Nú þegar samgönguvika 2007 er liðin þá stendur áhugasömu fólki til boða að fá fyrirlestra Juliane Neuss og John Frankin á geisladiski. Margt annað bitastætt verður á þessum diski s.s. myndbönd og annað sem tengist baráttumálum Landssamtakana hjólreiðamanna. Verð disksins er aðeins 500 kr. Verður þetta gjald notað til að standa undir ýmsum kostnaði vegna samgönguviku. Vinsamlegast sendið póst á lhm@islandia.is og látið vita af áhuga ykkar á disknum. Við sendum diskinn um leið og hann verður tilbúinn.

Þeir sem vilja kaupa bókina Cyclecraft eftir John Franklin geta pantað hana. Það má lika panta hana á Amazon.co.uk

 

Samgönguvika 16. til 22. september 2007

Dagskrárliðir sem snúa að hjólreiðum

 

Þriðjudagur 18. september Kl. 20.00

„Bicycle ergonomics for all people – Vistfræði hjólreiða, Reiðhjól má laga að öllum“
Sérfræðingurinn Juliane Neuss fjallar um hönnun reiðhjóla í sal Ólympíu og
íþróttasambands Íslands, Engjavegi 6. 3. hæð, Sal E. Fyrirlesturinn er á ensku.

 

Fimmtudaginn 20.september kl. 20:00

"Cyclecraft, bresku hjólreiðanámskeiðin"
John Franklin, höfundur Cyclecraft, mun halda kynningu í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2 og segja okkur hvernig hjóla megi af öryggi.
Búast má við mjög athyglisverðum fyrirlestri og tíma til fyrirspurna.
John mun segja frá því hvernig breskir hjólreiðamenn tóku sjálfir á umferðaröryggisþjálfun sinna manna.
Nokkur af ráðum Johns munu eflaust vekja spurningar og umræður.
Þeir hjólreiðamenn sem sótt hafa bresku námskeiðin verða flestir mun öruggari með sig í umferðinni. Það gera hjólreiðarnar mun öruggari, ánægjulegri sem og áreynsluminni.
Landssamtök hjólreiðamanna er aðili að European Cyclists' Federation, ECF.
Hjá ECF er talið að þjálfun hjólreiðamanna í og fyrir umferð sé eitt öflugasti tækið til að bæta öryggi hjólreiðamanna sem og sjálfstraust þeirra við að glíma við mikla umferð. Fyrirlesturinn er á ensku.

 

Föstudagur 21. september Kl. 15.30

„Paradoxes in cycling safety – Mótsagnir í öryggi hjólreiðafólks“
Fyrirlestur á Reykjavíkurtorgi, Borgarbókasafni í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. John Franklin fjallar um öryggi hjólreiðamanna. Fyrirlesturinn er á ensku.
Pokasjóður styrkti Landssamtök hjólreiðamanna og gerðu þeim kleift að bjóða John Franklin til Íslands.

 

Laugardagur 22. september

Tjarnarsprettur, hóphjólreiðar og þrautabraut
Hjólalestir leggja af stað til Nauthólsvíkur:
Kl. 12.00 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
kl. 12.45 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
kl. 13.20 frá Gerðasafni í Kópavogi
Kl. 13.00 frá Árbæjarsafni
kl. 13.00 frá Vesturbæjarlaug
Kl. 13.45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur

Kl. 14.30 Tjarnarspretturinn ræstur við Vonarstræti
Farnir verða 15 hringir kringum Tjörnina

Kl. 15.15 Gísli Marteinn Baldursson afhendir verðlaun í Tjarnarsprettinum í Ráðhúsi Reykjavíkur

Kl. 14–17 Þrautabraut fyrir unga hjólreiðamenn á öllum aldri á Austurvelli
Málþing og myndir um hjólreiðar í Ráðhúsi Reykjavíkur

Kl. 15.30 „Stigið á sveif með sögunni“
Óskar Dýrmundur Ólafsson fjallar um sögu hjólreiða á Íslandi.

Kl. 16.00 „Hjólað af öryggi á götum borgarinnar“
Fyrirlestur Johns Franklin, bresks sérfræðings í öryggi hjólreiðamanna.
Franklin, sem talar á ensku, mun einnig leiðbeina hjólreiðafólki í lokin.

Hjólasýning
Sýnd verða fjölbreytt hjól; keppnishjól, liggihjól, samanbrjótanleg hjól,
fjölskylduhjól, gamalt íslenskt sendlahjól, o.fl.
Ljósmyndir á flatskjá af hjólreiðafólki frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

 

Tenglar:

Samgönguvikan: http://www.mobilityweek.eu/

Dagskrá samgönguviku í Reykjavík. http://www.rvk.is/samgonguvika

Juliane Neuss: http://www.google.co.uk/search?hl=en&q=Juliane+Neu%C3%9F&meta=

John Franklin: http://www.google.co.uk/search?hl=en&q=john+Franklin&meta=

Critical Mass info: http://critical-mass.info/

Carbusters: http://www.carbusters.org

Carfree day: (video)

 


 

Oft veltir litil þúfa þungu hlassi.

Hjólreiðamaðurinn og gæðaborgarinn Elvar Örn Reynisson sendi á valin netföng tölvupóst vegna glerbrota á gangstéttum. Niðurstaðan varð fjölmiðlaumfjöllun sem og borgin sópaði  nokkra stíga borgarinnar. Bréfið hljóðaði svo:

 

Reykjavík 19. september

Nú er samgönguvika og auglýsingar í sjónvarpi hvetja landsmenn til að hjóla til vinnu og annara ferða.

Sjálfur hjóla ég flesta daga ársins til vinnu og hef bara gaman af því.

Þó hef ég lent í því í tvígang í þessari viku að sprengja dekk og í bæði skiptin leyndust glerbrot í dekkinu. Í fyrra skiptið var um lítið glerbrot að ræða og bætti ég dekkið innanfrá, sem og setti nýja slöngu í. Hringdi svo í enn eitt skiptið í Reykjavíkurborg til að benda á og kvarta yfir ílla eða alls ekki sópuðum stígum. Tekið var á móti kvörtun minni. Ég notaði tækifærið og benti á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ég hringi og kvarta auk þess sem félagi minn sem hjólar svipaða leið og ég hafði einnig nokkuð oft hringt með ábendingar og kvartanir en þeim ekki sinnt. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í daga eða vikur og hefur það oftar en ekki gerst að við tökum lítin kúst meðferðis og sópum þetta sjálfir.

Nú er svo komið að glerbrot leynast á 8 stöðum frá Víkurhverfi í Grafarvogi að Nauthólsvík sem er sú leið sem við hjólum til vinnu.

Í dag, á þriðja degi í samgönguviku sprengdi ég svo aftur og var það nokkuð pirrandi. Ábendingum okkar hjólreiðamanna er ekki sinnt og þurfum við því bara að taka með okkur aukaslöngur, pumpur og verkfæri til að gera við á staðnum.

Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er "samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi. Því miður er þessu ekki sinnt og óviðunandi í samgönguviku.

Á laugardaginn verður svo hjólalest frá flestum hverfum í Reykjavík sem sameinast og allur hópurinn hjólar svo saman síðasta spölinn niður að tjörn. Má búast við að einhverjir sprengi á leiðinni miðað við óbreytt ástand.

Mér þætti vænt um að þið fjallið um þetta því ekkert gerist þó maður kvarti eða bendi á vandann í þjónustu síma Reykjavíkurborgar 4111111.


Kveðja
Elvar Örn Reynisson