Stjórnarfundur 

Fundur haldinn í Nauthóli 30 mars 2000  kl. 18:00

1. Gunnlaugur fyrirhugaði, ásamt formanni umferðarráðs, Þórhalli að ræða við þingmenn um vegalög og hugsanlegar breytingar á þeim fyrir hjólandi umferð.

2. Uppstilling í stjórn var rædd. Á aðalfundi sem haldinn verður kl. 18:00, 26. apríl, er verið að tala um eftirfarandi einstaklinga til viðbótar í stjórn: Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttir Morthen, Magnús, Halla og svo hafa Óskar og Gunnlaugur gefið kost á sér í varastjórn. Athugað verði hvort að Björn Finnsson væri til í að taka að sér fundarstjórn og Guðrún að rita fundinn..

3. Mætt hefur verið á borgarafundi. Ákveðið hefur verið að búa til vinnuhópa. Morthens situr m.a. í slíkum hópi. Rætt var örlítið um fund sem 2 félagar fóru á í Valhöll. Sjálfstæðismenn voru nokkuð jákvæðir.


Guðrún