Góðan dag og gleðilegt ár

Landssamtök hjólreiðamanna ítreka beiðni um skriflegt svar (bréflega eða með tölvupósti) við tölvupósti sem sendur var á netföng neðangreindra aðila 15. nóvember síðastliðin vegna 1+2 stíga.
Tölvupóstur þessi með viðhengi og vefslóðum er einnig aðgengilegur á slóðinni:  http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2007/151107.htm
Tölvupóstur þessi er nú einnig sendur til Þorleifs Gunnlaugssonar formanns umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, Pálma Freys Randverssonar og Hjólreiðarnefnarmanna þeirra  Dofra Hermannsonar, Óskars Dýrmunar Ólafssonar og Gísla Marteins Baldurssonar.

Með kveðju í von um góð viðbrögð

Magnús Bergsson

Landssamtök hjólreiðamanna
Pósthólf 5193
125 Reykjavík.

http://hjol.org
 

---------------------------------------------------

Góðan dag

Í haust gekk Reykjavíkurborg í það verk að mála óbrotna línu á marga göngustíga borgarinnar til að skilja að gangandi og hjólandi vegfarendur (svonefndir "1+2 stígar").
Vegna óskýrra umferðarreglna telja Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) þessa óbrotnu linu aðeins til þess fallna að valda slysahættu. Meðan hjólreiðafólk þarf að deila þessum mjóu  gangstéttum með gangandi vegfarendum er mikilvægt að á göngustígunum ríki sama ákveðna regla og almennt gildir í umferðinni, þ.e. hægriregla.

Nánari upplýsingar eru í viðhengi. (Word skjal)

Sjá einnig: Athugasemd við umferðaröryggisáætlun:
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2004/athumferd.htm

LHM hvetja Reykjavíkurborg til að mála yfir ofangreindar linur eins fljótt og auðið er svo að gangandi og hjólandi vegfarendur geti fylgt almennri hægri reglu.

Bréf þetta er sent á eftirtalda aðila:

Framkvæmdasvið:  
fs@reykjavik.is
Hrólf Jónsson sviðstjóra Framkvæmdasviðs
Ólaf Bjarnason aðstoðarsviðstjóra
Sighvat Arnarsson skrifstofustjóra

Umhverfissvið:  
umhverfissvid@reykjavik.is
Orri Sigurðsson sviðsstjóri Umhverfissviðs


Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir svari við þessu bréfi.


Með góðri kveðju í von um viðbrögð




F.h. Landssamtaka hjólreiðamanna

Magnús Bergsson

-

 

-------------------   Svar berst með tölvupósti 15. janúar 2008   ----------------

 

 

Til Landssambands hjóreiðamanna.

LHM óska eindregið eftir því að sameiginlegum göngu- og hjólreiðastígum sé ekki skipt með málaðri línu.
Hugsunin með málingu stíga hefur verið að aðskilja eftir föngum gangandi og hjólandi. Mér hefur ekki tekist að fá það upplýst hvernig til þess var stofnað í upphafi, en allmikið af stígum hefur verið málað og merkt á undanförnum árum.

 Við á Framkvæmdasviði höfum farið yfir þessa ábendingu og munum taka fullt tillit til hennar í framtíðinni.

Væntanlega mun taka nokkurn tíma að fjarlægja skilti og má af það sem málað hefur verið.


Kveðja

Ólafur Bjarnason
aðstoðarsviðsstjóri