Umhverfisráðuneytið

Ráðherra, frú Siv Friðleifsdóttir

Vonarstræti 4

150 Reykjavík

 

Umsókn um aðkomu Umhverfisráðuneytisins á þýðingu á handbók um hjólreiðar í þéttbýli

 

Árið 1999 gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út handbók um hjólreiðar í þéttbýli.  Bókin heitir á ensku;  Cycling: the way ahead for towns and cities.

Í formála bókarinnar segir “Handbókin, hjólreiðar: leiðin fram á við fyrir borgir og bæi, er byggð á þeirri hugmynd að versti óvinur reiðhjólsins sem samgöngutækis í þéttbýli sé ekki bíllinn, heldur afgamlir fordómar í garð hjólreiða.”[i]  Þá er sagt að bókinni sé ætlað að leiðrétta þær ranghugmyndir sem menn hafi í garð hjólreiða sem og að koma með hugmyndir að ódýrum og einföldum lausnum á vanda hjólandi vegfarenda.

Fordómar gagnvart reiðhjólinu sem samgöngutæki eru miklir hér á landi og hafa samtök hjólreiðamanna mætt mikilli fáfræði og andstöðu ráðamanna í baráttu sinni fyrir bættu samgöngukerfi fyrir reiðhjól.

Hér er því óskað eftir að Umhverfisráðuneytið standi fyrir þýðinu og staðfæringu á handbókinni “Cycling: the way ahead for towns and cities” og sjái um að bókin fái dreifingu til ráða- og embættismanna sem að málefnum hjólreiða kunna að koma enda er það forsenda þess að hægt verði að vinna hjólreiðum sess sem vistvæns ferðamáta.

Reykjavík 1. nóvember 2002
Fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna

Sigurður M. Grétarsson, formaður                                 Magnús Bergsson, varaformaður
 
 

 

Greinargerð

Í skýrslunni “ Sjálfbær þróun.  Ný stefna fyrir Norðurlönd” er fjallað um skilvirka samsetningu samgöngukerfa og hjólreiðar teknar þar sérstaklega fram sem æskilegur þáttur í þeirri samsetningu.  Einnig er sagt orðrétt undir liðnum Umhverfis og heilbrigðisvænir samgönguhættir;

 

“Stuðlað skal að umhverfis- og heilbrigðisvænum samgönguháttum, ekki síst í þéttbýli þar sem einkum skal styðja almenningssamgöngur sem valda litlu álagi á umhverfið, hjólreiðar og göngu.  Í þessu sambandi er mikilvægt að umferðin verði örugg því að öryggisleysi í umferðinni hefur letjandi áhrif á notkun þessara samgönguhátta.  Sérstaklega á að stuðla að hjólreiðum í stærstu bæjum og borgum Norðurlanda með því að skapa samfellt grunnkerfi fyrir hjólreiðar.”[ii]

 

Töluverður fjöldi ofurhuga hefur valið reiðhjólið sem sitt helsta samgöngutæki þrátt fyrir að engan vegin sé hægt að segja að grunnkerfi fyrir hjólreiðar sé skilvirkt eða öruggt.[iii]  Það er okkar trú að mun fleiri myndu nýta sér reiðhjólið sem samgöngutæki væri staðið rétt að uppbyggingu hjólabrauta, með jákvæðum áhrifum á umhverfi okkar, hvort sem um er að ræða hljóð og loftmengun eða þjóðhagslegan ávinning í formi bættrar heilsu vinnuaflsins[iv].

 

Eitt stærsta vandamál hjólreiðamanna er að skilningurinn á málflutningi þeirra er lítill og oft á tíðum eru tilraunir embættis og ráðamanna til að bæta úr aðstöðu og aðgengi hjólafólks, dæmdar til að mistakast vegna þekkingarskorts skipuleggjenda og framkvæmdaaðila.  Þessi staðreynd gerir það að verkum að ekki hefur tekist að byggja upp skilvirkt eða öruggt samsett samgöngukerfi þar sem gert er ráð fyrir hjólreiðum.

 

Í framkvæmdaáætlun sjálfbærrar þróunar á Íslandi, til aldamóta 2000-2001 (1999-2000) (gefin út 1997) er tekið fram að stjórnvöld skuli í samvinnu við sveitarfélög og skipulagsyfirvöld gera ráðstafanir til að gangandi og hjólandi eigi greiða og örugga leið um þéttbýli og önnur fjölfarin svæði um allt land[v].  Árið 1999 var svo gefið út mat á stöðu áætlunarinnar en í því mati er hvergi minnst á þennan þátt áætlunarinnar svo að ætla má að ekkert hafi verið unnið að þessum málaflokki.[vi]  Kemur því kannski ekki mikið á óvart að sjá að hjólreiðar hafi verið afskrifaðar hjá Samgönguráðuneytinu í upphafi nýrrar aldar, en í Samgönguáætlun 2003-2014 er ekki minnst einu orði á hjólreiðar sem kost í almenningssamgöngum í þéttbýli þrátt fyrir að undir kafla um losun koldíoxíðs séu hjólreiðar og ganga nefnd “vistvænustu samgöngur sem völ er á”.[vii]  Í framhaldi af þessu er nefnt að veðurfar og yfirferð séu helstu annmarkar hjólreiða og göngu sem  samgöngumáta.  Þessi fullyrðing ber með sér mikið þekkingarleysi á hjólreiðum sem samgöngumáta og er nokkuð lýsandi fyrir þá fordóma sem hjólreiðar og hjólafólk þarf að lifa við.

 

Það er því nauðsynlegt að samræma það tungumál sem hjólreiðafólk, embættismenn og ráðamenn tala þegar rætt er um hjólreiðar sem samgöngumáta, ef árangur á að nást í uppbyggingu samgöngukerfa þar sem gert er ráð fyrir hjólreiðum.

 

Handbók framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er ágætis grunnur til að byggja á en til að hægt sé að nota bókina, þarf að þýða og staðfæra hana.  Samtök hjólreiðafólks hafa ekki bolmagn til að ráðast í slíkt verk sjálf, og er því leitast eftir því hér að Umhverfisráðuneytið hafi forgang í þessu máli og fái handbókina þýdda og staðfærða.

 

Til að auðvelda vinnu við staðfæringu bókarinnar munu Landssamtök hjólreiðamanna stofna ráðgjafanefnd sem verður þýðendum bókarinnar til aðstoðar en einnig mun LHM leggja til verksins öll þau gögn sem áður hafa verið unnin um hjólreiðar af félaginu.


 

 

Um handbókina

"Cycling: the way ahead for towns and cities"

The European Commission’s (Environment DG) first publication on urban cycling[viii]

A handbook for local authorities

The increasing demand for access to private vehicles has a detrimental effect on the way of life for about 80% of Europeans living in an urban environment. The perception of many European city dwellers that there are multiple harmful effects influencing their local environment is increasingly confirmed by the results of scientific studies on the health effects of air pollution on the public.

However, it is possible to minimise and even reduce this negative impact on the quality of life. For example, cities such as Strasbourg, Ferrare, Bremen, Graz, and Edinburgh demonstrate that it is possible to have town planning and transport systems which stabilise or even reduce the use of individual cars without threatening economic growth.

These cities, like their Danish and Dutch counterparts, apply incentives for public transport, bicycles, pedestrians, and car-sharing schemes whilst imposing restrictive measures on the use of private vehicles in town centres.

This approach is fully in line with the European Union international commitments for the reduction of emissions of greenhouse gases and European legislation on the air quality. Under this legislation (Air Framework Directive 96/62 and the daughter-directives) there is a requirement for local authorities to implement action plans to improve air quality in urban environments where it does not comply with the limit values specified in the legislation. In addition the public must be informed in the event of a pollution episode. This has been the case for several years for ozone. Transport organisation, for both cities and subsequently major companies, will therefore be a key issue in the coming years, particularly as the Commission will produce an annual publication listing those zones and agglomerations where air quality is not of a sufficient standard.

With this in mind, why is it that more European cities, particularly those in the Southern Member States, are not developing sustainable transport policies? Ferrare, Barcelona and numerous cities in Northern Europe are taking forward this idea of sustainable transport systems, a key feature of which is the promotion of cycling.

This new handbook, "Cycling, the way ahead for towns and cities" is published by the European Commission on European Environment and Bicycle Day (5 June), with the aim of correcting some of the prejudices associated with the use of the bicycle as a regular mode of transport in the urban environment.

An example of such a prejudice which is generally accepted is "Bicycles are dangerous in urban areas". Statistics do in fact show that the most dangerous mode of transport in an urban environment is the car and accident victims include all members of the public: pedestrians, motorists and cyclists (children and the elderly in particular). Numerous studies across Europe show that a reduction in the speed of traffic to 30 km.p.h. would benefit all urban dwellers and would encourage the use of bicycles.

Moreover, it is necessary to consider aspects which encompass more than road safety. Indeed, it is advisable to consider the wider concept of the impact of transport on public health (precisely the objectives of Community air quality legislation). This results in the realisation that car journeys have negative effects for all the urban population and in contrast, the bicycle has advantages not only for the cyclist but also for urban environment quality as a whole.

As the handbook is based on the results of the Eurobaromètre opinion surveys, it endeavours to demonstrate the extent to which European public opinion would encourage measures promoting the use of public transport and bicycles to the detriment of the individual car.

"Cycling, the way ahead for towns and cities" was well received, at its official launch in April at the ‘Vélocity’ conference in Graz.

The handbook will be distributed throughout this year to all municipalities of more than 50 000 inhabitants in Southern Europe with the aid of national urban cycle clubs (where they exist) and city networks. It will also be available in the coming months at events organised with the participation of the Commission.

Further copies can be obtained from the Publications Office of the European Communities.[ix]


 

 

 

Heimildir

Cycling: the way ahead for towns and cities, European commission 1999

http://europa.eu.int/comm/environment/cycling/cycling_en.pdf

Sjálfbær þróun.  Ný stefna fyrir Norðurlönd, Umhverfisráðuneytið (2001?)

http://umhverfisraduneyti.is/interpro/umh/umh.nsf/Files/SjalfbraeNordurlond/$file/Sjálfbær%20Norðurlönd.pdf

Íslenski fjallahjólaklúbburinn, umferðarvefur

http://this.is/hjol/umferd/index.htm

Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi - framkvæmdaáætlun til aldamóta,  Umhverfisráðuneytið (1997?)

http://umhverfisraduneyti.is/interpro/umh/umh.nsf/c074feaba120fd57002567bc003a8ea6/81ef9ef9e279eab90025663a003f47d0?OpenDocument

SJÁLFBÆR ÞRÓUN Í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI: Mat á stöðu framkvæmdaáætlunar, Umhverfisráðuneyti 1999

http://umhverfisraduneyti.is/interpro/umh/umh.nsf/c074feaba120fd57002567bc003a8ea6/3656d1c25fd32b97002567d30042942c?OpenDocument

Samgönguáætlun 2003-2014, tillaga stýrihóps, Samgönguráðuneytið 2001tt

http://samgonguraduneyti.is/interpro/samgongur/samgongur.nsf/Files/samgonguae2003_2014/$file/Samgonguaaetlun2003_2014.pdf

Bygging av gang- og sykkelvegnett mer lønnsomt enn de fleste vegprosjekter, grein eftir Dr.scient; Kjartan Sælensminde birt á vef Transportøkonomisk institutt

 http://www.toi.no/Samferdsel/

Heimasíða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

http://europa.eu.int/comm/environment/cycling/cycling_en.htm

 


 

[i] Cycling: the way ahead for towns and cities síða 5

[ii] Sjálfbær þróun síða 64

[iii] Sjá umferðarvef íslenska fjallahjólaklúbbsins

[iv] Samkvæmt norskri rannsókn er þjóðhagslegur ávinningur af gerð göngu og hjólastíga, fjórum til fimm sinnum meiri en kostnaðurinn við lagningu þeirra og göngu og hjólastígar eru mun hagkvæmari framkvæmd en flestar aðrar gatnaframkvæmdir.

[v] Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi - framkvæmdaáætlun til aldamóta

[vi] SJÁLFBÆR ÞRÓUN Í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI: Mat á stöðu framkvæmdaáætlunar

[vii] Samgönguáætlun 2003-2014, val á samgöngumátum síða 60

[viii]

[ix] http://europa.eu.int/comm/environment/cycling/cycling_en.htm