Víkverji skrifar.......... Moggin 28.03.2001
Það kom Víkverja á óvart að heyra að ekki virðist gert ráð fyrir hjólreiðamönnum á breikkaðri Reykjanesbraut. Ekki nema að þeim verði búin
sérstök braut og það er kannski rétt frá öryggissjónarmiði. Það ætti hins vegar varla að vera mikið mál að gera ráð fyrir
hjólreiðamönnum á Breautinni þar sem nú eru þar nýjar og betri vegaxlir þar sem menn hjóla um í dag án þess að nokkar atuhugasemdir séu gerðar.
Og lítið hefur heyrst um að þeir hafi orðið fyrir bílum. Geta hjólreiðamenn þá
ekki haldið áfram að hjóla þar eftir að brautin verður breikkuð? Verður hraðinn aukinn svo mikið að þeim standi of mikil ógn af bílaumferðinni?
Eru hjólreiðamenn ekki jafnvel eða illa settir ef ekið er á þá hvort sem bíll er á 90 eða 110 km hraða?
Víkverja finnst í það minnsta ljóst að varla er hægt að banna fólki að
hjóla á þjóðvegum. Það er að vísu bannað um Hvalfjarðargöng en hvers eiga
hjólreiðamenn að gjalda? Mega þeir bráðum hvergi vera?
Víkverji