Reykjavík.  31. mars 2004

 

Arðsemi samgöngumannvirkja og heilbrigðismál


Landssamtök hjólreiðamanna fagna framkominni þingsályktunartillögu þskj. 321 — 283. mál. Í henni er ríkisstjórninni falið að skipa nefnd til að undirbúa áætlun og lagabreytingar þar sem gert er ráð fyrir að hjólreiðar verði viðurkenndur og fullgildur samgöngumáti á Íslandi.

Þingsályktunartillagan er á vefslóðinni: http://www.althingi.is/altext/130/s/0321.html

Þessi þingsályktunartillaga er bæði mikilvæg og tímabær í stækkandi borgarsamfélagi þar sem kröfur um fjölbreytilegar samgöngur eru sífellt að verða mikilvægari.

Því til áréttingar vilja Landssamtök hjólreiðamanna koma á framfæri að Norðmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að uppbygging hjólreiðabrauta sé ákaflega arðsöm framkvæmd með tilliti til heilbrigðis- og umhverfismála. Skýrslu um málið má finna á eftirtöldum vefslóðum:
http://www.toi.no/program/program.asp?id=35830 Norski samantekt og full útgáfa.
http://www.toi.no/Program/program.asp?id=36338 Enskri samantekt.
http://www.islandia.is/lhm/greinasafn/2004/toi_is.htm Stutt samantekt norsku skýrslunar á íslensku.

Á vefsíðu Landssamtaka hjólreiðamanna http://hjol.org er hægt að finna ýmsar upplýsingar í greinasafni um vistvænar og hollar samgöngur sem sýna það og sanna að ofangreind þingsályktunartillaga er ákaflega tímabær.


F.h. Landssamtaka hjólreiðamanna,


________________________

Sigurður M. Grétarsson

http://hjol.org