Vefsíða Landssamtaka hjólreiðamanna stendur á tímamótum

Á rétt tæpu ári hefur vefsíðan stækkað ört, enda af nógu efni að taka þar sem hvergi er hægt að fá fréttir af starfi Landssamtakana nema þá á vefnum. En nú er sá dagur runnin upp að vefþjónn Íslandia hefur lokað fyrir frekari uppfærslur vegna stærðar vefsins. Það er því liklegt að ekki muni byrtast nýtt efni á vefnum fyrr en gengið hefur verið frá þeim málum.

Landssamtökin hafi ekki úr fjármunum að spila en þó eru nokkrir kostir í stöðuni , semja við Íslandia um meira pláss, færa vefin til annars fyrirtækis sem er til í að styrkja málefni hjólreiðamanna, leita til einstakra styrktaraðila eða hugsanlega setja upp sér vefþjónn.

Ég hvet því fólk að fylgjast með framhaldinu, því þó uppfærslur sjáist ekki á vefnum á næstuni þá verður unnið hörðum höndum með nýtt efni sem birtast mun um leið og málin skýrast.

Magnús Bergsson vefstjóri

lhm@islandia.is