Stjórnarfundur 

Fundur haldinn í Nauthóli 16. febrúar kl. 18:00

Mætt eru Guðrún, Gunnlaugur, Pétur, Arnþór, Magnús og Haraldur.

1. Lestri fundargerðar frestað til næsta fundar.

2. Gunnlaugur sagði frá því að Þórhallur hjá umferðaráði ætlaði að beita sér fyrir því að hjólastígar komist á vegalög.

2b. MB lýsti fundi umferðaráðs þar sem hann hélt erindi um hjólreiðaljós. Á eftir erindinu urðu umræður um hjólreiðar og hjólastíga. MB virðist 
vera einhver hreyfing í þessa veru núna. MB fékk nöfn hjá ráðuneytismönnum til þess að fylgjast með þessum málum (umferðamálum) í Evrópu.

3. Samþykkt að senda ályktun varðandi breikkun Reykjanesbrautar og gerð hjólastígar við hana. GJ og AH tóku þetta að sér.

4. GJ fór á fund með Ólafi Stefánssyni hjá borgarverkfræðingi, þar sem hann fékk upplýsingar um niðurfellingar gangstétta og nýja stíga.

5. Aðalfundur. Stefnt að því að halda aðalfund eftir næsta stjórnarfund. Athuga með nýtt fólk í stjórnina. MB og GJ ætla að tala við nýtt fólk. Stefnt að næsta stjórnarfundi eftir ca 4 vikur.

Fundi slitið kl. 19:00 


Guðrún

Vefsíða LHM