Stjórnarfundur 6. desember 1999


Fundur settur kl 18:00 í kaffihúsinu Nauthóli Nauthólsvík

Mætt eru:
Guðrún Valtýsdóttir, Gunnlaugur Jónasson og Magnús Bergsson

1. Mál frá síðasta fundi
a. Fundargerð dreift.
b. Bréf til skipulagsnefndar. GJ las bréfið sem varðaði Sundabraut og stígatengingar við úthverfi.
c. Útsending fundargerða. Samþykkt að senda þær ekki út heldur setja á heimasíðu.
d. Skrá hindranir - Málið ennþá í vinnslu.

2. Þing um umferðarmannvirki framtíðarinnar. MB og GJ fóru með styrk frá Erninum. Þar var lítið rætt um hjólreiðar þar til innlegg kom frá GJ og
Öldu Jónsdóttur. GJ og MB telja nauðsynlegt að kynna samtökin með bæklingi eða nafnspjöldum. MB ræddi logo samtakanna, það þyrfti að leita leiða til þess að útbúa ferhyrnt logo sem inniheldur stafi samtakanna. GJ og MB ætla að útfæra hugmyndina. Tekið upp á næsta fundi.

3. Þing sem Haraldur Tryggvason og MB sóttu um honnum umferðarmannvirkja. Tveir Bretar héldu fyrirlestur um umf.mannvirki og fyrirkomulag og framtíðarsýn í Bretlandi. MB lét vel af fyrirlestrinum sem hafði verið eins og talaður út úr hans hjarta. Niðurstaða fyrirlestrarins var sú að meira þarf að gera fyrir mjúka umferð og almenningssamgöngur, minnka áhersluna á einkabílinn, enda það botnlaust verkefni. Í Bretlandi eru það bæði ríkið og Lottóið sem styrkja stígagerð. Rætt um fjármjögnun stíga og velt upp hugmyndum um hvort hægt væri að sækja um styrki frá ESB eða Evrópusambandinu.

4. Fjármál - Sækja nefskattinn til félaganna. GV tók að sér að stofna reikning og sækja peningana.

5. Heimsíða í umsjón MB. Er að komast á koppinn. Verður með efnisyfirlit sem vísar í efni eins og fundargerðir, lög félagsins o.fl.

6. Önnur mál. GJ talaði við Ólaf Þórðarson varðandi fund með forstöðumönnum sveitarfélaga. ÓÞ bað um frest fram í janúar. Verður tekið fyrir á næsta fundi. Fyrirkomulag fundarins verður trúlega sem framhald á fundi sem umferðarráð hélt fyrir nokkrum árum varðandi hvernig ferðalangur kemst á hjóli til Keflavíkur.

MB ræddi ljósanotkun við ÓÞ. Hugsanlega koma reglur frá staðlaráði varðandi ljósabúnað.

Fundi slitið kl. 19:00 (GV)

Guðrún