Til:  Hafliða R. Jonsson.   eftirlitsaðili með framkvæmdum við Stekkjarbakka
Árni Þór Sigurðsson.  formaður Samgöngunefndar

CC:  Björn Ingi Sveinsson Borgarverkfræðingur
Sigurður I. Skarphéðinsson Gatnamálastjóri


Stígaleysi við Stekkjarbakka


Það er farið að valda hjólreiðafólki verulegum vonbrigðum að ekki skuli enn
vera búið að ljúka við stíga umhverfis framkvæmdina við Stekkjarbakka.

Frá fyrsta degi frá því að hafist var handa við að byggja þessi mislægu
gatnamóta þá hafa bæði gangandi og hjólandi vegfarendur verið
vegasambandslausir á þessum stað. Ég vil minna á að þarna lá mikilvæg
samgönguleið og það er ekki enn búið að koma henni í lag. Það er fjöldi
hjólreiðamanna sem þarf daglega að leggja lykkju á leið sína vegna  þessa
klúðurs eða fara út á akbrautina sem aðeins hefur versnað til hjólreiða
eftir þessa framkvæmd.

Upphaflega var því lofað símleiðis að framkvæmdum við stígana lyki um miðjan
október. Síðan var aftur gefið loforð um miðjan nóvember með tölvupósti og
nú er kominn í miður desember.

Landssamtök hjólreiðamanna krefjast þess að þessum framkæmdum ljúki fyrir
jól svo samgöngur milli Reykjavíkur og Breiðholts komist í lag hið fyrsta.

Hjólandi og gangandi vegfarendur eru líka umferð.

Með von um góð og skjót viðbrögð.


F.h. Landssamtök hjólreiðamanna
Magnús Bergsson


Landssamtök hjólreiðamanna
Pósthólf 5193
125 Reykjavík
http://hjol.org