Eftirfarandi umsögn fengu Nefndasvið AlþingisHjálmar Árnason 10 þm. RN, F, HjÁ þflvform. og  Vilhjálmur Egilsson 1 þm. NV, S, VE Sendu lika umsögn með því að smella hér

 

Reykjavík, 13. mars 2002

 Umsögn um frumvarp til umferðarlaga.                                   

Kæru þingmenn

Það er ekki laust við að mér finnist þið hafið eyðilagt fyrir mér þá tiltrú sem ég þó hafði á ykkur sem þingmönnum. Þið virðist vera alveg komnir úr tengslum við umhverfið og raunveruleikann þegar þið ætlið að knýja fram frumvarp til laga um að leyfa hægri beygju mót rauðu ljósi.

Sem óvarinn vegfarandi lit á þetta sem morðtilraun við mig. Mér sýnist þurfa að upplýsa ykkur um ástand umferðamála sem er vægast sagt ömurlegt á Íslandi hvort sem þið trúið því eða ekki. Hvers vegna haldið þið að foreldrar keyri börn sín í og úr skóla? Haldið þið að það sé vegna góðsemi foreldranna? NEI, það er vegna þess að umferðin í Reykjavík er svo tillitslaus og harkaleg í garð óvarina vegfarenda að ekkert hugsandi foreldri vill vita af börnum sínum á vappi milli bílanna.

Hjálmar.  Þú sagðir ósatt á Stöð 2 þann 12. mars s.l. að reynsla Bandaríkjanna væri jákvæð. Hún er svo slæm að Nýsjálendingar ákváðu að taka þetta ekki upp hjá sér.

Ef þú heldur að þetta flýti fyrir akandi umferð þá get ég sagt þér það að þessi hægri beygja mót rauðu ljósi tefur fyrir allri annarri umferð t.d. gangandi og hjólandi. Sú umferð á ekki að lúta í lægra haldi fyrir akandi umferð meira en komið er.

Ég hvet ykkur til að skoða eftirfarandi krækjur og lesa þær til enda svo þetta hörmulega frumvarp verði aldrei að veruleika. Ég vil fá að ræða þetta mál við ykkur augliti til auglitis ef þið ætlið ekki að skipta um skoðun því í mínum huga er ég að berjast fyrir lífi mínu og örugglega annarra.

http://www.ltsa.govt.nz/legislation/road_user/rur_left_turn.html

http://www.ltsa.govt.nz/legislation/road_user/rur_left_turn.pdf

http://www.walkinginfo.org/de/curb1.cfm?codename=41f&CM_maingroup=SignalsandSigns

Það þarf mun frekar að afleggja þær hægri beygjur sem nú þegar eru leyfðar í skipulagi svo bæta megi umferðarmenninguna á Íslandi í samræmi við það sem er að gerast í nágrannalöndum. Ég hef hjólað víða um lönd og sjaldan verið í nokkurri hættu.  Hér á landi þakka ég forlögunum hvern dag að halda lífi og limum. Ég vona að þið sýnið þá dómgreind að draga þetta mál til baka svo þið sólundið ekki tíma alþingis í þvílíka fásinnu. Þið verðið menn að meiri ef þið þorið að viðurkenna að ykkur hafi orðið á þau mistök að taka ákvörðun að óathuguðu máli.

Kveðja

Magnús Bergsson 

Tunguvegi 13

Til baka á fréttayfirlit

Vefsíða Náttúru