Algjört Sinnuleysi
Þar sem ég bý í neðra Breiðholti hef ég orðið allskostar var við miklar
framkvæmdir við Stekkjarbakka enda hafa þær staðið nú í ár. Í apríl 2003
var göngustígnum meðfram Reykjanesbraut skyndilega mokað í burtu vegna
vinnu við mislægra gatnamóta fyrir bíla.
Nú hefur mér verið boðið upp á að hjóla í möl og drullu í heilt ár og nóg
komið af því góða. Samkvæmt útboðsgögnum átti framkvæmdum við stígagerð að
vera lokið 18. október 2003 með bundnu slitlagi, undirgöngum undir
Stekkjarbakkann og göngubrú yfir Reykjanesbraut.
Að sögn verktakans sem dvelur á svæðinu verður ekki lokið við stígana fyrr
en í júlí 2004. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand enda er tímabilið
frá maí fram í ágúst það tímabil sem flestir nota reiðhjólið og þegar svo
mikilvæg samgönguæð er lokuð eða torfær þá augljóslega minnkar áhugi
hjólreiðamanna á því að nota hjólið.
Yfirvöld hafa oft haldið því fram að stígagerð fyrir hjól standi ekki
undir sér þar sem svo fáir nota hjólið til samgangna. Ég skora því nú á
yfirvöld að standa þannig að næstu framkvæmdum (t.d. við
Miklubraut-Kringlumýrarbraut) að hjólandi og gangandi vegfarendur fái
algjöran forgang, hjáleiðir verði malbikaðar, vel merktar og eins stuttar
og hægt er en aftur á móti yrðu hjáleiðir fyrir akandi vegfarendur
þröngar, hættulegar, óupplýstar, ómerktar og ómalbikað drullusvað sem
myndi tefja fyrir akandi umferð um 250% eins og er gert varðandi hjólandi
og gangandi umferð nú um Stekkjabakka. Þá skulum við sjá hvort fólk fari
ekki að nota hjólið til samgangna. Það er nefnilega þannig að ef engin
væri sundlaugin, þá er engin sundmaðurinn. Ef engin er hjólavegurinn, þá
engin er hjólreiðamaðurinn.
Myndir frá svæðinu teknar 7. apríl er að finna hér:
www.heimsnet.is/elvarorn/hjol/stekkjarbakki
Elvar Örn Reynisson
Jörfabakka 6
109 Reykjavík
 |