17. Nóvember 2000.  Svar Almenningsvagna bs. 

24. Nóvember 2000. Svar Bessastaðahrepps.

 

Almenningsvagnar bs.

Hamraborg 12

200 Kópavogur

 

Efni: Reiðhjól með vögnum Almenningsvagna

Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir því að eftirfarandi erindi verði borið upp á fundi hjá Almenningvögnum bs og vænta þess að fá svar við erindinu.

 

Reykjavík 13. október 2000

Til Almenningvagna bs.

Á undanförnum árum hefur hjólreiðamönnum fjölgað mikið á höfðuborgarsvæðinu. Þetta hefur gerst í kjölfar lagfæringa á stígum sveitafélaganna sem og vakningu almennings fyrir umhverfismálum og mikilvægi góðrar heilsu.

Almenningssamgöngur hafa lengi flokkast með umhverfisvænum samgöngumátum. Þar sem byggð er jafn dreifð og á höfðuborgarsvæðinu er mikilvægt að hægt sé að blanda þessum tveimur samgöngumátum, hjólreiðum og almenningssamgöngum, saman. Strætisvagnar Reykjavíkur hafa nú í nokkur ár boðið farþegum sínum að taka reiðhjól með í alla vagna sína. Í upphafi var möguleikinn reyndar aðeins fyrir hendi á völdum leiðum.

Landssamtök hjólreiðamanna hvetja Almenningsvagna bs. til að endurskoða afstöðu sína til reiðhjóla og skora á Almenningsvagna bs. að leyfa reiðhjól í vögnum sínum, þó ekki væri nema til reynslu.

 

f.h. Landssamtaka hjólreiðamanna

 

 

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, formaður LHM
Kambsvegi 16
104 Reykjavík
Sími, 692 2961

 

Afrit sent til:  Bæjarstjórnar Garðabæjar, Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, Bæjarstjórnar Kópavogs og Hreppsnefndar Bessastaðarhrepps