Morgunblaðið 18. febrúar 2004 Stígagerð við Stekkjarbakka Það var í byrjun apríl 2003 að göngustígnum meðfram Reykjanesbraut við Stekkjarbakka var skyndilega mokað burtu. Gera átti mislæg gatnamót fyrir bíla.
Gangandi og
hjólandi vegfarendur sem áður fóru þessa leið áttu hins vegar að hætta
því, sem eflaust margir gerðu, enda akvegir greiðfærir. Aðrir lögðu sig í
hættu með því að ganga eða hjóla á Reykjanesbrautinni. Engin skilti sýndu
að um aðra leið væri að velja eða hvenær stígurinn yrði aftur fær. Að
vanda við svona framkvæmdir þá var hins
Eftir 18. október kom í ljós að ekki yrði staðið við áætlun enda nauðsynlegt að undirlag stíga fengi að síga að sögn eftirlitsaðila framkvæmdanna. Stígarnir yrðu hins vegar tilbúnir með malarlagi um miðjan nóvember. Landssamtök hjólreiðamanna sýndu þessu skilning. En nú eru bæði nóvember og desember liðnir. Hjá borginni eru menn hættir að svara umkvörtunum Landssamtaka hjólreiðamanna sem því miður er ekkert nýtt. Aðeins er búið að gera undirgöng undir Stekkjarbakkan og reisa brúna yfir Reykjanesbraut. Stígarnir, sem skipta öllu máli eru í besta falli torfærar forarvilpur. Að sögn verktakans sem dvelur á svæðinu þá verður ekki lokið við stígana fyrr en í júlí 2004. Á þessu svæði hefur legið mikilvægasta leið gangandi og hjólandi milli Breiðholts og Reykjavíkur. Samt sem áður virðist það ekki hrjá Gatnamálastofu Reykjavíkurborgar þótt þessir vegfarendur séu svo gott sem vegasambandsslausir í nærri heilt ár. Það er í raun makalaust þar sem nokkuð vel var staðið að framkvæmdunum gagnvart ökumönnum en þeir urðu varla varir við umferðatafir á meðan framkvæmdum stóð. Það sem af er þessum vetri þá hefur Reykjavíkurborg staðið sig með prýði við snjóruðning á göngustígum borgarinnar en hún hefur ekki rutt hjáleiðina sem koma átti í stað stígsins meðfram Reykjanesbrautinni. Fjöldi hjólreiðamanna og gangandi fólks þarf daglega að leggja lykkju á leið sína vegna þessa klúðurs eða fara út á akbrautina sem heldur hefur versnað til hjólreiða eftir þessa framkvæmd. Það bætir ekki úr skák að rétt fyrir upphaf framkvæmdanna hætti Kópavogsbær við að leggja stíg vestan Reykjanesbrautar með tilheyrandi undirgöngum undir Smiðjuveg. Sá stígur hefði bætt mikið aðgengi að og frá iðnaðarhverfi austast í Kópavoginum. Stefna Kópavogsbæjar í þessu máli er kapítuli út af fyrir sig og lýsandi dæmi um klúðursleg vinnubrögð bæjarfélags sem segist vinna eftir Staðardagskrá 21. Það eitt er efni í nokkuð háðuglega blaðagrein. Hjólreiða- og göngufólk hefur ekki þolinmæði til að bíða fram á sumar eftir úrbótum. Þessu ófremdarástandi verður að linna. Klára verður stíginn tafarlaust samkvæmt því sem útboðsgögn gerðu ráð fyrir. Vegfarendur munu hafa á því skilning að skynsamlegt sé að bíða með malbikun fram á vor. En stígarnir verða að vera bæði þurrir, sléttir og færir. Ef Reykjavíkurborg segist hafa það á stefnuskrá sinni að auka skuli vistvænar samgöngur þá eru þessi vinnubrögð ekki leiðin til þess. Nú er borgin að eyða bæði tíma og fé í að skoða lestarsamgöngur til að leysa samgönguvandann. En á meðan hún hefur ekki getu, þekkingu eða vilja til að halda nauðsynlegustu stofnstígum borgarinnar opnum og greiðfærum þá er öruggt að hún ræður ekki við lestarsamgöngur.
Magnús Bergsson Er í stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna |