28. nóvember 2003.

Dagbjartur Sigurbrandsson
Sigurður I. Skarphéðinsson


Landssamtök hjólreiðamanna eru þessa dagana að vinna að gerð athugasemda við umferðaöryggisáætlun sem nú er í endurskoðun hjá Samgönguráðuneytinu. Því vantar okkur upplýsingar við eftirtalin atriði;

Hversu mörg umferðarljós með umferðarskynjurum í Reykjavík láta stýrast af umferð hjólreiðafólks sem koma eftir akbraut?

Ef slík ljós eru til. Hvar er þau að finna?

Hver er skilningur Gatnamálastofu á því hvaða reglum hjólreiðafók eigi að fara eftir þar sem ljósin stýrast ekki af umferð hjólreiðafólks? Varla er reiknað með því að hjólreiðamenn aki yfir á rauðu ljósi en sömuleiðis er ótækt að reikna með því að hjólreiðamaður bíði eftir því að bíll komi til að vekja skynjarann.

Hversu mörg gangbrautarljós með hnappi eru óháð forgangi bílaumferðar  (Virka strax, eru ekki álgsstýrð líkt og t.d. gangbrautarljósin á Miklubraut og Hringbraut)?

Er Gatnamálastofa með kort af gatnakerfi Reykjavíkur þar sem sjá má tegund umferðarljósa (tímastýrð, álagstýrð með skynjara eða hnappastýrð ljós)?
 


Með kveðju,
 
F.h. Landssamtök hjólreiðamanna
Magnús Bergsson
http://hjol.org