Krefjumst bættra samgangna.

Því miður virðist sem aðeins þröngsýnir fúskarar hafi unnið að nýútkominni Samgönguáætlun 2003-2014.  Þarna er nær því ekkert minns á hjólreiðar nema á einum stað og þá í sviga á bls.60. Þar er þá lika gefið í skyn að hjólreiðar séu óraunhæfar vegna veðurs og fjarlægðar milli staða.

Því er það spurning hvernig þeir hafa komist að þessari niðurstöðu?  Það er næsta víst að þessir embættismenn hafa aldrei hjólað og hafa ekki hundsvit á hjólreiðum eða vistvænum samgöngum almennt. Við stöndum greinilega í verri stöðu en í september 1980 þegar lögð var fram hugmynd í borgarráði um lagningu hjólreiðabrauta á höfuðborgarsvæðinu.

Nú er virkilega tími til komin að við látum í okkur heyra og það með látum.

Það mætti t.d. setjast að á göngum samgönguráðuneytisins og neita því að fara þaðan út fyrr en samgönguráðherra hefur lofað einhverjum úrbótum. Hér er ekki aðeins um samgöngumál að ræða heldur lika umhverfis- heilbrigðis- og öryggismál. Fyrir þá sem hafa áhuga á einhverju róttæku meiga hafa samband við mig (Magnús) með tölvupósti svo hægt verði að funda um aðgerðir.  Það er tími til komin að safna liði.

Fyrir þá sem hafa ekki áhuga á því að láta blóðið renna um æðar þá vill ég minna á að á dögunum hófu Náttúruverndarsamtök íslands sniðuga baráttuaðferð. Það var að senda póstkort á einstaka pólutíkusa til að mótmæla hriðjuverkum með Kárahnjúkavirkjun.
Ættum við ekki að taka upp þessa baráttuaðferð og senda þessum embættisfúskurum póstkort?

Á póstkortinu mætti standa:

Kæri(a).....

 Ég krefst vistvænni og öruggari samgangna fyrir framtíðana. Því þarf að setja hjólreiðabrautir í vegalög svo að allar tegundir vistvæna samgangna verði raunhæfur valkostur. Samræma þarf umferðalög svo að allar tegundir samgangna njóti sannmælis.

Kveðja ........


Sendið endilega tölvupóst á þá sem eru í samgöngunefnd, umhvefisnefnd og heilbrigðisnefnd. Notið textan sem er hér fyrir ofan eða ykkar eigin. Sendið tölvupóst á allar nefndiralla þingmennráðuneytin eða einstakar persónur.  Hafið í subject: Hjólreiðabrautir í vegalög.  Sendið  CC. á fréttastofur fjölmiðla

Mberg

Til baka á fréttayfirlit

Náttúra