Fréttatilkynning

Landssamtök hjólreiðamanna mótmæla harðlega framkomnu lagafrumvarpi Hjálmars Árnasonar um að heimila hægri beygju á rauðu ljósi. Ef mið er tekið af reynslu af slíkri heimild frá Bandaríkjunum bendir flest til að slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum muni fjölga verulega.                           

Hjálmar hefur áður lagt fram þetta lagafrumvarp. Þá kom fram í umsögn Umferðarráðs (nú Umferðarstofu) til Alsherjarnefndar Alþingis að í nýlegri þýskri tölfræðiúttekt frá 4 fylkjum Bandaríkjanna, að slysum fjölgaði um 54% á gangandi og 91% á hjólandi vegfarendum, þar sem hægri beygja á rauðu ljósi var leyfð.

Í nýlegri úttekt umferðaröryggisráðs Nýja Sjálands, kemur fram að í flestum fylkjum Bandaríkjanna hafi aukning slysa á gangandi og hjólandi vegfarendum orðið á bilinu 50-100%.

Þessi aukning alvarlegra slysa á gangandi og hjólandi vegfarendum, sem heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hefur valdið í Bandaríkjunum, er það mikil að slík lagabreyting hér getur ekki talist annað en alvarleg aðför að öryggi slíkrar umferðar. 

Með þessu er verið að vega alvarlega að þeirri tegund umferðar sem þó er yfirlýst stefna stjórnvalda að auka sem mest vegna umhverfisverndarsjónarmiða. 

Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna hvetur alþingismenn til að fella þetta lagafrumvarp.

 

Landssamtök hjólreiðamanna
Pósthólf 5193
125 Reykjavík

lhm@islandia.is
http://hjol.org

 

Til fróðleiks, meira um sama málefni:

http://www.walkinginfo.org/de/curb1_print.cfm?codename=f&CM_maingroup=SignalsandSigns#top

http://www.ltsa.govt.nz/legislation/road-user/rur-left-turn.html

http://www.mira.ca/content/vneo.html

http://mutcd.fhwa.dot.gov/thread.cfm?threadid=156&messages=11#1812

http://www.insidevc.com/vcs/ca/article/0,1375,VCS_165_2357975,00.html

http://www.lapdonline.org/bldg_safer_comms/tip_of_the_month/2001/01_04_traffic_tip.htm

http://kbla.com/firm/previous3.php