Reykjavík 21. júlí 2006

Góðan dag,

Okkur hjá Landssamtökum hjóleiðamanna viljum gera athugasemdir við drög að matsáætlun fyrir Sundabraut 2. áfangi.
Manni skilst á umræðunni í fjölmiðlum að fresturinn verði framlengdur, og vonumst við til að fá svar við þetta skeyti, sem staðfestir móttöku, og upplýsi um framlengda frest.
Vegna hversu stuttur tími hafi gefist til að vinna athugasemdin, sendum við aftur inn athugasemdin sem við sendum inn fyrir 1. áfanga. Í meginatriðum hafa forsendur lítið breyst í því sem við viljum benda á.
Ef eitthvað er, þá hefur rök okkar verið að styrkjast með nýjum rannsóknum sem hafa verið birtar, og þróun í heiminum varðandi olíuverð, gróðurhúsaáhrif, offitufaraldur og fleira.
Þá viljum við benda á að heilsufarsþættir sem eru teknar fyrir í drögunum mætti vel setja undir einum hatti, og útvikka. Það er greinilegt að meðal annars heilsa manna sé hérna til umfjöllunar, en hreyfingarleysið er mun stærra vandamál en hin heilsumálin sem eru tekin fyrir. Hreyfingarleysið er áætlað að drepi margfalt fleiri á Bretlandi en umferðarslysin, sem dæmi.
Gerð Sundabrautar án þess að stytta leiðir og auka þægindi hjólandi og gangandi umtalsvert líka, mun enn frekar styrkja samskeppnisstöðu einkabílsins á kostnað annarra ferðamáta, ekki síst hjólreiðar.
Alþjóða heilbrigðisstofnun geta leiðbeint í gerð Health Impact Assessment, sem mundi gera heiðarlega tilraun til að meta heildaráhrif framkvæmdarinnar á heilsu, án þess að ferlið þurfi að vera dýrt. Tengiliður gæti verið til dæmis Carlos Dora hjá WHO og/eða Lýðheilsustöð.

Sjá viðhengi

Með bestu kveðjur,
Morten Lange
formaður


Landssamtök hjólreiðamanna
(Icelandic Cyclists' Federation)
Pósthólf 5193
125 Reykjavík

http://hjol.org
lhm@islandia.is

Svar við þessu bréfi er hér fyrir neðan


Góðan daginn,

Takk fyrir athugasemdirnar, ég staðfesti hérmeð móttöku þeirra. Frestur til að skila athugasemdum við drög að tillögu að matsáætlun hefur verið framlengdur til 21. ágúst.

Virðingarfyllst,
Ólafur Árnason

Línuhönnun hf. verkfræðistofa
Suðurlandsbraut 4A - 108 Reykjavík
S: 585 1500/ 660 1529 Fax: 585 1501