Þann 8. nóvember 2006 var öllum frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi sendur tölvupóstur með tveimur spurningum. Hljóðaði hún svona:
 
Kæri frambjóðandi

Ég hef tvær spurningar.

Munt þú beita þér fyrir því að hjólreiðabrautir komist í vegalög, svo hjólreiðar verði valkostur til samgangna, ekki síst í þéttbýli ?
Ef þú ert því fylgjandi. Hvers vegna heldur þú að þingsályktunartillaga þess efnis hafi verið svæfð síðastliðn þrjú ár og þrjár endurupptökur?
http://www.althingi.is/altext/133/s/0082.html



Kær kveðja
Kalman le Sage  

Svör raðast upp í þeirri röð sem þau bárust. Þeir fyrstu efst og síðustu neðst



Sæll,

1. Já ég er hlynnt því og muna hvað ég get til þess,
2. Ástæðan er sú að tillagan er frá stjórnarandstöðu og þau mál komast oftar en ekki áfram því miður.

bkv. Ásta Ragnheiður


Sæll

Takk fyrir spurningarnar. Ég styð efnisatriði fyrri spurningarinnar en varðandi seinni spurninguna þá tel ég að þingmálið hafi verði svæft vegna þess að það er borið upp af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Flest okkar mál fá þessi örlög eins vitlaust og það hljómar.

Bestu kveðjur,
Ágúst Ólafur


Já.

Hefðbundið er að svæfa ályktanir þingmanna í nefndum, sama um hvað þær eru.

Kveðja, Helgi Hjörvar.


Sæl. Ég mundi gjarnan styðja að hjólreiðabrautir komist í vegalög.

Kveðja, Valgerður Bjarnadóttir



Að sjálfsögðu styð ég það, og nú hefur líka verið lögð fram tillaga um hjólreiðabraut til þingvalla. það er nú svo vinnulagið hér í þinginu að öll mál frá stjórnarandstöðu fá fyrstu umræðu í þingi síðan fara þau til nefndar og þar sofna þau. Margt myndi breytast ef mál gætu 2lifað" tvö þing í röð og þá færi meora að þingmannamálum til umfjöllunar í 2 eða 3 umræðu og atkvæðagreiðslu. Með þessu móti vitum við aldrei hver hugur þingsins er til einstkra mál. þessu þarf að breyta en það er nú´á hra'a snigilsins skal ég segja þþér


hlýjar hjólreiðakveðjur
Guðrún Ögmunddóttir



Sæll Kalman

- ég er fylgjandi því af mörgum ástæðum; samgöngulegum, lýðheilsulegum og skipulagslegum. Veit ekki um svæfinguna því ég ekki verið á þingi til þessa.

bkv
Kristrún.

Lesið www.kristrun.is


Já. Hef  fylgst vel með því máli og talað fyrir því. Bendi þér líka á tillögu mína um hjólreiðabraut til Þingvalla (http://www.althingi.is/altext/133/s/0268.html). Ástæðan fyrir því að þesi tillaga nær ekki fram? Skammsýni, níska. -- Ég held samt að þetta sé að breytast -- enda allar ástæður til, umhverfislegar (mengunin, loftslagsváin ...), heilsufarslegar og peningalegar. Samanber grein Mortens Lange á heimasíðunni minni. :)

-- Þó ekki nema fyrir þetta mál (og hjólreiðarnar almennt) áttu að kjósa mig, Kalman.

// Mörður Árnason


Svör mín eru þessi.

Já, ég vil beita mér fyrir því að hjólreiðabrautir verði hluti af stofnbrautakerfi landsins rétt eins og akbrautir fyrir bíla. Þær eiga því tvímælalaust að vera í vegalögum. Það er gríðarlega mikilvægt að umferð akandi og hjólandi sé aðskilin og ég vil í því sambandi minna á þær aðgerðir í lagningu hjólreiða- og göngubrauta í Reykjavík þegar ég var borgarstjóri. Þingsályktunartillagan sem þú vísar til var flutt af stjórnarandstöðuþingmönnum og fulltrúi Samfylkingarinnar var Rannveig Guðmundsdóttir. Ástæða þess að hún hefur ekki náð fram að ganga er sú að stjórnarliðar hafa tamið sér þann ósið að afgreiða aldrei þingmannafrumvörp frá stjórnarandstæðingum. Á þingi eru nánast einvörðunug afgreidd mál frá ríkisstjórninni. Svona er nú komið fyrir þingræðinu og lýðræðinu. En við gefumst ekki upp heldur höldum ótrauð áfram og ég vil í því sambandi benda á tillögu Marðar Árnasonar o.fl. þingmanna Samfylkingarinnar um hjólreiðatengingu við Þingvelli.

Með bestu kveðju og þökk fyrir samstarf á liðnum árum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir



Ég bjó fjögur ár í Brussel þar sem hjólreiðarmenn nutu virðingar og réttinda. Þar voru hjólreiðabrautir meðfram öllum götum og enginn vogaði sér að ganga eftir þeim. Ég mundi feginn vilja taka upp sama kerfi í þessu hræðilega bifreiða og jeppa samfélagi sem Reykjavík er. Samgöngumáti þessarar borgar er fyrir neðan allar hellur.

Tökum þingsályktina upp á þingi. Minnir að Kolbrún Halldórs hafi byrjað þessa umræðu. Ég stend með því.

Kær kveðja,

Glúmur


Hef því miður verið fjarverandi og talvan í ólagi, þannig að svarið er síðbúið. Vil þó ekki skorast undan því, þótt seint sé. Ég hef sem forseti ÍSÍ stutt hjólreiðar með ráði og dáð alla tíð. Ég veit ekki hversvegna mál hafa dagað upp á alþingi, en hér er verk að vinna.

kveðja

Ellert