Lausleg þýðing af fréttavef www.dr.dk  "Radioavisen P4"  þriðjudaginn 31. okt 2006

Alvöru þingmenn á danska þinginu

Þar kemur helst fram að danskir þingmenn hvetja til að hjólreiðafólki verði gert hátt undir höfði og samgöngulega fordekraðir til að fá fólk út úr bílunum og á reiðhjól. Þeir ætla því að útvega fjármagn til að svo geti orðið.

Martin nokkur (Hvidegaard?) “traffikordfører i folketinget” verður tilbúin með tillögu í næstu viku sem miðar að því að koma upp fleiri hjólabrautum, meiri áróðri fyrir hjólreiðum. Að komið verði upp gagnabanka þar sem safnað verði saman upplýsingum á landsvísu um reynslu frá sveitafélögum sem bætt hafa aðgengi hjólreiðafólks (fra gode cyclekommuner) og sjá til þess að sem flestir fái ánægju af hjólreiðum.

Martin bendir á hvað hægt sé að spara á ýmsum sviðum. Hann telur upp útgjöld til umferðarmála, útgjöld til heilbrigðismála, miljö og velfærd.

Fram kemur að Odense telur sig vera Danmarks nationale cycleby. Þar er borin virðing fyrir hjólreiðafólki. Þar sem hjólastæði eru yfirbyggð, réttur hjólreiðamanna við gatnamót, græn bylgja fyrir hjólaumferð á gatnamótum og keppni þar sem hver hjólatúr eykur líkur á viðkomandi fái vinning. Þessar aðgerðir hafa þýtt aukningu um 25þúsund hjólatúra um borgina á hverjum degi, þar sem um helmingur þeirra ferða kemur í staðinn fyrir ökuferðir.

Marten vill fá alla landsmenn til að taka þátt í þessu átaki Odense-manna. Valger Cristofersson í Folkeparti er fylgjandi hugmyndinni. Hann segir það sé mjög áríðandi fyrir almenna heilsu, hjarta og kransæðasjúkdóma og sykursýki sem hrjái marga.

Hægt er að staðfesta í Odense að útgjöld vegna læknaheimsókna og sjúkradagpeninga hafa lækkað um 33 milljónir danskra króna á seinustu 4 árum.

Viðtal er við formanninn í DCF (Dansk Cycleforbund) sem er óhress með fjárlög þessa árs segir að hjólastíg vanti á milli Árósa og Silkiborgar en öllum peningum hefur verið varið í járnbrautir og akvegi.

Þingmaðurinn lofar að framlög til hjólreiða verða aukin á næsta ári og viðurkennir að sérstök áhersla hafi verið lögð á járnbrautir á þessu ári en nú sé það frá og hjólreiðar komi á fjárlögum 2007.