18. fundur tækninefndar Umferðarráðs

 haldinn í Borgartúni 33, miðvikudaginn 9. febrúar 2000 kl. 15:00.


DAGSKRÁ:

1. Tjónabifreiðir
Framhald umræðna frá 17. fundi tækninefndar.

2. Kynning á ýmsum tegundum ljósa á reiðhjól
- Magnús Bergsson fulltrúi Landssambands hjólreiðamanna í tækninefnd

3. Önnur mál.

-------------------------


Kynning á ýmsum tegundum ljósa á reiðhjól


Magnús sagði að rauðu díóðuljósin að aftan væru algengust. Hann sagði þau það eina sem virkar vel í umferð á reiðhjóli. Hann sagði mikilvægt að fá ljós sem lýsa vel til hliðanna. Fram kom hjá honum að verð ljósanna er 1.200 - 2.500 krónur.

Magnús sagði mikilvægt að fá hjólreiðamenn til að skipta oft um rafhlöður. Hann sagði verra að nota litlar rafhlöður þar sem spennan fellur þá of hratt. Magnús sagði almenning horfa of mikið á verð þegar það kaupir reiðhjól og búnað við þau. Hann sagði AA rafhlöður duga í u.þ.b. 40 klst.

Magnús sagði hvítu blikkljósin ekki gefa frá sér mikið ljósmagn. Þau eru hins vegar talin vera ágæt neyðarljós. Hann sagði grænu ljósin verst.


Smáspennuljós


Lágspennuljós kosta u.þ.b. 4.000 krónur. Magnús segir þau mjög sniðug. Þau gefa frá sér góða hliðargeisla og segja til um ástand rafhlöðunnar. Magnús sagði að í sumum ljósanna sé örgjörvi sem sér um að halda spennunni uppi. Ending þessara ljósa er mjög góð. Þau hafa ekki fengist hér á landi.

Magnús sagði að flassljós væru að detta út af íslenska markaðnum. Hann sagði þau ágæt sem neyðarlýsingu með öðru hvítu ljósi. Magnús sagði allt blikk pirra hjólreiðamenn.

Magnús sagði mikilvægt að ekkert ljós skíni á hjólreiðamenn þar sem það truflar þá. Því öflugri sem ljósin eru því minna máli skiptir hliðargeislinn.

Magnús sagði rafhlöður henta misjafnlega vel. NiCad rafhlöður eru bestar. LiMH rafhlöður eru sniðugar en mjög dýrar. Þær eru viðkvæmari en NiCad.


Rafalar


Flöskurafalar henta ekki íslenskum aðstæðum þar sem mikil óhreinindi safnast á gjörð og dekk. 
Ásrafall er að koma í auknum mæli inn á markaðinn. Hann kostar um 15.000 krónur.

Magnús sagði að ef setja ætti reglur um ljósabúnað reiðhjóla þá verði að taka mið af íslenskum aðstæðum því það nægir ekki að taka upp erlendar reglur.

Magnús benti einnig á blað sem hann dreifði með upplýsingum um margar athygliverðar slóðir á netinu sem tengjast ljósabúnaði reiðhjóla.

Runólfur þakkaði því næst Magnúsi fyrir greinargott erindi. Hann spurði jafnframt hvernig ásrafall virkar í vatni/óhreinindum. Magnús sagði hann henta mjög vel enda er um þýska gæðaframleiðslu að ræða.

Óli H. þakkaði Magnúsi fyrir greinargott erindi. Hann spurði hvort hægt er að tengja ásrafal við blikkandi afturljós.

Magnús sagði að þeir þyrftu að vera 3 vött til að þeir sprengdu ekki perurnar. Hann sagði að til væru ódýrari ásrafalar en þeir kosta um 5 - 6.000 krónur. Til eru teinarafalar og eru þeir ódýrir en verðið á þeim er u.þ.b. 4 - 6.000 krónur. Magnús sagði mjög áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast í ljósanotkun í Noregi. Hann sagði Norðmenn vera á svipuðu róli og við.

Auður Þóra sagði fáránlegt að fólk væri að líta í kostnað þegar það væri að kaupa búnað við reiðhjól.

Magnús sagði að þeir sem eru ekki dagsdaglega á hjólinu spara í kaupum á búnaði. Almennt þorir almenningur ekki að hjóla úti í umferðinni.

Guðni sagði að til væri gömul reglugerð um reiðhjól. Hann benti einnig á að dómsmálaráðuneytið er með mann í fullu starfi í Brussel. Sá starfsmaður getur fylgst með því sem er að gerast í málum hjólreiðafólks þar.

Magnús sagði að þrýsta þyrfti á gerð hjólreiðastíga inn í Vegalög. Hann sagði gerð þeirra stærsta öryggismál hjólreiðamanna í dag því margir vilja hjóla en treysta sér ekki til þess í bílaumferðinni. Fram kom hjá Magnúsi að allsstaðar nema á Íslandi er lögð áhersla á gerð hjólastíga. Hann sagði að hafa þyrfti í huga að umferð minnkar með fjölgun hjólreiðamanna.

Óli H. upplýsti að til stæði að halda framhald fundar um hjólastíga sem haldinn var árið 1997 hjá Umferðarráði. Hann sagði að þessi fundur yrði örugglega haldinn fyrir vorið.

Runólfur sagði það áhugavert sem Magnús sagði um auknar áherslur á gerð hjólastíga.

Magnús sagði að í Noregi séu hjólastígar hluti af vegagerðinni. Hann sagði Hollendinga fremsta í Evrópu í stígakerfi.


Vefsíða LHM