Talning hjólreiðamanna 14. júní 2002
Talning hjólreiðamanna stóð yfir frá kl. 07:00 til
19:00 í ágætis veðri, sól og hægum sunnan vindi. Niðurstöður voru þær að taldir voru 453
hjólreiðamenn á þessum tólf tímum. Það eru um 40% fleiri en taldir voru í
september árið 2000 þegar
þeir voru 320. Þá var mjög bjart og fallegt veður en fremur hvasst og
kalt. Í maí 2001 var mjög slæmt veður, suðaustan rok og rigning en þó
voru taldir 201 hjólreiðamenn.
Í nýjustu talningunni var hjálmanotkun lika mæld auk þess sem stefna hjólreiðamanna á gatnamótunum var greind. Allar nánari upplýsingar um þessa talningu munu birtast um leið og úrvinnslu talna er lokið Landssamtök hjólreiðamanna vilja þakka Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur fyrir að hafa stjórnaði talningu hjóreiðamanna fram til þessa. Einnig ber að þakka öllum þeim sem hafa komið að þessum talningum fram til þessa. |
|