Úrdráttur úr matsskýrslum Reykanesbrautar

2.6 GÖNGUSTÍGAR, GÖNGUBRÝR OG UNDIRGÖNG

Hér verður einungis fjallað um nýja göngustíga og þveranir í tengslum við framkvæmdina, enda verður göngustígum gerð nánari skil í kafla 4.2.5 hér að aftan. Jafnframt eru allir göngustígar sýndir á myndum 1 - 4 í viðauka A. Þar er gerður
greinarmunur á því hvort um er að ræða stíga sem eru til staðar eða hvort um
nýlagningu er að ræða.
Fyrirhugað er að göngustígur verði lagður meðfram Reykjanesbraut að vestanverðu frá Fífuhvammsvegi að Arnarnesvegi. Skammt norðan Bæjarlindar/Hagasmára mun verða göngubrú yfir Reykjanesbraut og er henni ætlað að bæta aðgengi gangandi
vegfarenda að verslunarhverfunum vestan Reykjanesbrautar. Að ósk Kópavogsbæjar hefur gerð þverunarinnar verið frestað um a.m.k. 10 ár og staðsetning hennar er sömuleiðis ekki ákveðin.
Þverun yfir Reykjanesbraut verður við Arnarnesveg til beggja handa á brúnni. Þá verður Arnarnesvegur einnig þveraður í undirgöngum vestan brúar. Einnig verður lagður nýr göngustígur til norðurs frá undirgöngum neðan Hnoðraholts, meðfram holtinu. Stígurinn mun að hluta liggja bak við hljóðmanir sem fyrirhugað er að komi á þessu svæði.
Þverun við Vífilsstaðaveg verður samskonar og við Arnarnesveg, þ.e. göngustígur til beggja handa á brúnni og undirgöng undir Vífilsstaðaveg vestan brúar. Frá undirgöngunum heldur stígurinn áfram til suðurs, suður fyrir Hraunsholtslæk þar sem
hann þverar Reykjanesbraut í undirgöngum. Færsla núverandi þverunar suður fyrir læk kemur til vegna rampa frá Vífilsstaðavegi. Austan Reykjanesbrautar heldur stígurinn áfram gegnum hraunið að vegtengingu við Urriðaholt.
Fyrirhugað er að stígurinn þveri Reykjanesbraut í undirgöngum skammt norðan vegamóta við Urriðaholt/Molduhraun og jafnframt verðir önnur þverun undir brúnni, samhliða fyrirhugaðri Urriðaholtsbraut.. Þá verður Urriðaholtsbraut þveruð í
undirgöngum við fyrirhugaðan hátæknigarð í Urriðaholti. Stígurinn mun svo liggja áfram til suðurs inn í Hafnarfjörð.

4.2.6 Göngustígar
Stígum er gjarnan skipt í fernt á skipulagsuppdráttum: Fjarstíga, aðalstíga, útivistarstíga og reiðstíga.
Fjarstígar tengja saman sveitarfélögin og tengjast aðalstígum sem mynda samfellt stígakerfi innan sveitarfélaganna. Útivistarstígar liggja um ýmis viðkvæm svæði og er þeim ætlað að stuðla að náttúruvernd með því að beina umferð eftir fyrirfram
ákveðnum leiðum. Reiðstígar tengja saman svæði hestamanna við önnur hesthúsasvæði á höfuðborgarsvæðinu.
Fjarstígar haffa hingað til ekki verið samræmdir á milli sveitarfélaga. Samræmd kerfi fjarstíga ásamt endurbættu kerfi aðalstíga er að líta dagsins ljós með nýjum aðalskipulagstillögum og breytingum á núverandi skipulagi.
Lýsing stíga hér á eftir byggir eingöngu á núverandi ástandi í Kópavogi og Garðabæ.
Myndir 1 - 4 í viðauka A sýna hins vegar bæði núverandi og fyrirhugað net
göngustíga í tengslum við fyrirhugaða framkvæmd.
4.2.6.1 Kópavogur
Enginn göngustígur er meðfram Reykjanesbraut milli Arnarnesvegar og Fífuhvammsvegar í Kópavogi. Malarstígur er hins vegar frá Bæjarlind að Arnarnesvegi. Engar þveranir eru á Reykjanesbraut milli Fífuhvammsvegar og
Arnarnesvegar en ætlast er til að gangandi vegfarendur noti gönguþveranir við Fífuhvammsveg.
4.2.6.2 Garðabær
Göngustígur liggur meðfram Reykjanesbraut að vestan frá Arnarnesvegi að Vífilsstaðavegi. Þverun er í undirgöngum vestan Hnoðraholts og sömuleiðis meðfram Hnoðraholtsbraut. Stígurinn liggur áfram suður að Vífilsstaðalæk, en þar þverar hann Reykjanesbraut í undirgöngum og liggur stígurinn áfram til austurs meðfram læknum. Sunnan lækjar er enginn göngustígur meðfram Reykjanesbraut.
 

Umsögn matskýrslu um framkvæmdir í gegn um Hafnarförð

1.3.9 Göngu- og hjólaleiðir
Göngu- og hjólaleiðir á kaflanum frá Álftanesvegi að Ásbraut munu allar þvera Reykjanesbraut á brú eða um undirgöng. Farið verður um mislæg gatnamót við Lækjargötu og Kaldárselsveg, þar sem leitast verður við að leiða gangandi umferð um fáfarnar akbrautir. Farið er um göngubrú eða vegstokk við Kaplakrika, Sólvang, Hvammabraut og Álftaás og um undirgöng við Hamarskotslæk. Fjarlægð milli gönguþverana verður að jafnaði um 500 m en þó um helmingi styttri í kringum Lækjargötu. Reynt verður að aðgreina gangandi umferð og bílaumferð eins og hægt er og hvergi er gert ráð fyrir gangandi umferð meðfram Reykjanesbrautinni á svæðinu. Gert er ráð fyrir að göngu- og hjólaleiðir verði sameiginlegar.
 

Aftur á fréttayfirlit

Vefsíða Náttúru