Stjórnarfundur 5.október 2003
að Brekkustíg 2.


Mættir:
Sigurður Grétarssson, Magnús Bergsson, Felix Högnasson, Guðný María Hreiðarsdóttir, Morten Lange kom síðar, Gunnlaugur Jónasson.

1. Farið yfir efni síðasta fundar.

2. Gunnlaugur sagði frá Umferðarráði. Umferðarráð er fulltrúaráð 24-28 manna. Það er valdalaust og kýs einn mann inn í Umferðarstofu. Óli Þórðar er skipaður af ríkinu, + 2 af Dómsm.ráðuneyti, F. hestam, vörub. fél., ökukennaraf., samt. sveitaf., Gunnlaugur hefur verið fyrir hjólr.menn í 1 ½ tímabil. Það eru tvær nefndir og hann er í tækninefnd. Umferðarráð er umsagnaraðili vegna mála frá Alþingi eins og umferðaröryggisáætlun – fundir eru tvisvar á ári. Umferðarstofa fær fundargerðir umferðarráðs. Formaður FÍB er í stjórn. Mikill tími hefur farið í umfjöllun vegna dauðaslysa. Gunnlaugur hefur hug á að skipta sér út. Umferðarnefnd Rvíkur er núna Samgöngunefnd og á að efla vistvænana samgöngumáta.
Maggi ætlar að tala við Óla H. Þórðar um umferðaröryggisáætlun. Morten talar við Stefán hjá Staðardagskrá og athuga hvort hann veit um góðar leiðir t.a. koma málum á framfæri.
Umræður um frumvarpið, skilti og vegamerkingar og Stekkjabakkamál. Ósk um að beita sér meira í Umferðarráði.

3. Bréf.
Gatnamálastjóri Sigurður Skarphéðinsson er tilbúinn til viðræðna um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Maggi er tilbúinn að fara með Sigurði. Skrifa í blöðin eða tala við samgöngunefnd eða aðra sem að málum koma.

4. Kópavogsmál. Kópavogur hætti við undirgöng undir Smiðjuveg og hugsanlega líka göngustíg Kópavogs megin við Reykjanesbraut. Sigurður ætlar að komast að hvort búið sé að blása þetta af. Talar við form. skipulagsnefndar eða “gatnam.stj.” í Kóp.

5. Óskar Dýrmundur er í Skipulagsnefnd Reykjavíkur, hann er að vinna að því að það verði göngustígur að Mógilsá, búið er að leggja hestastíg. Skipulag Grundarhverfis we að fara í mat. senda inn bréf til Samgöngunefndar Rvíkur. Biðja um stíg að Esju vegna útivistarsvæðis. Maggi skrifar bréf.

6. Önnur mál.
Póstur frá USA. Íslensk kona er að koma til Íslands eftir 20 ára búsetu ytra. Hún er tilbúin að þýða blöð og plögg. Gott að nýta það.
Morten. Fundur með Vistvernd í verki, fáir mættir 10-15 manns. Fjörugar umræður. alda sagði frá hvað þyrfti til að hjóla allt árið.
Maggi. Mikil vonbrigði með aðgerðarhóp, sjö skráð sig. Umræður um nafn.

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið

Guðný María Hreiðarsdóttir fundarritari.
 


Stjórnarfundur 7.júlí 2003
að Brekkustíg 2.


Mættir:
Brynjólfur Magnússon, Guðný María Hreiðarsdóttir, Morten Lange og Sgurður Grétarsson.


1. Lesin fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

2. “Ísland á iði”.
Verkefninu er frestað til 18.-22. ágúst.
Komnar hugmyndir um heimasíðu og reglur í keppni.
Reynslusögur og hugmyndir á spjallrás sendist til Öldu.
Rætt um hver svarar fyrirspurnum og setja upp verkefnalista.
Fundur var  í síðustu viku en næsti fundur er óákveðinn. Mikilvægt að kynna vetrarbúnað og bíllausa daginn 22. sept –carfreecity´s- . Setja á heimasíðuna eitthvað um viðgerðir og ath. með leyfi til að setja nöfn inn á hana. Endapunktur? – hugmynd um að form. Sigurður Grétarsson, afhendi forseta alþingis og/eða formanni samgöngunefndar, áskorun um að setja hjólavegi í vegalög. Hugmynd um að tala við stéttarfélög??

3. Stekkjarbakkamálið. Eigum við að skrifa bréf til Umhverfisnefndar?
Krókur upp á kílómeter. Reykjav. – Kóp. Vegagerðin stendur að þessu. Ákveðið að Sigurður skrifar bréf.

4. Upplýsingarit frá Evrópusambandinu – Brynjólfur kynnti.
ECF European Cyclists Federation
Icelandic Cyclists Federation – við erum skráð inn. Þarna eru send inn fréttabréf,  ætlar að athuga með netslóð.
Morten sagði frá dönskum tengli; www.cykelviden.dk sem er gagnagrunnur yfir rannsóknir um hjólreiðar. Í Noregi www.slf.no .

5. Önnur mál.
Brynjólfur hefur ekki náð sambandi við Steina og Sigurður ætlar að tala við Fanney hjá Orator.

Næsti fundur 11.ágúst í Klúbbhúsinu.

Fleira ekki fyrirtekið og fundi slitið!
       
        Guðný María Hreiðarsdóttir ritari.


Stjórnarfundur 2.júní 2003
að Brekkustíg 2.


Mættir:
Brynjólfur Magnússon, Felix Högnason, Guðný María Hreiðarsdóttir og Morten Lange.


1. Lesin fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

2. Umræður um Stekkjabakkamálið – stór krókur sem þarf að fara.
Gangandi og hjólandi umferð er líka umferð,  óvarin umferð.

3. Fundur í dag: Ísland á iði.  Átakið núna er að fara hjólandi í vinnuna.
Gígja hjá ÍSÍ hefur haldið fundi út af þessu með fulltrúum hjólafélaganna og einnig ætlar Bylgjan og Stöð 2 að vera í þessari umfjöllun. Áætlað að hafa þetta 23. – 27. júní. Ákveðið að tala við Ásgeir hjá Strætó bs bæði um tímasetninguna og hvernig / hvenær er hægt að nýta strætó.
Eitt aðalmálið er að gera heimsíðu fyrir verkefnið; isi.sport.is  Morten tekur þetta að sér ásamt Magga og fleirum. Á vefnum koma fram fréttir af átakinu, skráningar fyrir fyrirtæki, spjall, og fyrirspurnir eins og hvernig á ég að komast..., gera við hjólið...
Umræður um hverjir geta komið fram í viðtölum, ábendingar þegnar ef einhver veit um áhugavert fólk sem hjólar í vinnuna. Hugmyndir að Björn Finns geti sagt frá þriðjudagsferðunum, Alda frá lengri ferðum, Arnþór hvernig hann hjólar í vinnuna og svo einhverjir þekktir t.d. bæjarstjórar í nágrannabyggðalögum.
Rök Gígju: Umhverfissjónarmið, bætir heilsu og hagkvæmt (sparar bensín).
Ýmsar umræður og hugmyndir – viðgerðarnámskeið helgina á undan
-    greinar í blöð vikuna á undan
-    uppákomur, endapunktur
-    auglýsingaspjöld, “handout”
-    áskorendakeppni
Næsti fundur með Gígju er á fimmtudag kl 12:00.
Ath. að hittast á fimmtudagskvöld kl. 19:00 og skoða þá verkefnalista.

4. Brynjólfur ekki talað við Steina Brodda aftur. Umræður um bæklinginn.

5. Komið svar við bréfi Mortens til Vegag. í Noregi.  Þeir eru með hjólreiðavega áætlun sem er í vinnslu. Ef 1000 bílar aka á sólarhring og 50 ganga eða hjóla, þá eru gerðir sér göngu/hjólastígar. Í stærri bæjum eru sér hjólreiðanet. Vegagerðin ber ábyrgð meðfram þjóðvegum.
Ekki komið svar frá Alta vegan athugasemda um Vesturlandsveginn.

6. Önnur mál.
HFR hélt keppni við Rauðavatn og urðu þar árekstrar milli hestamanna og hjólreiðamanna, hestar fældust. Keppni aftur næsta miðvikudag. Athuga að upplysingastreymi sé gott við hestamenn fyrir svona keppni.

Ef stígar eru í ólagi þá er best að tala við hverfisstjóra í umræddu hverfi, t.d. glerbrot, möl o.s.frv.

Athuga með næsta fund 7.júlí hér kl. 20:00.

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið.
            Guðný María Hreiðarsdóttir ritari.


Stjórnarfundur 4.maí 2003
að Brekkustíg 2.


Mættir:
Sigurður Grétarsson, Brynjólfur Magnússon, Magnús Bergsson,  Felix Högnason, Guðný María Hreiðarsdóttir og Morten Lange.


1. Lesin fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

2. Brynjólfur talaði við Gunnlaug – hann ætlar að taka upp á aðalfundi varðandi greiðsluna til okkar.  Jafnframt sagði Brynjólfur að hann væri kominn með debetkort og staðan á reikningnum væri 28 þús. kr.

3. Sigurður var ekki búinn að tala við Fanney.
Hann sagði frá verði á skápum í USA 100-200 þús. Ætlar að vera með hugmyndir um kostnað á skápum áður en hann fer til Ásgeirs. Athuga með iðnskólaverkefni. Einnig rætt um geymslustaði m. öryggismyndavélum eða bílastæðahús, og rafrænar greiðslur – kort þar sem fylgst er með hverjir ganga um skápa. Morten og Sigurður tala við Ásgeir.
Sigurður sagði líka frá því að Umboðsmaður Alþingis fjallar aðeins um mál þar sem verið er að kæra aðgerðir eða aðgerðarleysi.
Muna að ath. með aðstoð við þá sem lenda í slysum þegar talað er við Orator.

4. Morten er að þýða. Sendi bréf til Syklistens Landsforening (SLF) og afrit til Vegagerðarinnar í Noregi.

5. Magnús hafði ekki fengið svör frá  Danm., Þýskal. eða Hollandi.

6. Stekkjabakkarmálið.
Magnús og Sigurður áttu fund með Ólafi gatnamálastjóra á þriðjudaginn var og fengu upplýsingar um hver sér um þetta mál. Fjarhitun sér um daglegt eftirlit m. framkvæmdum. Magnús hringdi í eftirlitsmann á laugardag og búið er að setja krók á leiðina um kílómeters langan. Rætt um samgöngunefnd og skipulagsnefnd og umhverfismat. Magnús og Sigurður ætla að skrifa bréf til skipulagsnefndar. Það er alltaf tímapressa á að opna fyrir umferð en þarf að minna á mikilvægi þess að ganga frá stígum.  Mikilvægt að fylgjast með heimasíðum og þá líka með skipulagi nýrra hverfa, ætlar formaður að gera það.


7. Þýðingarverkefni.
Brynjólfur hringdi í Steina. Hann er búinn að hráþýða bæklinginn. Hann talaði við Evrópusambandið og fékk leyfi til að þýða hann. Rætt um fjármál og annað tengt þýðingunni, hver er ábyrgur og hver gefur út o.s.frv. Mikilvægt að fá Steina Brodda. á fund.

8. Magnús talaði við Kolbrúnu Halldórsdóttur og er hún opin og vill fá sem flest gögn um hjólamálin, vill leggjast yfir þau í sumar og semja lagafrumvarp f. haustið. Talað um að hafa Kolbrúnu og einnig Katrínu Fjelsted á póstlista.

9. Önnur mál.
- Magnús sagði frá því að Óskar er búinn að koma því í gegn að nú er verið að hanna skilti t.a. merkja göngu og hjólastíga í bænum.
- Sigurður ætlar að tala við Fanney um hvað Orator getur aðstoðað okkur með og þá líka um hvernig við getum framreitt mál til Umboðsmanns Alþingis.
- Guðný María sagði frá aðgerð sem hún fór í og að framundan væri lyfjameðferð sem hún vissi ekki alveg hve mikið myndu hefta sig í starfinu hérna og vildi þá gjarnan að varamenn væru til taks.
   
     Næsti fundartími ákveðinn mánudaginn 2. júní kl. 20:00. Reyna að hafa fundartímana aðeins fljótandi í sumar.
Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið,
        Guðný María Hreiðarsdóttir ritari.



Stjórnarfundur 6.apríl 2003
að Brekkustíg 2.


Mættir:
Morten Lange, Brynjólfur Magnússon, Guðný María Hreiðarsdóttir, Sigurður Grétarsson, Magnús Bergsson.


1. Lesin fundargerð síðasta fundar.
Erindi til Umboðsmanns alþingis – ÍFHK sendi bréf, óvitað um svar. Athuga hvað nágrannalöndin eru að gera og ath. Orator.
Mikilv. að formenn allra LHM, ÍFHK og HFR  séu í samráði þegar tiltök eru á vettvangi baráttumálanna og ef fleiri eru að skrifa bréf að senda þá hinum afrit eða finna annan veg til samráðs.
Varðandi innheimtu félagsgjalda náði Brynjólfur tali af Öldu og telur hún að þetta verði samþykkt á næsta aðalfundi. Ekki náð í Gunnlaug.

2. Þýðilng bæklings. Steini er búinn að þýða lauslega og er annar að fara yfir textann. Nokkrar umræður urðu um bæklinginn og ákveðið að reyna að fá Streina á fund með okkur. Athuga hvort ekki sé betra að gefa út í haust.

3. Fundur í Kópavogi. Sigurður ræddi við Ásgeir Eiríksson hjá Strætó bs um samþættingu samgangna. Með því að nota srtætó og /eða hjóla myndi umferðarþunginn minnka. Hann var samþykkur tengingu hjólandi við strætó. Sigurður ætlar að kanna kostnað við hjólaskápa og rekstrargrundvöll þeirra. Hann ásamt varaformanni ætla svo á fund með Ásgeiri.
Umræður urðu um strætómenningu þar sem ókeypis er í strætó til 18 ára aldurs.

4. Aftur rætt um Orator – Sigurður ætlar að tala við Fanney og fara svo með efni til hennar.

5. Önnur mál:
-Sagt frá keppni milli Akureyrar og Hafnafjarðar þar sem er keppni milli þessara bæja í öllum nefndum um að sem fæstir komi á bíl, alltaf byrjað að spyrja: Hvernig komstu á fundinn?
Talað um að senda þeim bréf fyrir frábært átak. Sigurður semur það.

-Umræður um norsku skýrsluna.

-Morten sagði frá fundi með verkfræðingafélaginu vegna Sundabrautar.
Þar urðu umræður um gangandi og hjólandi umferð og álit manna var að arðsemi yrði mun meiri ef gert er ráð fyrir þessari umferð.

Verkefnalisti:
Morten ætlar að hafa samband við Syklistens Landsforening um hver ber ábyrgð á og borgar fyrir gerð hjólavega þar.
Maggi ætlar að tala við Óla litla í Danmörku og ath. Holland og Þýskaland um sama efni.
Maggi ætlar að athuga hvaða nefndir starfa.
Sigurður talar við Ásgeir hjá Strætó bs.
Brynjólfur talar við Steina; bankann; Gunnlaug.
Hann sagði frá fyrirtæki sem býr til kort á netinu og getur hugsanlega gert hjólaleiðir inn þau – útivistarleiðir.

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið.
        Guðný María Hreiðarsdóttir ritari.


Stjórnarfundur 23.mars 2003
að Engihjalla 11, Kóp.


Mættir:
Brynjólfur Magnússon, Sigurður Grétarsson, Guðný María Hreiðarsdóttir, Magnús Bergsson, Morten Lange.


1. Lesin fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt. Því bætt við að
fréttatilkynningin fór á öll blöð og kom fram á visir.is  Birtist 14.mars og Óskar Dýrmundsson og Sigurður Grétarsson voru í útvarpsviðtali kl 14:00 þann dag. Ritari allsherjarnefndar sagði að þetta færi ekki í gegn á þessu þingi. Fréttat. fór ekki til þingmanna.

2. Leitað eftir aðstoð hjá Orator. Siguður ætlar að tala við Fanney og fá aðstoð til að senda erindisbréf til umboðsmanns alþingis v. hjólavega og umferðarlögin hvað segja þau, á hverju taka þau og hvað ekki, umferðarréttur sé skýr. Setja upp dæmi. Rafmagnsreiðhjól – verði skilgreint hvað þetta er. Ath. reglur Evrópusambandsins og alþj. reglur gagnv. hjólandi umferð.
Formaður tali við Fanney  og hann ásamt varaformanni fari á fund aðila innan Orators.

3. Magnús sagði frá að skrifstofustjóri nefndarsviðs segði  mál væru afgreidd af  hverri nefnd fyrir sig. Ágætt að senda erindisbréf til allra nefnda næsta haust. Fylgjast með vef Alþingis, umræður og frumvörp. Kynna okkur hvernig nefndir starfa.

4. Brynjólfur hitti Guðrúnu og fékk uppáskrifað svo hann verði fullgildur gjaldkeri. Grunur er að staða reiknings sé um 28 þús. kr.
Framkvæmd innheimtu félagsgjalda – Brynjólfur ætlar að tala við formenn félaganna.

5. Ensk síða. Rætt um að þýða heimasíðu á fleiri tungumál, ensku, þýsku, norsku. Brynjólfur tilbúinn að skoða það og tala við Sólver. Rætt um  erlenda netsíðu sem hægt er að skrá inn klúbba og upplýsingar.

6. Fundartími.
Halda fundi fyrsta sunnudag í hverjum mánuði, ekki sjaldnar. Hver sem er í hópnum getur kallað eftir fundi. Rætt um fundarstað – ákv. að halda fundi að Brekkustíg ef það stangast ekki á við neitt annað. Mæta fyrr.
7. Önnur mál.
•    Þýðing bæklings. Steini er að þýða. Samtök sveitafélaganna lagði fram milljón og Rvílkurborg ½ milljón.  Rætt um staðfærslu og myndir, skoða bæklinginn.
•    Brynjólfur sagði frá hugbúnaðarfyrirtæki á Akureyri sem er með kortagerð fyrir netið. Þeir eru jákvæðir fyrir kortagerð v. hjólaumferðar. Skipulagsnefnd/umferðarnefnd búin að samþykkja merkingar á göngustígum – leiðamerkingar.
     www.town.inter-map.com    Teikn á lofti, www.teikn.is  hafa gert              fyrir Garðabæ og Akureyrarbæ.

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið
                Guðný María Hreiðarsdóttir ritari.



Stjórnarfundur 9.mars 2003
 að Tunguvegi 13, Rvík.


Mættir:
Moren Lange, Brynjólfur Magnússon, Árni Gunnar Reynisson, Magnús Bergsson, Sigurður Grétarsson, Guðný María Hreiðarsdóttir og Gunnlaugur Jónasson form. HFR og Alda Pétursdóttir formaður ÍFHK.

1. Lesin var fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

2. Formenn HFR og ÍFHK voru sérstaklega boðaðir á þennan fund til að ræða um fyrirkomulag samstarfs félaganna.
Fyrst voru ræddar lagabreytingar sem aðalfundur hafði samþykkt. Voru formenn sáttir við þær og útskýrði Gunnlaugur frekar hvernig  HFR kemur inn í ÍBR og hugmyndir um fleiri keppnisfélög. Rætt var um hvort þau Alda og Gunnlaugur kæmu nokkrum sinnum á ári og funduðu með okkur og tóku þau vel í það. Það var samþykkt að fundargerðir yrðu sendar út til formanna um leið og stjórnar.  Einnig var rædd tillaga stjórnar um að 5% af félagsgjöldum ÍFHK og HFR renni til LHM sem formenn beggja voru samþykkir. 

3. Stjórnin skipti með sér verkum:
Varaformaður – Morten Lange
Gjaldkeri – Brynjólfur Magnússon
Ritari – Guðný María Hreiðarsdóttir
Magnús Bergsson verður áfram veffstjóri.

4. Rædd verkefnin framundan.
•    Senda fyrirspurn til umboðsmanns alþingis um hvar okkar réttur liggur, erum víkjandi umferð á gangstéttum og eigum helst ekki að vera á götum heldur. Reiðhjólavegir, rör og staðlar á stígum (beygjuradíus).
•    Póstur – færa heimilisfang að Tunguvegi 13.
•    Nefndarsvið alþingis – komumst við á póstlista varðandi frumvörp til laga t.d. umferðarlög, vegalög, skipulagsmál, heilbrigðismál. Tala við skrifstofustjóra nefndarsviðs.
•    Tala við ritara allsherjarnefndar v. lagafrumvarps um h.beygju móti rauðu ljósi.
•    Senda fréttatilkynninguna.

5. Önnur mál.
Umræður um Sundabrúnna, ríki og Rvíkurborg ósammála um leiðir.
Fréttir af bæklingi, þýðing er byrjuð.

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið,
            Guðný María Hreilðarsdóttir ritari.