Sælt veri fólkið

Ég ásamt Morten Lange formanni Landsamtaka hjólreiðamanna komum til fundar við ykkur á vinnustofu Þverá vegna lagningu hjólreiðabrauta meðfram Lönguhlíðar og Laugavegi frá Hlemmi að Kringlumýrarbraut. Við hjá Landssamtökunum höfum fundað um málið. Viljum við þakka fyrir að fá að koma að málinu svona snemma á hömnnunarstígi.
Á fundi Landssamtakana kom það fram að liklega væri best að leggja samsíða hjólreiðabraut norðan Laugavegs fremur en í götustæði eins og teikningar sýndu (þetta á ekki við um Lönguhlíðina). Fyrir því eru mörg rök sem ég tel of langt mál að fara út í hér í þessum tölvupósti. Þess í stað erum við að vinna að vefsíðu þar sem við ætlum að lýsa í máli og myndum íslenskum aðstæðum og hvernig við teljum hjólreiðabrautum best fyrir komið á höfuðborgarsvæðinu. Við teljum það afar mikilvægt að yrstu hjólreiðabrautirnar verði gallalausar svo arðsemi þeirra verði sem mestar.

Ég læt ykkur vita þegar vefsíðan er komin af stað.

Kær kveðja
Magnús Bergsson

http://hjol.org

________________________________________________________________________

Viðbrögð við þessum tölvupósti bárust 17.  feb. og 20.  feb.