Markmið samkvæmt lögum félagsins:
Efla hjólreiðar á Íslandi. Samtökin skulu útbreiða og efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt, fjölskylduvæna almenningsíþrótt, heilsusamlegan lífsmáta og einnig sem samgöngutæki. Samtökin beita sér af því tilefni fyrir margvíslegu íþróttastarfi meðal einstaklinga, hópa t.d.á vinnustöðum og standa fyrir hverskonar fræðslu- og kynningarstarfsemi í samstarfi við félög og áhugafólk á öllum aldri.Verkefni:
Enn fremur leggja áherslu á:
-að verði bætt samgöngukerfi fyrir hjólreiðafólk
-að verði aukið öryggi hjólreiðarmanna í umferðinni.
-að hjólreiðar verði kynntar sem samgöngumáti.
-að samtök hjólreiðamanna fái aðild að ÍSÍ
- Samskipti við löggjafann.
- Samskipti við Umferðarráð.
- Fá hjálmanotkun lögboðna meðal allra aldurshópa ?
- Stuðla að bættum samgönguleiðum fyrir hjólreiðamenn milli sveitafélaga.
- Almannaréttur.
- Fjáröflun.
- Kynningar og útgáfumál.
- Umferðaröryggi.
- Samskipti við ÍTR, ÍSÍ, Íþróttir fyrir alla o.s.frv.
- Samskipti við hjólreiðafélögin ÍFHK og HFR.
- Samskipti við erlenda aðila sem starfa á sama vettvangi.
- Stuðla að stofnun fleiri samtaka og félaga hjólreiðamanna í landinu og endurvekja eldri félög
- Skjalasafn samtakanna.
- Safna skýrslum um slys sem hjólreiðamenn lenda í
- Safna saman lögum og reglugerðum sem varða hjólreiðamenn.
- Vegalög og vegagerðarstaðlar
- Kynningar og auglýsingar í fjölmiðlum.
- Bætt umferðarsiðferði hjólreiðamanna.
- Skilti á göngu og hjólreiðastígum
-Samskipti við löggjafann.
Efla kynningu á málefnum hjólreiðamanna meðal
þingmanna svo að hjólreiðastígar komist í
vegalög.
-Umferðarráð.
Samtökin taki þátt í starfi umferðarráðs
og kynni þar málefni hjólreiðamanna.
-Fá hjálmanotkunn lögboðna
fyrir alla aldurshópa.
Reka áróður í fjölmiðlum fyrir notkun
hjálma. Afla tölfræðilegra gagna um gagnsemi hjálmanotkunar
og slys erlendis og innanlands.
-Stuðla að bættum samgöngleiðum
hjólreiðamanna milli sveitafélaga.
Taka upp samvinnu við Vegagerð ríkisins um bættar
samgönguleiðir hjólreiðamanna milli staða:
Hafnarfjörður Reykjavík Mosfellsbær
Akranes Borgarnes Stykkishólmur
Patreksfjörður Þingeyri Ísafjörður
Borgarnes Akureyri
Mývatn Húsavík Raufarhöfn Vopnafjörður
Egilsstaðir Seyðisfjörður Reyðarfjörður
Höfn
Kirkjubæjarklaustur Vík í Mýrdal Hvolsvöllur
Selfoss Hveragerði
Grindavík Keflavík - Njarðvík
Keflavík Reykjavík Hveragerði
-Almannaréttur.
Vinna að því að endurskoðuð verði
lög um umferð almennings um landareignir og almenninga.
Hafa mætti samstarf við Ferðafélag Íslands,
Landssamtök stangveiðimanna, Útivist og fleiri og heyra
álit þeirra á þessu máli.
-Fjáröflun.
Afla samtökunum rekstrartekna t.d. með útgáfu
árbókar að vori með aðstoð hjólreiðaverslana,
styrkjum frá ríki og sveitarfélögum eða öðrum.
-Kynningar og útgáfumál.
Hvers kyns kynning á hjólreiðum og samtökunum
í fjölmiðlum. Birta grein í hverjum Hjólhesti
sem kemur út.
-Umferðaröryggi .
Hvaða lög gilda um reiðhjól og hjólreiðar
barna og fullorðina? Hvetja lögreglu til eftirlits á reiðhjólum?
Efla fræðslu meðal almennings um hjálma- og ljósanotkun.Virkja
skólakerfið.
-Samskipti við ÍTR, ÍSÍ,
Íþróttir fyrir alla o.s.frv.
Efla samvinnu við sem flest félagsamtök og stofnanir
sem vinna að íþróttum, útivist og félagsmálum.
-Samskipti við aðildarfélög
LHM
Kynna starfið fyrir félögunum t.d. í Hjólhestinum,
Umhverfisnefnd ÍFHK og fréttabréfi HFR
-Stuðla að stofnun félaga hjólreiðamanna í landinu og endurvekja önnur
-Skjalasafn samtakanna.
Varðveita og flokka skjölog önnur gögn, svo það
nýtist í starfi LHM í framtíðinni.
-Safna skýrslum um slys sem hjólreiðamenn lenda í.