Kæri Gísli Marteinn Baldursson

Við hjá Landssamtökum hjólreiðamanna höfum áhuga á því að hitta þig vegnasamgöngumála í Reykjavík.

Við óskum eftir að ræða við þig um gerð, hönnun og viðhald gangstétta, stíga og hjólreiðabrauta í borginni og fá upplýsningar um stefnu borgarinnar íþeim efnum.

Einnig vildum við gjarnan fá að koma að þeirri vinnu sem nú eru fyrirhuguð, en það er breyting á gatnamótum Kringlumýrar og Miklubrautar sem og lagning Sundabrautar.


Bestu kveðjur,
Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna

P.S.
Ef þú villt kynna þér ástandið á gangstéttum borgarinnar þá er því liklega best lýst í athugasemd við umferðaröryggisáætlun sem Landssamtök hjólreiðamanna sendu frá sér fyrir nokkrum misserum.

http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2004/athumferd.htm

Þá má minnast á myndband frá skipulagsmálum Kuapmannahafnar.
http://video.google.com/videoplay?docid=-5092322980326147472

Við eigum myndina til á DVD og þá í betri upplausn. Við höfum reyndar fullt af
gögnum undir höndum frá mörgum heimsálfum auk innlent efni.


Landssamtök hjólreiðamanna
(Icelandic Cyclists' Federation)
Pósthólf 5193
125 Reykjavík

http://hjol.org
lhm@islandia.is
Aðili að European Cyclists' Federation
www.ecf.com

 

Svar við þessu bréfi er hér fyrir neðan



Sæll Morten.
Ég er meira en fús til að hitta ykkur. Best er að hringja í ráðhúsið og panta viðtalstíma við mig. Þá tek ég á móti ykkur á skrifstofu minni í Tjarnargötu 12.

Bestu kveðjur,
Gísli Marteinn.