Tvöföldun Reykjanesbrautar:Verða hjólreiðamenn útilokaðir?
Stjórn landssamtaka hjólreiðamanna hefur miklar áhyggur af því að umferð hjólreiðamanna verði
bönnuð með tvöföldun Reykjanesbrautar en að sögn umdæmisstjóra Vegagerðarinnar er ekki búið
að ákveða það endanlega. Straumur erlendra ferðamanna hefur aukist mikið á undanförnum árum
og í þeirra hópi eru margir sem kjósa að ferðast um landið á hjóli. Jóhanni D. Jónssyni,
ferðamálafulltrúa Reykjanesbæjar finnst fráleitt að banna hugmynd við Brautina.
Fáum bara bannskilti
Haraldur Tryggvason á sæti í stjórn landssamtakanna en það kom fram á fundi hjá þeim sl.
mánudag að þessi mál hefðu verið tekin fyrir hjá tækninefnd Umferðarráðs fyrir skömmu.
„Það hefur ekkert verið gert fyrir hjólreiðamenn nema setja upp bannskilti. Þetta endar með því að
það verði bannað að hjóla á Íslandi, það eru skilaboðin sem við fáum“, segir Haraldur.
Ætlið þið að grípa til einhverra aðgerða ef af þessu banni verður? „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hingað til er að sitja á kynningarfundum um framkvæmdir hjá
sveitarstjórnum og fleiri aðilum. Við fáum alls staðar þau skilaboð að við eigum að vera raunsæ,
sem þýðir að við eigum að vera raunsæ í þeirra þágu. Við viljum að eitthvað verði gert fyrir okkur
svo að við getum komist óhindrað í umferðinni.“ Hann bendir á að mikið sé horft í peninga þegar rætt er um hjólandi ferðamenn sem að honum
finnst ekki rétt viðhorf. „Oft kemur þetta fólk seinna og eyðir þá miklum peningum því þetta er oft
námsfólk sem er ekki með mikla peninga og kemur hingað til að skoða náttúruna. Ég vil einnig
benda á að reiðhjólið er umhverfisvænasta faratæki einstaklingsins.“
Keflavíkurvegurinn kemur til greina
Jónas Snæbjörnsson, umdæmisverkræðingur Vegargerðarinnar á Reykjanesi segir að í áætlunum
þeirra um tvöföldun Reykjanesbrautar sé ekki gert ráð fyrir umferð hjólreiðamanna á
vegkantinum. „Ekki hefur samt verið tekin formleg ákvörðun um að hjólreiðar verði bannaðar.
Þessi umræða hefur lítillega komið upp í samtölum við fulltrúa sveitarfélaganna í Reykjanesbæ og
Vatnsleysustrandarhreppi. Lausnin hlýtur að vera sú að laga gamla Keflavíkurveginn frá Njarðvík
að Vogum og síðan tæki Vatnsleysustrandarvegurinn við að Kúagerði. Frá Kúagerði til
Hafnarfjarðar eru ekki alveg eins góðir möguleikar til staðar, en kaflar af gamla Keflavíkurveginum
koma til greina.“
Fráleitt að banna hjólreiðar
Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Reykjanesbæjar hafði ekki heyrt fréttirnar þegar blaðamaður
VF sló á þráðinn til hans. „Mér finnst alveg fráleitt ef banna á umferð hjólreiðamanna um Brautina.
Það þarf auðvitað að mæta þörfum umferðar hjólreiðamanna eins og annarrar umferðar. Oft hefur
verið talað um að vísa umferð hjólreiðamanna um Vatnsleysustrandarveg en hann nær aðeins hluta leiðarinnar. Á s.l. árum hefur oft verið skorað á VR að mæta þessari umferð
með sértækum aðgerðum en ekkert gerst. Hjólreiðafólk heldur áfram að koma til landsins og
ferðast þessa leiðog við þurfum að auðvelda þeim að skoða okkar land í öryggri umferð. Ekki
hefur frétts af slysum á hjólreiðamönnum á Brautinni - menn fara varlega og
það er það sem gildir í allri umferð. Ég skil ekki af hverju af hverju þeir vilji banna umferð hjólreiðamanna á Brautinni sjálfri. Ég get ekki
séð neitt að því að hjólreiðamenn ferðist samhliða annarri umferð, eins og verið hefur. Auðvitað
verða bílstjórar að taka sérstakt tillit til hjólandi vegfarenda og öfugt, en með tilkomu
tvöföldunarinnar þá verður auðveldara með framúr akstur og því aukið öryggi“, segir Johan og
bætir við að vissulega sé kominn tími til að bæta aðstöðu á vegum fyrir hjólreiðamenn eins og aðra.
Hann telur tvöföldun Reykjanesbrautar af hinu góða, fyrir hjólreiðamenn sem og aðra vegfarendur
og sér ekki að tvöföld ætti hún að hamla för eins eða neins. „Ég tel að með tvöföldun Reykjanesbrautar ætti öryggi hjólreiðamanna að aukast frá því sem nú er.
Það hefur ekkert að segja í þessu sambandi, að mínu mati, hvort hámarkshraði á Brautinni sé 90
eða 110 km/klst“, segir Johan D.