Atburðaannáll LHM milli aðalfunda frá 2005-2008

Lagt fram á aðalfundi 8. mars 2008 (Ekki tæmandi listi)

 

Bréf  frá Landssamtökum hjólreiðamanna vegna ýmissa mála

--  2008  --

25. mars Stendur til að senda umsögn til samgöngunefndar Alþingis um athugun á lestakerfi (Bæta við skyli og rými í lestum fyrir hjól, stækka kúnnahóp og þjónustusvæði )

17. feb. Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við Samgönguáætlun  Þskj. 332  —  292. mál send nefndasviði Alþingis

15. jan. Tölvupóstur sendur á nefndarritara samgöngunefndar með beiðni um fund vegna frumvap til laga um forgangsakreinar. Svar

8. jan.  Ítrekun send með tölvupósti á Framkvæmdasvið og Umhverfisvið Reykjavíkurborgar vegna 1+2 stíga.  15. jan.  Svar berst frá Framkvæmdasviði

Jan-mars :  Umsóknir samtals upp á margar milljónir sendar í fjölda sjóða varðandi kennslu á “ökutækjahjólreiðum”. Verkefnahópur : Sesselja Traustadóttir, Morten Lange og Páll Guðjónsson.

--  2007  --

Nóvember : LHM lýsir yfir áhuga á að taka þátt í Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar í febrúar 2008.

29. nóv. Umsögn og fylgiskjal vegna forgangsakreina Þskj. 27 — 27. mál. send  til nefndasviðs Alþingis.

15. nóv. Tölvupóstur sendur á Framkvæmdasvið og Umhverfisvið Reykjavíkurborgar vegna 1+2 stíga

4. nóv. Tölvupóstur sendur á Akureyrarbæ vegna undirbúningsvinnu við stígagerð á Akureyri.

2. mars.  Umsögn  Landssamtaka hjólreiðamanna við Samgönguáætlun 2007-2018 send nefnasviði Alþingis.

1. mars.  Umsögn  Landssamtaka hjólreiðamanna við Samgönguáætlun 2007-2010 send nefnasviði Alþingis.

15. feb.  Umsögn Landssamtakana um vegalög Þskj. 548 — 437. mál. send nefndasviði Alþingis.

--  2006  --

24. nóv.  Tölvupóstur sendur til Hveragerðisbæjar vegna hjólreiðabrautar milli Hveragerðis og Reykjavíkur.  (Svar kemur  27. nóvember og bréf berst 1. desember)

20. nóv. Umsögn Landssamtakana að umhverfismati samgönguáætlunar send Samgönguráðuneytinu. Umsögn #1 og umsögn  #2

15. nóv.  Bréf sent Samgönguráðuneytinu vegna túlkunar umferðalaga.

10. nóv.  Umsögn vegna breytinga á umferðalögum send Samgönguráðuneytinu.

8. nóv.  Bréf sent Samtökum sveitafélag á höfuðborgarsvæðinu (SSH) vegna fyrirhugaðra breytinga á vegalögum, umferðarlögum og samgönguáætlun.

9. nóv. Tölvupóstur sendur til William Thomas Möller lögfræðings umferðaráðs vegna túlkunar umferðalaga hjólreiðamanna. William tekur svo undir túlkun Mortens um að það sé að fullu löglegt fyri hjólreiðamenn að taka vinstribeygju með sömu hætti og bílstjórar, enda er hjólið skilgreint sem ökutæki.

7. nóv.  Bréf sent samgönguráðuneytinu vegna umsagnar við tillögu að berytingu á vegalögum. Umsögn  #1 og  umsögn  #2

25. okt.  Frambjóðendur í prófkjöri  Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurðir tveggja spurninga.um hjólreiðabrautir

10. okt.   Bréf  sent skipulags- og framvæmdaráðum Reykjavíkurborgar vegna færslu Sæbrautar. (pdf. 101kb)

21. júlí.  Athugasemd við drög að matsáætlun Sundabrautar send með tölvupósti til Línuhönnunar og borgarstjórnar.

18. júlí. Tölvupóstur sendur Samgönguráðuneytinu vegna undirbúningsvinnu samgönguáætlunar 2007-2018

6. júní.  Tölvupóstur sendur til Gísla Marteins vegna umferðar og skipulagsmála

22. mars.  Bréf sent til Skipulags og byggingasviðs Reykjavíkur vegna hjólreiðabrauta á

Hlemmur plús svæðinu. (pdf. 16kb)

1. mars.  Tölvupóstur sendur til borgarverkfræðings og vinnustofunnar Þverá vegna fyrirhugaðrar hjólreiðabrautar með Laugavegi austan við Hlemm.

17. feb. Tölvupóstur sendur til borgarverkfræðings og vinnustofunnar Þverá vegna fyrirhugaðrar hjólreiðabrautar með Laugavegi austan við Hlemm.

--  2005  --

31. ágúst.  Bréf og annað eldra bréf sent til Framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar vegna þess að ekki er tekið tillit til hjólandi umferðir við hönnun gatnamóta í Reykjavík. Málið tekið fyrir og frestað í Framkvæmdaráði 12. september.  Sjá mál nr. 5

26. ágúst. Tölvupóstur sendur til Umferðarráðs og Samgönguráðuneytisins og þeim bent á námskeið í gerð hjólreiðabrauta á vegum Norsku vegagerðarinnar.

5. ágúst.  Morten Lange afhendir Samgönguráðuneytinu umsögn vegna hugmynda um lögleiðingu reiðhjólahjálma

2. maí.  Tölvupóstur sendur til Óla H. Þórðarsonar formanns Umferðarráðs vegna kröfu Tryggingafélagana um almenna lögleiðingu reiðhjólahjálma

26. apríl.  Umsögn við þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2005-2008 send nefndarsvið alþíngis.

23. apríl.  Magnús Bergsson stjórnarmaður LHM og félagi í Landvernd sendir ályktun inn á aðalfund Landverdar um þingsályktunartillögu "stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar"

16. mars. Tölvupóstur sendur á alla þingmenn og fjölmiðla vegna Þskj. 901- 602. mál og Þskj. 321- 283. mál. um stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar.


 

Fundir LHM frá og með síðasta Aðalfundi.

7. mars Fundur hjá Umhverfisráðherra. LHM bendir á tengingu borgarskipulags við lýðheilsu og líffræðilega fjölbreytni

15. feb. Fundur hjá Samgöngunefnd vegna forgangsakreina.

8. feb. Sesselja mætti á fundi samgönguráðs Samgönguráðuneytis

17. Jan. Málþing á Brekkustíg um stöðu hjólreiða til samgangna.

Aðrar fundir :

* Maggi og Morten hafa mætt á opnum fundum, og sett hjólreiðar á dagsskrá, til dæmis á fundum á  vegum Samfylkingin og Vinstri grænum, þar sem talað hefur verið við borgarfulltrúa, alþingismenn í samgöngunefnd og umhverfisráðherra

--  2007  --

Desember : Maggi og Morten mæta á fundi hjá VGK Hönnun og ræða fyrirkomulag hjólreiðaumferðar á Akureyri.  Þeir vilja innleiði hjólavisi ( Sharrow / bike-and-chevron ), en leggja aðaláherslu á hjólabrautum sem bæði krakkar og fullorðnir geta notað

21. okt. Undirbúningsfundur vegna breytinga á umferðalögum ofl.

9. sept. Stjórnarfundur

12-15. júní. Hjólreiðaráðstefnan Velo-City 2007 í Munchen sem Morten sótti og bloggar.  Þátttakendur voru tæplega 1000 manns frá 50 löndum. Borgarstjórar, ráðherrar og háttsettir embættismenn frá alþjóðlegum stofnunum mættu ásamt fólki úr borgarapparötum frá öllum heimsálfum (nema suðurskautinu).   Það væri mikill kostur ef fólk frá Vegagerðinni, Samgönguráðuneyti, samband Íslenskra Sveitarfélaga  og borginni mæta á Velo-City 2009 í Brüssel.

10. maí. Fundað með Gísla Marteini Baldursyni varðandi aðgengi og hjólabrauta.

Aðrar fundir :

Tengd samgönguviku 16.-22. september

John Franklin höfundur bókarinnar Cyclecraft  boðin til landsins til að sparka af stað menntun v. skemmtilegri, skilvirkari og öruggari hjólreiðar.  Pokasjóður styrkti verkefnið með 200.000 ( John er kunningi Mortens í gegnum þátttaka á Annual General Meeting ECF, og á póstlista Bicyle Helmet Research Foundation )

         John Franklin heldur námskeið á Brekkustig um ökutækjahjólreiðar / Vehilcular Cycling. Sambærlegt námskeið og t.d. Lögreglumenn fá frá aðilum sem eru vottaðir samkvæmt Bikeability á Bretlandi

         John heldur fræðilegan fyrirlestur í borgarbókasafni um þversagnir í öryggismálum hjólreiðamanna. Á dagsskrá samgönguviku. Formaður Umferðarráðs og starfsmenn Umhverfissviðs og Framkvæmdasviðs Rvk mæta.  Páll hefur þýtt fyrirlestrinum og sett á vef ÍFHK. Innihaldið lýsir að miklu leyti nýjar áherslur sem eru að rýðja sér til rúms meðal hjólreiðafélag erlendis og líka í stjórn LHM.  Mælum með að fólk lesi og lesi aftur  hálfu ári síðar :-)

         John heldur fyrirlestur fyrir almenningi í Ráðhúsi Reykjavíkur um hvatningu hjólreiðar, heilsu og öryggi.

         Juliane Neuss heldur fyrirlestur um vinnuvistfræði hjólreiða ( ergonomics ), sem var mjög vel sótt. Hluti af  opinberri dagsskrá samgönguviku, og Höfuðborgarstofa borgar laun hennar.

         John kemst að í Íslandi í dag eftir fréttum Stöðvar 2, fyrir tilstilli Sesselju, Mortens og Svanhildar ( á Stöð 2).  Sýnir dæmi um ökuteækjahjólreiðar eftir Hverfisgötu.

* Morten mætti á um 6 fundi í Umferðarráði

--  2006  --

15. des. fundur með Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar

30. nóv. Stjórnarfundur

23.til 24.nóv. Umferðaþing

26.til 27.okt. Stór Norræn Staðardagskráráðstefna í Óslo

23.til 24.okt. Hjólaþing í Stavanger. Um 200 þátttakendur alsstaðar að í Noregi, frá   Vegagerðinni í Noregi, bæði aðalskrifstofur og svæðisskrifstofur, frá þeirra Lýðheilsustöð, frá ráðuneytum þar á meðal samgönguráðherra, starfsmenn og stjórnmálamenn sveitafélaga og fulltrúar Syklistenes Landsforening viða að úr landinu.

11. maí. Látum hjólin snúast : Málþing um heilbrigðar samgöngur á vegum Lýðheilsustöðvar. Forseti Íslands opnaði málþinginu meðfrábærri ræðu, og háttsettur embættismaður og frömuður í WHO, Carlos Dora hélt fyrirlestur. Auk þess hélt Thomas Krag ( sem vinnur mikið fyrir ECF) mjög góðan fyrirlestur. LHM hafði milligöngu um að fá  Carlos og Thomas til landsins.

5. apríl. Samgönguþing

21. feb. Stjórnafundur

13. feb. Fundur vegna hjólreiðaráðstefnu ( Látum hjólin snúast )  í vor

5. feb. Mætt á fund hjá VeloMondial í Hollandi

26. jan. Stjórnarfundur

24. jan. Fundur með borgarverkfræðingi vegna hjólreiðabrauta

Aðrar fundir :

* Morten mætti á um 6 fundi í Umferðarráði

--  2005  --

18. til 19. nóv. Umhverfisþing

17. nóv. Fundur um Sundabraut og meira

9. nóv. Fundur Bygginga og skipulagssviðs um "Sambúð bíla og byggðar"

21. til 23. okt. Landsfundur VG

6. sept. Fundur með Reykjavíkurborg vegna stígakortsins

5. sept. Stjórnarfundur vegna stígakortsins

5. sept. Fundur með Reykjavíkurborg vegna stígakortsins

5.águst. Fundur í samgönguráðuneytinu vegna hjálmamálsins. Formaður LHM var búinn að biðja Lýðheilsustöð um að fara yfir gögnin, og niðurstaðan sem þeirra maður kynnir í ráðuneytinu er að ekki se góður fræðilegur grunnur fyrir að banna fóli að hjóla án hjálms.   Mánuðir seinna fréttist óformlega að Samgönguráðuneytið hefur sett  málið á ís "vegna sterkra andstöðu hjólreiðamanna" ( En rökin hefði átt að vera og var vonandi það sem vó þyngst )

18. maí. Stjórnarfundur.

10. maí. Fundur hjá Reykjavíkurborg vegna endurskoðun Sd21

3. maí. Fundur hjá Reykjavíkurborg vegna endurskoðun Sd21

31. maí til 3. júní. Ráðstefnan Velo-city Dublin (myndbönd)

29. apríl. Landsráðstefna um Staðardagskrá 21

26. apríl. Stjórnarfundur

19. apríl. Stjórnarfundur

17. mars.  Fundur í Umferðarráði

8. mars. Stjórnarfundur

3. mars. Fundur um samgöngumál á vegum VFÍ

24. feb. Ársþing LHM.

Önnur starfsemi LHM á liðnum árum

* Öflug starfsemi á póstlista stjórnar LHM

* Blogg : Nokkuð öflug áróður /fræðsla á  og í tengsl við  bloggsíðum LHM, Mortens Lange, Magga Bergs.  Höfum komið athugasemdir á framfæri á bloggsíðum pólitíkusa á borð við Dofra Hermansyni og  Arna Þór Sigurðssyni.  Bloggarinn, kennarinn, nördin og hjólreiðamaðurinn Kari Harðarsson hefur fjallað mjög á okkar nótum og við höfum tekið undir  og bætt við rök og tilvitnanir

* Magnús Bergssson, Sigurður Grétarsson og  Morten Lange hafa mætt í útvarpsviðtölum, sérstaklega á gufuna.

* Eins og fyrr segir var tekið viðtal við John Franklin á Íslandi í dag ( Stöð 2 eftir kvöldfréttir) John sýndi hvernig megi hjóla á til dæmis Hverfisgötu á þann máta að manni sé tekið alvarlega í umferðinni, maður verður sýnilegri og hættan á því að bílstjórar sjái mann ekki, né keyra niður eða ogna minnki.

* Í tengsl við samgönguviku  2006 setti Umhverfissvið Reykjavíkurborgar og Kastljós (RÚV) á fót samgöngukeppni í borginni eftir tillögu formmanns LHM. Kastljósið vildu fá formann  LHM, formann Félag Íslenska bifreiðaeigenda og forstjóra Strætó B.S til að keppa með þeim samgöngumáta sem þeir eru í forsvari fyrir ef svo má segja.   Farið var frá Menntaskólanum við Sund ( miðja íbúabyggðar Reykjavíkur) að Háskóla Ísland kl. átta að morgni, sem sagt á háannatíma.  Skemmst er frá því að segja að reiðhjólið vann með yfirburðum, þó hjólað var með bakpoka og tösku, og að reiðhjólamaðurinn var varla  sveittur þegar að HÍ var komið. Lítill  munur var á milli strætó og bíls. ( Bílinn hefði klárlega unnið utan há-annatíma, eða ef farið hefði verið eftir Sæbraut )

 


 

Áhersluátriði  framundan :

 -         Endurskoða hvernig er unnið hjá LHM, samstarf félagana

-         Endurskoðun umferðarlaga sem er í gangi á Alþingi

-         Komast í nánu sambandi við Hjólreiðanefnd Reykjavíkurborgar, sem var stofnuð enn á ný  uþb. 26.febrúar

-         Námskeið í ökutækjahjólreiðar   Umsóknir í loftinu. 

-         Þróun efnis / námsefnis tengd ökutækjahjólreiðum

-         Vera vakandi varðandi misskilninga varðandi umferðaröryggi hjólreiðamanna (Gagnslaus mannvirki, tilraunir til að flæma okkur af götunum, bann við að hjóla án hjálma ofl )

-         Leggja á herlsu á jafnræði samgöngumáta og til dæmis benda á samgöngusamning / stefnu VGK.

-         Samgönguvika 16.-22. september

-         Hjólað í vinnuna í maí 2008

-         Prufur með hjólateljaranum sem Reykjavíkurborg styrkti kaup á

-         Fylgja eftir v. Gallup kananir / talningar ofl ?

 

Ráðstefnur og þing :

-         * Nasjonal sykkelkonferanse í Noregi haustið 2008. Sérstakelag ef einhver úr vegagerðinni, borginni eða ráðuneyti kemur með.

-         * Velo-City 2009  Mikilvægast að reyna að fá embættismenn frá íslandi þangað ?

-         Annual General Meeting hjá ECF vorið 2009 ?  2010 ?

 

 

Breytt á ársþinginu Úreldar punktar á stefnusskrá LHM :

-         Stefnum að fræðslu um gagnsemi hjálma frekar en að vinna að lögskyldu.