Reykjavík 6. mars 2004

 

Alþjóðlegur heilsudagur 2004 – umferðaröryggi


Í tilefni alþjóðlegs heilsudags (WHO World Health Day 2004 – Road Safety) sem haldinn verður 7. apríl n.k. vilja Landssamtök hjólreiðamanna vekja athygli á þingsályktunartillögu nr. 283 um stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar. Í tillögunni er gert ráð fyrir hjólreiðum sem viðurkenndum og fullgildum kosti í samgöngumálum. Hjólreiðabrautir verði sérstaklega skilgreindar og þeim fundinn staður í vegalögum auk þess sem kveðið verði á um ábyrgð eða þátttöku ríkisvaldsins í gerð þeirra.

Landssamtökin fara þess á leit við fréttastofuna að fjallað verði um þingsályktunartillöguna í tengslum við heilsudag WHO og heilsueflingaverkefnið “Hjólað í vinnuna” sem Ísland á iði stendur fyrir 17. – 28. maí 2004

Norðmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að uppbygging hjólreiðabrauta sé ákaflega arðsöm framkvæmd með tilliti til heilbrigðis- og umhverfismála. Skýrslu um málið má finna á eftirtöldum vefslóðum:
http://www.toi.no/program/program.asp?id=35830 Norsk samantekt og full útgáfa.
http://www.toi.no/Program/program.asp?id=36338 Ensk samantekt.
http://www.islandia.is/lhm/greinasafn/2004/toi_is.htm Stutt samantekt norsku skýrslunar á íslensku

Frekari upplýsingar um heilsudaginn er að finna á síðu WHO World Health Day 2004 - Road Safety: http://www.euro.who.int/whd/Home

Þingsályktunartillöguna er hægt að finna á vef Alþingis: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=130&mnr=283. Það væri afskaplega gott ef fréttamenn ræddi við flutningsmenn tillögunar þar sem málið virðist vera að sofna í höndum Alþingis

Upplýsingar um “Hjólað í vinnuna” er að finna á vefsíðu ÍSÍ:
http://hjolad.isisport.is/template1.asp?PageID=1

f.h. Landssamtök hjólreiðamanna
Auður Ýr Sveinsdóttir
varaformaður
http://hjol.org