1 sítróna
2 tómatar
Paprikan og laukurinn saxað gróft og látið í eldfast mót. 1/2 l af vatni
settur yfir til suðu og þykktur. Beikonsneiðarnar skornar niður og settar
út í pottinn og safinn af sítrónunni kreistur út í, kryddað með aromat
eftir smekk. Fiskflakið skorið í hæfilega bita og sett í eldfast mótið og
salti stráð yfir. Síðan er sósunni helt út í mótið. Tómatarnir skornir í
sneiðar sem eru settar yfir fiskinn. Osturinn rifinn og settur yfir.
Bakað í ofni við 250°.


 

Ýsuflök að indverskum hætti (fyrir 4)

800 gr. ýsa
2 dl. hveiti
1 dl. mjólk
1 tesk. karrí
1/2 tesk. tímian
1 egg
2 msk. kókosmjöl
salt
pipar
Hveitið, mjólkin, eggið, kryddið og kókosmjölið er hrært saman í þunnt
deig. Fiskurinn er skorinn í hæfilega bita og settur út í deigið og látinn
liggja í smástund. Síðan er hann stektur á pönnu.
Borið fram með karrísósu og hrísgrjónum.

 
 

Fiskréttur.

2 stk. Ýsuflök
1 bolli rækjur (má sleppa)
 Flökin krydduð með salt og hvítlauksdufti.  Þau eru síðan
snöggsteikt á pönnu, tekið af og sett í eldfast mót. Olía sett á pönnu
(ólívu), 1 epli brytjað niður, 1 græn paprika skorin í smátt og 1 laukur
brytjaður í smátt og allt sett á pönnuna. Þá er 1 dl. af rjóma hellt útá
pönnuna. Kryddað með 1 tesk. af karrý, 1 teks.papriku og 2 msk. af
kínverskri soyjasósu.  Að lokum er sett pínulítið af salti og pipar út í.
Þetta er allt látið krauma á pönnu þar til þetta er orðið meyrt. Þá
er því hellt yfir fiskinn í eldfasta mótinu og lok sett fyrir eða álpappír.
Mótið er sett í ofn í 10 mín.
Borið fram með hrísgrjónum og salati.
 
 

Sunnudags fiskur.


800 gr. saltfiskur útvatnaður
2 dl. soðin hrísgrjón
80 gr. matraolía
2 st. laukur sneiddur
4-5 st. tómatar
200 gr. hráarkartöflur
1 tesk. hvítlauksduft
1 tesk. salt
1/2 tesk. pipar
1 1/2 dl barbikjusósaeða tómatsósa
1 dl. rjómi
320 gr. rifinn ostur
Kartöflur laukur tómatar látið krauma í olíu og kryddað.
Hrísgrjón fiskur og grænmeti, tómatpúrra og rjóma hrært saman og helt yfir.
Ostur ofaná og þetta bakað í 15 mín í 170°.

 

Laxa pate (4-6)

200 gr. sýrður rjómi
200 gr. rjóma ostur
220 gr. reyktur lax
80 gr. rækjur
hvítur pipar og salt
1/2 sítróna
125 gr. smjör
6 dl. matarolía
Allt sett í blandara og geymt í ísskáp í 4-5 tíma.
Sósa
1/4 bolli blaðlaukur
1/2 bolli steinselja
1 egg
2 dl. olía
1 dl. hvítvín
1 msk. edik.

salt og pipar sett í blandara

Fiski sósa
1/4 l rjómi
2. hnetu°ostar
5  sveppir
1 paprikka
1 tesk. sítrónusafi
Matarolía til steikingar.
Salt og malaður svartur pipar.
Sveppirnir og paprikan skorið smátt og steikt í olíu. Rjómi, sítrónudr,
ostur og krydd sett saman við og soðið við vægan hita í 3-4 mín.
 

 

Fiskisúpa????
3 miðlungs gulrætur
2 laukar
1 púrrulaukur
Allt saxað í bita.
2-3 fornikill??????????????????
3 1/2 dl vatn
4 hvítlauskrif
3 tesk. tíman
4 lárviðarlauf
1 tesk. salt
ca 1/2 teks pipar
ca 1/2 l mjólk eða rjómi
Þoskur, ýsa, lúða, kræklingur, (bláskel) hörupskel
500 gr. rækjur
Þetta allt látið malla í 25 mín.
Soðið upp í 5 mín.
 

Frönsk súkkulaði terta

200 gr. smjör
200 gr. súkkulaði
1 dl. hveiti
4 egg
3 dl. sykur
100 gr fínt malaðar hersilhnetur
Bræðið saman smjör og súkkulaði í vatnsbaði og látið rjúka mestann hitann
úr því.
Þeytið saman egg og sykur og hellið því næst bræddu súkkulaði og smjörinu
aman við.Að lokum hrærið varlega saman við hveiti og hnetum. Setja í springform og
baka við 180° í 35 - 50 mín.
Kakan á að vera blaut.
Skreytt með flórsykri og ferskum ávöxtum t.d kíví eða jarðarberjum.
 
 

Kransakökubitar

500 gr. marsipan
300 gr. sykur
125 gr eggjahvítur
hrært saman og sett í spruatupoka
Skreyting
200 gr. möndluflögur
70 gr. súkkulaði
 Þekið skúffu með möndluflögum sprautið massanum í lengjurá. Sett í bita
og velt upp  úr flögunum. Bakað við 250° í 10 - 12 mín. Súkkuðaði sétt á
botnin á kökunum.

 

Næstu uppskriftir koma frá Sigriði Ásbjarnardóttur og þakka ég henni kærlega fyrir

Jarðarberjaísterta

                  Kökubotnarnir

4 eggjahvítur

120 g sykur

½ dl flórsykur

100 hakkaðar hnetur

  Ísfylling

½ kg jarðarber (frosin)

100-150 g sykur

5 eggjahvítur

50 g flórsykur

4 dl rjómi

  Skreyting

2-3 dl rjómi

jarðarber (fersk)

Stífþeytið eggjahvíturnar og setjið sykurinn saman við í smá skömmtum.  Þeytið flórsykrinum saman við marengsdeigið þegar það er orðið vel þykkt og stíft.  Hrærið hökkuðu hnetunum vel saman við.  Teiknið tvo hringi á bökurnarpappír eftir springformi (24-26 cm) og skiptið deiginu í tvennt á pappírinn.  Bakið botnana – helst einn í einu – við 125 gr hita í 35-40 mín.  Losið þá botnana frá pappírnum og kælið á rist.

Gerið næst fyllinguna.  Maukið jarðarberin í matvinnsluvél, blandið sykrinum saman við og hrærið þar til sykurinn er uppleystur.  Þeytið eggjarauður og flórsykur létt og ljóst.  Blandið eggjunum saman við jarðarberjamaukið og síðan þeyttum rjómanum.  Frystið í 1-1 ½ klst. eða þar til ísinn er léttfrosinn.  Setjið annan botninn í springformið og jafnið ísnum þar yfir.  Setjið hinn botninn yfir og þrýstið vel.  Geymið í frysti í minnst 3 klst

Þeytið þá rjómann og smyrjið yfir kökuna og á hliðarnar og frystið aftur.  Um 20 mín áður en kakan er borin fram er hún tekin úr frystinum og skreytt með ferskum jarðarberjum.

Fyrir 8-12 manns, þessa má vel geyma.

 

Þúsund eyja brauðterta

 

1 flaska þúsund eyja sósa

2 dósir sýrður rjómi

1 skinkubréf, smátt skorin

½ dós maískorn

púrrulaukur, eftir smekk

1 skorið brauðtertubrauð

Blandið þúsund eyja sósunni og sýrða rjómanum saman.  Takið u.þ.b. 2/3 bolla til að smyrja á brauðtertuna í lokin.  Blandið öllu nema brauðinu saman í skál.  Smyrjið salatinu á milli brauðlaganna og smyrjið brauðtertuna að lokum.  Skreytið að vild.

 

Nammikaka nuddarans

 

Marengs

4 eggjahvítur

200 sykur

100 g suðusúkkulaði

100 g döðlur

 

1-2 bananar

2 askja jarðarber

½ l rjómi

 

Þeytið eggjahvítur og sykur vel saman.  Saxið súkkulaðið og döðlurnar og blandið varlega saman við deigið.  Setjið í tvö form klædd bökunarpappír.  Bakið við 120 gr hita í 45-60 mín.  Þeytið rjómann.  Skerið banana og jarðarber í litla bita og blandið saman við helminginn af rjómanum og látið á milli botnanna.  Hinn helmingurinn af rjómanum er settur ofan á kökuna og hún er síðan skreytt með jarðarberjum og bræddu súkkulaði.

Saumaklúbbskaka

 

4 eggjahvítur

200 g sykur

1 tsk lyftiduft

4 dl kornflex

 

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, sykurinn og lyftiduft sett smám saman útí.  Kornflexið er grófmulið og því er síðan blandað varlega saman við.  Þekið tvö tertuform með bökunarpappír og hellið deiginu jafnt í formin.  Bakið við 125-150 gr hita í 50 mín.  Losið kökurnar úr forminu og kælið.

 

Á milli

2 ½ dl rjómi

súkkulaðirúsínur og hnetur eða epli, bananar, jarðarber

  Krem

2 eggjarauður

1 dl rjómi

100 g suðusúkkulaði/myntusúkkulaði

  Þeytið eggjarauðurnar mjög vel í hrærivél þar til blandan er ljós.  Bræðið súkkulaðið og rjómann saman í potti og blandið saman við eggjakemið.  Kælið vel.  Að lokum er kreminu hellt yfir kökuna og hún er skreytt að vild t.d. með jarðarberjum.  

Geggjað saumaklúbbssalat

1 dolla lítil majones

1 dolla sýrður rjómi

Ananaskurl (ekki safinn)

Blá vínber og græn vínber, skorin í tvennt

1 stk. rauð paprika

1 stk. græn paprika

¼ stk. blaðlaukur, smátt skorinn

1 stk. mexíkóostur

1 stk. hvítlauksostur

 

Majones og sýrður rjomi er hrært saman og ananaskurlinu bætt útí.  Allt hitt skorið í bita og síðan hrært saman við sósuna.

- borið fram með Ritzkexi.

 

 

 

 

PS. ef einhver lumar á góðum uppskriftum þá endilega sedið mér:)))