Góðan dag,

Hvernig standa málin varðandi ósk okkar í stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna um
fund við Samgöngunefnd eða valdra aðila úr nefndinni varðandi mál 27  ?  

Í þingskjalinu er lagt til að banna með lögum hjólreiðamenn að nota
forgangsakreinar. (Reiðhjól eru skilgreind sem ökutæki samkvæmt umferðarlögum
og alþjóðlegum samþykktum). Við höfum áður sent rökstuðning okkar við því að
bannið nái ekki til hjólreiðamanna, enda gengur það gegn andi og grunnhugsun
forgagnsakreina, þar sem hjólreiðar menga ákaflega  lítið en eru að samu skapi
mjög heilbrigður samgöngumáti. 
Við höfum líka vísað til fordæma frá öðrum borgum og löndum þar sem strætó og
reiðhjól samnýta forgangsakreinar. 


Kveðja,
Morten

Landssamtök hjólreiðamanna
(Icelandic Cyclists' Federation)
Pósthólf 5193
125 Reykjavík

http://hjol.org
lhm@islandia.is

Landssamtök hjólreiðamanna er aðili að 
European Cyclists' Federation
www.ecf.com

Svar:
Sæll Morten,

það er ekki búið að ákveða hvenær málið verður tekið fyrir en ég mun hafa samband 
við ykkur og boða á fund þegar það verður gert.

Með bestu kveðju,
Elín Valdís