Reykjavík 16. september 2003

 

Kæru viðtakendur:

Sigurður I. Skarphéðinsson Gatnamálastjóri.
Ólafur Stefánsson Deildarstjóri.
Árni Þór Sigurðsson Formaður samgöngunefndar.


Landssamtök hjólreiðamanna fagna því að fjármunir Reykjavíkurborgar séu nýttir til þess að lagfæra og betrumbæta göngustíga borgarinnar.

Hins vegar harma Landssamtök hjólreiðamanna þau mistök sem hafa verið gerð við hönnun göngustíga og gangbrauta við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og telur að hönnunin sé síst til að auka öryggi þeirra sem um þau fara.

Um er að ræða margar og krappar beyjur á göngustígunum á umferðaeyjum auk þess sem háir kantar í ferðastefnu gætu valdið því að vegfarendur hnjóti um þá og falli út á akbrautir og slasist auk þess sem reiðhjól skemmist. Þá er erfitt að ímynda sér að snjóruðningstæki eigi auðvelt með að hreinsa þessar brautir af sömu ástæðu. Reistar hafa verið háar girðingar sem hamla för gangandi og hjólandi vegfarenda þegar bílstjórar virða ekki stöðvunarlinu.

Landssamtökin óska eftir fundi sem fyrst með viðeigandi aðilum til að ræða þessa framkvæmd.



Virðingarfyllst,

f.h. Landssamtaka hjólreiðamanna
Sigurður M. Grétarsson form.


Landssamtök hjólreiðamanna
P.O.Box 5193
125 Reaykjavík

http://islandia.is/lhm