Til Samgöngunefndar Alþingis :

Umsögn v. Mál 292 :Frumvarp til laga um samgönguáætlun
Í frumvarpstextanum um lög um Samgönguáætlun segir : 

"Tilgangur frumvarpsins er að sníða af ýmsa vankanta sem komið hafa upp við
framkvæmd frá því að núgildandi lög um samgönguáætlun, nr. 71/2002, tóku
gildi."

Landssamtök hjólreiðamanna hafa engar athugasemdir við þessar breytingar, en
telja að margt fleira hefði þurft að breyta og hnykkja á til þess að lög um
samgönguáætlun gæti orðið tæki til þess að styðja breytingum þeim er við
stöndum frammi fyrir. 

Hin síðari ár hefur komið æ skýrari í ljós að umhverfismálin og hreyfingarleysi
landsmanna geta hæglega ollið stærri vanda en áður var viðurkennt af
stjórnvöldum. Samgöngukerfið þarf að taka sín hlut af ábyrgðinni og breyta um
stefnu. Það er ekki nóg að hugsa um set-tjarnir, hvort viðkvæm vistkerfi séu
þar sem fyrirhugað er að leggja vegi og svo framvegis. Svoleiðis athuganir
eru mikilvægir, en það þarf að horfa lengra, og miklu nær okkur, en samtímis
fram í tíma. Ekki verður séð að nægilegt hefur verið tekið á eftirfarandi mál
:

- Samgönguhættir í þéttbýli ýta undir hreyfingarleysi sem má áætla að drepi
mun fleiri en umferðarslysin á ári hvert.
- Samgönguhættir í þéttbýli valda mengun af mörgum toga, þar á meðal svifryk,
eiturgufur, hávaði og mengun til jarðvegs og vatns. Í Evrópskum borgum, til
dæmis í Stokkhólmi, er reiknað með að mengun úr bílum drepi talsvert fleiri en
umferðarslysin (WHO-skýslur ofl).
- Verið er að borga með einka/fjölskyldubílnum með ýmsu móti. gjaldfrjáls
bílastæði, ökutækjastyrki, kílómetragjald og fleira. Íþróttastyrkir renna til
líkamsræktarsstöðva, en ekki til þeirra sem baka hreyfingu inn í daglegu lífi.
Bílaumboð og bílaíþróttir hafa mikill ítök í öllum fjölmiðlum. Þannig er
verið að skekkja samkeppnisstöðu samgöngumáta. Að auki eru notendur bifreiða
engan vegin að borga fyrir þann skaða sem notkun bifreiðanna valda. Þannig eru
hinir svokölluðu externalities látnir eiga sér, og þannig skekkist
samkeppnisstöðuna enn frekar. Annað væri upp á teningnum í kapitalisk
frjálshyggjukerfi sem mundi virka samkvæmt fræðinni. 
Sjá til dæmis skýrslu INFRAS/IWW, "External Costs of Transport, Update study",
aðgengileg til dæmis með krækjum í gegnum 
http://www.citeulike.org/article/1309894


VIÐBÓT VIÐ LAGATEXTA - HVAÐA ÞÆTTI ÆTTI SAMGÖNGUÁÆTLUN AÐ TAKA TIL 

Vegna ofangreindu, þarf að bæta inn, sem svið sem felli undir samgönguáætlun ;
Lýðheilsa, Jafnræði og Verðlagning á mengun og önnur áhrif. ( Með svipuðum
hætti og öryggi og umhverfi eru nefnd í lagafrumvarpinu) 



HEILDARSÝN

Alþjóða heilbrigðisstofnun (WHO) hefur síðastliðin ár lagt aukandi áherslu á að
sjá samgöngur, heilsa og umhverfi í samhengi. Það sýnir vinnan í kringum THE
PEP glöggt. ( THE PEP : Transport Health and Environment - Pan-European
Programme ). Nýlega var gefið út tól frá WHO til að reikna út hversu mikið
tiltekið samfélag geti reiknað með að spara ef verði til dæmis 40% aukningu ái
fjöldi þeirra sem hjóla til samgangna. Ein tengiliðurinn hjá WHO er Francesca
Racioppi. Lýðheilsustöð þekkir líka þessa vinnu og fengju fyrrverandi frömuður
á þessu sviði, Carlos Dora til að halda fyrirlestri um árið. Carlos hefur
líka, ásamt öðrum, unnið að því að þróa Health Impact Assessment tól. Frá því
sem LHM sýnist, er kominn tími til að prófa út svoleiðis tól hér á landi, og
sérstaklega í tengsl við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda tengdum
samgöngumannvirki í þéttbýli, sem ríkið borgar að öllu eða nokkru leyti. 


Það er oft sagt í opinberum plöggum að efla skuli hreyfingu og líkamsrækt. Það
er oft sagt að æskilegt væri að almenningssamgöngur, ganga og hjólreiðar mundi
auka hlutdeild sína í samgöngum í þéttbýli. 

Til þess að það verði að veruleika þurfa menn að vinna að þessu markmiði á
öllum vígstöðum, eða því sem næst. Mörg lönd hafa sér kaflar/skýrslur um að
efla hjólreiðar til dæmis sem hluti af sinni samgönguáætlun. Nærtækt dæmi er
Noregur, eins og fram kom hjá samgönguráðherra Noregs á alþjóðlegu
hjólreiðaráðstefnunni Velo-City í München í júni 2007. 


TAKA FRAM AÐ EFLING HEILBRIGÐRA SAMAGNA VERÐI HLUTI AF ÁÆTLUNINNI

Skýrt orðalag um eflingu heilbrigðra samgangna ( ganga, hjólreiðar, og
almenningssamgöngur ) ætti skýlaust að fella inn í lögunum. 



MÝTUR UM ÓRAUNSÆI AÐ FALLA. BREYTINGAR Í VIÐHORFI Í NÁGRANNALÖNDUM

Afsakanir fyrir því að gera lítið í að jafna samkeppnisstöðu keppinauta
fólksbíla í þéttbýli, hafa byggt á þeirri trú að þetta væri óraunsæi. 

Hins vegar eru mýturnar um óraunsæi að falla og það rækilega. Vandamálin með að
miða skipulag og umgjörð nánast eingöngu við bíla, eru að koma skýrari og
skýrari í ljós og kostir þess að samþætta hreyfingar og samgöngur eru lýstir í
skýrslu eftir skýrslu. Hér að ofan var vitnað í WHO. Það má líka vitna í
"The National Institute for Health and Clinical Excellence (Nice)" á
Bretlandi, sem er mikilsvirt ráðgjafi fyrir NHS, (National Health Service).

Samkvæmt grein í The Guardian, "Planners urged to put walkers and cyclists
first" 
http://www.guardian.co.uk/society/2008/jan/23/communities.healthandwellbeing
segir Nice : "Town planners and architects will today be told to give
pedestrians and cyclists priority over cars in towns, and to design staircases
that make people want to use them, as part of a radical move to make Britons
more physically active.

Þá mætti nefna bók Umhverfisráðuneytis ESB, frá 1999, "Cycling the way ahead
for towns and cities", sem er aðgengileg á netinu sem PDF-skrá.

Loks bendum við á athugasemdum Landssamtak hjólreiðamanna við Samgönguáætlanir
sem hafa verið lagðar fram á síðari árum. Þær endurtaka að nokkru leyti efnið
hér en dýpka suma þætti. 



Á ÖÐRUM VETTVANGI : EMBÆTTISMAÐUR UM EFLINGU HEILBRIGÐRA SAMGANGNA

Þó það passi ekki inn í ferlinu varðandi breytingu á Samgönguáætlun, vil
Landssamtök hjólreiðamanna nota tækifærið til að benda á að þörf sé á
embættismann á vegum ríkisins sem hefur eflingu heilbrigðra samgangna sem sitt
aðalsvið. Þessi aðili þurfti að vinna náið með Umhverfis-, Samgöngu,
Heilbrigðis-, Mennta- og Fjármálaráðuneytinu.



Fyrir hönd stjórnar 
Landssamtaka hjólreiðamanna, 
Morten Lange 


E.S: Það getur verið að það sé þörf á að taka það fram vegna hætta á
misskilningu : Einstaklingar sem eru aðilar í samtökum undir hatti Landssamtaka
hjólreiðamanna eiga flestir bæði reiðhjól og bíl. LHM er engan vegin að leggja
til óhófleg gjaldtaka eða þrengingar á bílaumferð án raka. Skref sem hafa
verið stigin í borgum eins og París hafa verið mjög farsælar ( eins og kom
nýlega fram í sjónvarpsfréttum RÚV). Lestarkerfið var styrkt, aðgengi
hjólreiðamanna var stórbætt, og 20.000 almenningshjól sett á fleiri en 1000
stöðvum. Bílastæðum voru fækkuð um helming, og skattareglum breytt til að
borgað sé sanngjarnt gjald fyrir neikvæð áhrif stórra bíla . París er aftur
orðin lífvænleg borg. Borgarstjórar víðsvegsar að koma til að læra, til dæmis
frá London, og mörgum stórborgum BNA. Kaupmannahöfn hafa haft svipaða stefnu,
og byrjaði fyrr, en unnu verkefnið yfir lengri tíma. Þar hjóla um þriðjung til
vinnu, um þriðjung nota almenningssamgöngur og þriðjung fólksbíl. Þangað ætti
að stefna, markvisst.


Við biðjumst velvirðingar á málfars- og ritvillum.


Kveðja,
Morten

Landssamtök hjólreiðamanna
(Icelandic Cyclists' Federation)
Pósthólf 5193
125 Reykjavík

http://hjol.org
lhm@islandia.is

Landssamtök hjólreiðamanna er aðili að 
European Cyclists' Federation
www.ecf.com