Til Gatnamálastofu Reykjavíkur
 
Þann 15. apríl s.l. sendu Landssamtök hjólreiðamanna bréf til Sigurðar I. Skarphéðinssonar gatnamálastjóra og Björns I. Sveinssonar borgarverkfræðings vegna umferðarljósa sem skynja ekki umferð hjólreiðamanna. Ekki hafa enn borist svör eða viðbrögð við þessum bréfum.
Landssamtökin ítreka því efni bréfsins nú til Gatnamálastofu Reykjavíkurborgar með von um einhver viðbrögð.
 
 

 
Bréfið má finna á vefnum http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2004/150404.htm og í viðhengi.
En það hljóðar svo:
 
 

Reykjavík 15. apríl. 2004

Hr. Björn I. Sveinsson borgarverkfræðingur

Í ljós hefur komið að flest umferðarljós sem stýrð eru af málmskynjurum, skynja ekki umferð hjólreiðafólks. Á þetta við um alla þá staði þar sem spólan í götustæði er rúmlega bílbreidd að stærð og stærri. Hins vegar þar sem spólan á aðeins að skynja farartæki við beygjuljós er spólan orðin það þröng að hún nær því, að því er virðist, að skynja reiðhjól.

Það þarf varla að taka það fram að hjólreiðafólks er getið í umferðalögum og þeim ber að fara eftir umferðalögum, því verður að bregðast skjótt við og lagfæra þessa hönnun svo fljótt sem auðið er.

Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir því að borgin geri úttekt á þessum gatnamótum svo hægt verði að kortleggja vandamálið og í framhaldi af því að leysa það.

Landssamtökin eru reiðubúin í samvinnu við Reykjavíkurborg vegna þessa máls.

Með kveðju,

f.h. Landssamtök hjólreiðamanna,

Magnús Bergsson
Pósthólf 5193
125 Reykjavík

http://hjol.org
lhm@islandia.is

Afrit sent til gatnamálastjóra Sigurðar I. Skarphéðinssonar.