Ársþing Landssamtaka hjólreiðamanna        14.02.2001

Mættir voru:

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir (GLE), Haraldur Tryggvason (HT), Magnús Bergsson (MB), Morten Lange (ML), Magnús Már Halldórsson (MMH), Örn Óskarsson (ÖÓ), Alda Jónsdóttir (AJ), og Sigurður Grétarsson (SG).

Fundur settur kl. 18:18, í húsnæði ÍSÍ. Fundarstjóri var GLE, og ritari MMH.

Ársskýrsla formanns:

Formaður taldi upp atburði og framkvæmdir ársins. Hér verður drepið á því helsta.

q       Haldnir voru 6 stjórnarfundir

q       Staðið var fyrir talningu á hjólreiðamönnum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Tvisvar var talið í júní, og heilsdagstalning framkvæmd í september. Slíkar talningar eru mikilvægar til að sýna fram á mikilvægi hjólreiða. Rætt var um að endurtaka þetta í sumar.

q       AV var hvatt til að leyfa hjól í vögnum, en svar barst frá þeim að þetta væri almennt talað leyft, þegar pláss væri, þó það hefði ekki verið auglýst.

q       Gerðar voru athugasemdir við vegaframkvæmdir, annarsvegar breikkun Miklubrautar, og hinsvegar tvöföldun Reykjanesbrautar.

q       Tekið þátt í fundi um skipulag höfuðborgarsvæðisins

q       Hjólreiðar og hjólreiðasamtök voru kynnt á ýmsum ráðstefnum og í fjölmiðlum:

q       Erindi haldið á umferðarþingi

q       Allnokkur fjöldi erinda haldinn í útvarpi

q       Tekið þátt í ráðstefnu í Borgarnesi um almenningssamgöngur

Endurskoðaðir reikningar:

Ekki voru endurskoðaðir reikningar þar sem engu var eytt. Reikningar fyrir vistun heimasíðu var greiddur af GÁP. Af sömu ástæðu var engin fjárhagsáætlun gerð fyrir næsta ár.

Kjör stjórnar:

GLE heldur næsta haust erlendis í nám, og voru henni því þökkuð góð störf í þágu samtakanna. Stungið var upp á Sigurði Grétarssyni sem formannsefni; aðrir í stjórn MB, HT, ML, MMH, og sem varamenn Gunnlaug Jónasson og Óskar Dýrmundur Ólafsson. Var þetta samþykkt einróma.

Önnur mál:

Í kjölfarið var rætt vítt og breitt um umferðamál, ekki síst að því er tengist þeim stórumferðamannvirkjum sem nú eru í hönnun. Hafa ýmsir lagt þar hönd á plóg, en því starfi er betur lýst annars staðar.