Fyrirspurn til
frambjóðenda prófkjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík 27.-28. október 2006
Sæll Vernhad
Hvað meinar þú með þessum orðum:
"Setja þarf meiri kraft í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Betri
samgöngur skila árangri í fækkun alvarlegra slysa í umferðinni og draga
úr mengun".
Ertu að meina að byggja þurfi upp breiðari akvegi og fleyri mislæg
gatnamót eins og margir flokksbræður þínir telja, eða eru að hugsa um
eitthvað annað? Mér er nú hugsað til höfuðborgarsvæðisins.
Kveðja
Magnús Bergsson
Sæll
Magnús.
Þakka þér fyrirspurnina.
Ég legg höfuðáherslu á tvöföldun vega með undirlagi sem þolir þá umferð
sem um þá fer. Í forgang á að vera bygging slíkra vega til Selfoss og
vestur á bóginn til Borgarness.
Það er því miður staðreynd að of stór hluti alvarlegra umferðarslysa má
rekja til umferðarmannvirkjanna sjálfra. Vegir með 90 km. hámarkshraða
þar sem bílar mætast með allt niður í nokkurra tugi cm bili er rússnesk
rúlletta.
Ég er talsmaður góðra samgangna innan Reykjavíkur sem utan og það þýðir
að við verðum að koma okkur saman um ákveðnar stofnleiðir sem bera þá
umferð sem um Borgina fer á hverjum degi.
Sem dæmi vil ég nefna að mjög algengt er í borgum Evrópu að nokkurs
konar hringleið er umhverfis borgirnar og þú ferð síða inn á það svæði
sem hentar þér í það skiptið.
Þó þurfum við í þessum málum eins og mörgum öðrum að taka með í
reikninginn hversu fá við erum´sem byggjum þetta góða land.
Öryggismálin eru mér mjög hugleikin í þessu sambandi. Komi upp einhver
almannavá þar sem þyrfti að rýma stóra hluta borgarinnar verður að
segjast eins og er að mikið öngþveiti yrði og í langan tíma kæmist
enginn lönd né strönd sem gæti haft alvarlegar afleiðingar.
Á hverjum degi lendum við sem sinnum bráðaþjónustu eins og slökkvilið og
sjúkraflutningar þar sem sekúndur skipta máli, í töfum vegna þungrar
umferðar.
Ég er sömuleiðis ansi hræddur við það ástand sem mun skapast þegar við
Reykvíkingar fáum aftur alvöru snjóavetur.
Þess vegna tel ég ákaflega brýnt að setja meiri kraft í uppbyggingu
umferðarmannvirkja.
Með kveðju, Vernharð
|