Reykjavík 23. janúar 2001

Góðan dag!


Ég veit að frestur til að gera athugasemdir við tillögu að matsáætlun fyrir Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur er runninn út. Enn séns við matsskýrsluna sjálfa sem ekki er komin :).

Mig langaði samt að benda á að hvergi er rætt um hvernig ætlunin sé að taka á umferð óvarinna vegfarenda um Reykjanesbrautina. En þessi kafli Reykjanesbrautarinnar er líklega sá kafli þjóðvegakerfisins þar sem umferð hjólreiðamanna er hvað mest.

Samkvæmt matsáætluninni er markmið framkvæmdarinnar er að auka öryggi vegarins. Landssamtök hjólreiðamanna vilja hvetja til þess að hugað verði að gangandi og hjólandi í þessu sambandi. Landsamtökin vilja auk þess benda á að, það að banna umferð óvarinna vegfarenda um veginn er ekki raunhæfur möguleiki þar sem ekki er um aðra leið að velja nema á hluta leiðarinnar.

Með kærri kveðju
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
formaður Landssamtaka hjólreiðamanna
www.islandia.is/lhm




_________________________________
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
Sími, beint í vinnu: 585 1540, Gsm: 692 2961
Heimasíða Línuhönnunar: www.lh.is
_________________________________
Heimasíða Íslenska fjallahjólaklúbbsins: www.mmedia.is/~ifhk