Þann 24. nóvember 2006 sendi Elvar Örn Reynisson spurningar á tvo frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi. Voru það Steinn Kárason og Vilborg G Hansen

Sæll Steinn

Mig langar að forvitnast um skoðun þína á hjólreiðum sem samgöngumáta og hvaða hugmyndir þú hefur til að betrumbæta aðstöðu hjólreiðafólks á
höfuðborgarsvæðinu og samvinnu á milli sveitarfélaga.
Í dag flokkast þetta undir sveitarstjórnarmál en á Alþingi hefur þessi þinsáliktunartillaga http://www.althingi.is/altext/133/s/0082.html verið flutt fyrir þingið í þriðja sinn. Ef hún fær fram að ganga munu hjólreiðabrautir verða á herðum Ríkisins
að hluta líkt og vegir í þéttbýli. Mig langaði að vita hvort Þingsáliktunartillagan fengi þitt atkvæði.


Með baráttu kveðju
Elvar Örn Reynisson
Formaður Hjólreiðafélagsins Hjólamenn
www.hjolamenn.is

--------------------------------------

Sæll og blessaður.
Þakka fyrirspurnina. Þetta flokkast að mínu mati fyrst og framst undir sveitastjórnarmál!
En þar sem ég aðhyllist þennan ferðamáta og eftir að hafa verið í M.Sc.-námi í Danmörku og víðar 2000-2003 verð ég að lýsa því yfir að
aðstaða til hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu (þó víðar væri leitað) er mjög vanþróuð! Það er oft hættulegt að ferðast um á hjóli. Komist ég í að stöðu til að bæta aðstöðu hjólreiðafólks mun ég að sjálfsögðu gera það. Það þarf að hanna og útbúa sérstakt stígakerfi í þessum tilgangi.
Tillagan er efnislega í samræmi við mitt viðhorf, greinargerðina hef ég ekki kynnt mér til hlýtar- í mörg horn er að líta þessa dagana. Tillagan er efnislega á þeim nótum sem okkur hefur farið á milli , að þeim forsendum gefnum er svar mitt já.

Góð kveðja,
Steinn
www.steinn.is

ps
er m.a. umhverfisstjórnunarfræðingur og meðal verkefna var að gera
úttekt á m.a. þessum málum í Álaborg, Danmörku.
S.K.
 


Sæl Vilborg


Mig langar að forvitnast um skoðun þína á hjólreiðum sem samgöngumáta og hvaða hugmyndir þú hefur til að betrumbæta aðstöðu hjólreiðafólks á höfuðborgarsvæðinu og samvinnu á milli sveitarfélaga.
Í dag er þingsáliktunartillaga þessi http://www.althingi.is/altext/133/s/0082.html til umræðu á Alþingi og myndi stórbæta aðgengi hjólreiðafólks. Vonandi fær hún þitt atkvæði og að mínu mati er það Alþingi sem þarf að taka þetta mál upp á arma sína líkt og þjóðvegi í þéttbýli

Með baráttu kveðju
Elvar Örn Reynisson
Formaður Hjólreiðafélagsins Hjólamenn
www.hjolamenn.is

----------------------------------------

Sæll Elvar Örn,

Ég er á því að það eigi að vera almennilegir hjólreiðastígar í borginni og á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þetta málefni á fremur heima á borði sveitastjórna en alþingis J Minnir að Gísli Marteinn hafi ekki alls fyrir löngu verið að hvetja fólk til að hjóla J
En ég get fullvissað þig um að ef ég kem orði að í þessari umræðu við rétta aðila, þá er ég sammála þér þarna J
Hjá okkur er þetta frekar spurning um að gert væri ráð fyrir hjólreiðum meðfram þjóðvegi 1 svo hjólin séu ekki á götunum sjálfum sem skapar oft hættu fyrir bæði hjólreiðamenn og ökumenn????

Þessi tillaga samrýmist vel það sem gott borgarskipulag á að hafa, miðað við það sem ég hef kynnst í námi mínu sem landfræðingur. Ég er þér hjartanlega sammála í þessum málum og tel að þetta þurfi að vinna í sambandi við samgöngukerfi borgarinnar í heild, en í samvinnu við sveitarfélögin. Ég hef mikinn áhuga á borgarskipulagi og samgöngumálum og er þetta klárlega einn af þeim pólum. Það er alveg ljóst að það þarf að taka verulega til í skipulags- og samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins á næstunni og ég bara vona að allir þeir sem komast að sem þingmenn í Reykjavík fari að vinna að því af heilum hug. Það er alveg ómögulegt að við höfuðborgarbúar sitjum alltaf á hakanum þrátt fyrir að hér séu þó flestir íbúarnir. Það þarf að fara að hugsa heildarmyndina en ekki alltaf í bútum.


Með kveðju
Vilborg G. Hansen framkvæmdarstjóri
LandArt ehf - www.sumarbustadur.is
gsm 895-0303 vilborg@landart.is