Fundur var haldinn í stjórn Landsamtaka hjólreiðamanna 12. desember 2000.


Fundurinn var haldinn að heimili formanns, Guðbjargar Lilju Erlendsdóttur, að Kambsvegi 4, Reykjavík. Fundinn sátu Guðbjörg Lilja, Arnþór Helgason, Magnús Bergsson, Morten Lange og Haraldur Tryggvason.

1. Magnús sagðist hafa mælt breiddina á nýja stígnum meðfram Miklubrautinni og væri hann 3 m á breidd. Taldi hann að borgarskipulag ætlaði lítið tillit að taka til ábendinga samtakanna. Samþykkt var að formaður og varaformaður skrifi umferðar- og skipulasnefnd bréf.

2. Morten vakti athygli á því hversu margir hjóli ljóslausir á götum borgarinnar. Ákveðið var að senda fréttatilkynningu frá samtökunum til allra fjölmiðla sem gæti hljóðað einhvern veginn þannig:
Stjórn Landsamtaka hjólreiðamanna beinir því til afgreiðslufólks í reiðhjólaverslunum að það hvetji fólk til þess að kaupa ljós á reiðhjól um leið og þau eru keypt. Arnþóri falið að orða tilkynninguna og senda hana til yfirlestrar.

3. Haraldur greindi frá því að hann hefði haft samband við starfsmann samgöngunefndar Alþingis og pantað fund með nefndinni. Haft var tvisvar sinnum samband við hann en ekkert varð af fundinum. Var ákveðið að stefna að því að hitta nefndina þegar vorþing hefst og tekur Arnþór að sér að hafa samband við formann nefndarinnar.

4. Nokkrar umræður urðu um vegalög og hvernig mætti breyta þeim til þess að hagsmunir hjólreiðamanna verði sem best tryggðir. Sú hugmynd kom m. a. fram að leita eftir því við samgöngunefnd að hún taki þetta mál upp.

5. Formaður minnti á að samkvæmt lögum samtakanna eigi að halda aðalfund í febrúar. Samþykkt var að stefna að 14. febrúar og fundurinn verði haldinn í húsnæði ÍSÍ í Laugardal. Formaður hyggst flytjast til Danmerkur næsta vetur og hefjaþar framhaldsnám í umferðarverkfræði. Gefur hún því ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Fleira ekki tekið fyrir.

Arnþór Helgason