Í
tengslum við Evrópska samgönguviku 16.-22. september 2003 var haldinn
Hjólreiðadagur 17. september. Af því tilefni var leiðakort útivstarstíga
afhjúpað með viðhöfn. Er það staðsett við vesturenda göngubrúarinnar yfir
Kringlumýrarbraut í Fossvogi. Mætti þar talsverður hópur
hjólreiðafólk á fákum sínum. Voru þar á meðal Árni Þór Sigurðsson forseti
borgarstjórnar og formaður samgöngunefndar. Sif Friðleifsdóttir
Umhverfisráðherra, reiðhjólalögreglan, auk helstu manna gatnamál í Reykjavík og þeirra sem að
samgönguvikuni stóðu.
Þó
skiltið auki ekki öryggi gangandi né hjólandi vegfarenda eða komi
vegfarendum fyrr á leiðarenda þá er þetta afskaplega skemmtileg framkvæmd.
Það nýtist þeim nokkuð vel sem ekki þekkja göngu og útivistarstígana í
Reykjavíkur. Kortið sýnir helstu stíga í Reykjavík og vegalengdir í km.
Auk þess má finna staðsetningu þjónustu af ýmsu tagi. Á skiltinu sem og
undir því er að finna galdrastaf sem segir: Sá sem ber þennan staf mun
ekki villast í hríð eða verða úti, og eins rata þó ókunnugur sé.
Umhverfi
skiltisins er snyrtilegt. Með "alvöru" hjólastæðum, ruslastömpum og
bekkjum sem snúa til austurs og vesturs. Það má því óska útivistarfólki
til hamingju með bætta aðstöðu þó umferðaniðurinn frá Kringlumýrarbraut
geri vistina á þessum stað ekki beinlínis rómantíska.
 |