1.   fundur stjórnar Landssamtaka hjólreiðamanna    17.05.2000

Formanni, gle, láðist að boða alla stjórnarmenn til fundarins.

Mættir voru:

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir (gle), Haraldur Tryggvason (HT), Arnþór Helgason (AH), Gunnlaugur Jónasson (GJ)

Stjórnin skiptir með sér verkum:

Frestað til næsta fundar.

Markmið ársins:

q       Eftir nokkra umræðu var niðurstaðan að einbeita sér að skiltun og merkingu "hjólreiðastíga", t.d. vegvísar og varúðar-skiltun. Með "varúðar-skiltun" er t.d átt við að merkja blindbeygjur, krapparbeygjur og stígamót. Rétt væri að stuðla að því að samræmt yrði hvoru megin hjólreiðastígur er merktur.

q       Hjálpa einhverjum þingmanni að undirbúa þingsályktunartillögu sem snýr að endurskoðun vega- og umferðarlag m.t.t. hjólreiðamanna og stígagerðar. Sniðugt að vinna í samstarfi við ÍFHK.

q       Standa fyrir reglulegri talningu á hjólreiðamönnum.

 

Auk þessa var rætt um að mikilvægi erlendra samskipta, markaðssetningu hjólreiða og að útbúa slysastaðaskrá (mynd + texti) fyrir slys á hjólreiðamönnum.