Reykjavík 9. nóvember 2006

 

Góðan dag William

Ég kom til þín í vor og bar upp spurningu um túlkun umferðarlaga varðandi hjólreiðamenn sem ætla að taka vinstribeygju (á akbraut).

Lagatextinn hefur vafist fyrir mönnum, en þegar ég leitaði til þín varstu sammála túlkun minni um að hjólreiðamaður sem hjólar á götu getur valið eftir aðstæðum, til dæmis hversu mikill og hröð umferð bíla er, hvort hann taki vinstribeygju eins og ökumenn bifreiða eða taki vinstribeygju með þeim hætti sem er sérstaklega skýrt í sérreglu fyrir hjólreiðamenn. Lítið er í dag um það að menn hjóla á götu nema þar sem umferð sé hvorki mjög þung né hröð.


Þú stakkst upp á því að ég mundi senda þér skriflega fyrirspurn um þessa lagatúlkun.

Kannski manstu umræður okkar og getur gefið skriftlegt svar strax. En hér fyrir neðan fylgja mínar vangaveltur um túlkun laganna í nokkuð löngu máli. Ég vona að málfarsvillur mínar skemma ekki of mikið fyrir miðlun innihaldsins.

Kveðja,
Morten



Tilraun til að túlka umferðalögin v. vinstribeygju hjólreiðamanna :

1. Reiðhjólið er ökutæki samkvæmt 2. grein umferðarlaga.

2. Þar sem lögin fjallar um ökutæki gilda þau því fyrir ökumenn allra ökutækja, þar með talið vélknúinna ökutækja og reiðhjóla, nema annað sé tekið fram.
Munur á reglum fyrir þessum hópum eru í eðli sínu viðbótarreglur og undantekningar frá meginreglum.

3. Almenn regla um vinstribeygjur er í 15. grein laganna :
Hún gildir almennt um ökumenn ökutækja, og hljómar svo : "Við vinstri beygju skal aka sem næst miðju akbrautar og á akbraut með einstefnuakstri eins nálægt vinstri brún og unnt er."

4. Sérregla, sem sagt viðbótarregla, fyrir hjólreiðamenn sem ætla sér til vinstri er í 39. grein. Fyrsti hluti hljómar svo :

"Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri, _má_ vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri ... "

Sem sagt hér er um val að ræða : Hjólreiðamaðurinn _má_ vera áfram hægra megin,
ólíkt aðrir ökumenn (15. grein)

5. Málsgreinin í grein 39 heldur áfram (með innskot frá mér):

"Ætli hann [sem sagt þessi sem kýs að vera áfram hægra megin] til vinstri [ en ekki beint áfram] skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir umferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum."

Margir hafa lagt áherslu á orðið _skal_ sem er í þessum hluta, en virðist ekki lesa greinina í heild, og leggja ekki áherslu á orðinu _má_ sem þó stendur framar í greininni. Þá virðist þeir ekki túlka greinina í samhengi við lögin í heild.

En auk lagatextans kemur líklega annað inn í þessu, sem er hefð, andi lagana, og heilbrigt skynsemi. Þar kemur öryggi og jafnvel óþægindi allra sterkt inn.

Fyrst um túlkun orðalags, og svo um forsendur/bakgrunn/hefð.

Orðalag :
"Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara  beint áfram eða beygja til vinstri, má  vera áfram hægra megin á vegi.

Fyrsta setningin segir að menn geta kosið hvort þeir séu áfram hægra megin. Það stendur ótvírætt má, frekar en skal, og það hlýtur að vera nokkuð skýrt í lagalegum skilningi.  Þegar þetta er slegið fast og stendur, heldur maður áfram að túlka afganginn.  Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram  yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er  unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir  umferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu  sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum."

Hér er aftur á móti notað orðið skal. Mjög sterkt ef ekki túlkað út frá samhenginu. Og gefur þá túlkunin sem margir lenda á, líka lögfræðiráðgjöf laganema ( Orator ).

En út af því að slegið er fast að hjólreiðamaðurinn getur kosið hvort hann vilji vera "áfram til hægri", þá gildir þetta "skal" um þá sem svo kjósa. Um aðra (þeir sem ekki nýta sér sérstaks heimild til þess að vera áfram hægra megin) gildir almennar reglur því reiðhjólið er ökutæki samkvæmt lögum.



Forsendur, bakgrunn :

Hvernig eru lög í nágrannalöndum varðandi þessu ?
DK + NO + UK : Að mér sýnist eins og túlkunin er hér að ofan

Hvaða reglur gilda aðrir um hjólreiðamenn :
Reiðhjólið er ökutæki, og það er samkvæmt alþjóðarétt, eða alþjóða samkomulagi að mér skilst.

Hvað er almenna stefnan í samfélaginu ?
Eins og sumir segja : Bíllinn ræður, hjólreiðar eru hættulegar.

Hvað er öruggast ?
Mín túlkun : Fyrir vana hjólreiðamenn sem eru í umferð sem ekki er mjög hröð: Keyra eins og ökutæki. Við hröð umferð og fyrir óvana : Gera það sem þessi grein laganna opnar fyrir.

Hvað gera götur ráð fyrir ?
Alltaf "hægt" að keyra reiðhjól sem ökutæki, ekki alltaf hægt að labba yfir eftir að hafa kosið að vera "áfram hægramegin"

Vegir gera oft ekki ráð fyrir hegðun eins og er opnað fyrir í 39. grein lagana, því gangbrautir og pláss fyrir gangandi eða menn sem hjóla þvert á umferð vanta oft. Oft er einungis gert ráð fyrir gangandi eða hjólreiðamenn yfir einum eða tvennum götum sem renna inn í gatnamót/vegamót, og oft ekki yfirhöfuð.


Þetta varð svolítið langt,og eins og þú sérð er ég búinn að pæla svolítið í þessu. Gott væri að fá að heyra álit þitt, og sérstaklega ef þú finnur villur í þessu. Ef þú hefur tækifæri til að segja frá hvernig þú kemst að þinni niðurstöðu værum við í hjólreiðasamtökunum mjög áhugasöm um það.



Svar við þessu bréfi er hér fyrir neðan
 


Reykjavík 15. nóvember 2006

Sæll Morten.

Ég er sammála túlkun þinni á 15. og 39. gr. umferðarlaga og er í sjálfu sér engu við það að bæta. Sjónarmið sem þú setur fram hér að neðan varpa skýru ljósi á málið.

Með bestu kveðju,

William
 


Reykjavík 16. nóvember 2006

Sæll William

Takk kærlega fyrir þetta. Ég geri ráð fyrir því að við megum vitna í þessari niðurstöðu frá Lögfræðisviði Umferðarstofu ?

Og í sömu andrá vitna í bollaleggingar mínar, etv yfirfarnar með tillíti til stíl og málfars ?

Næsta skref finnst mér vera að við óskum eftir því að þessi grein umferðarlaga verði orðað skýrar þannig að misskilnings gæti ekki. Því það eru sem sagt margir sem hafa túlkað þessu þröngt og lagt áherslu á "skal" í sambandi við "að vera áfram hægra megin". Þar á meðal lögfræðiþjónusta lögfræðinema.

Svoleiðis ósk hef ég reyndar þegar sent Samgönguráðuneytið, í tölvupósti.

En eftir á að hyggja þá hefði ég átt að raðfæra mig við þig í þessu fyrst, og heyra hvort þessi leið sé ekki eðlileg. Mögulega eru til aðrar leiðir, raunhæfari eða betri, til að minnka líkur á "þrönga" túlkun ?

Annað er að hugsanlega væri kostur að leggja fram tillögu að breyttu orðalagi. Hefur þú einhverjar tillögur í þessum efnum ?


Kveðja,
Morten