Reykjavík 13.01.99
    Böðvar Bragason
    Lögreglustjórinn í Reykjavík
    Hverfisgötu 113-115

    Ágæti lögreglustjóri.

    Ástæða þessa bréfs er það ástand sem nú hefur skapast á gangstígum borgarinnar vegna lausagöngu hunda.

    Þetta hefur stóraukist nú upp á síðkastið og er svo komið að skv. áætlun okkar, ef varlega er áætlað, má búast við níu lausum hundum á móti hverjum einum sem hafður er í bandi á klukkutíma hjólaferð um stíginn.

    Ástandið er hvað verst á stíg þeim er liggur meðfram norðurströnd borgarinnar og um Fossvogsdal og Elliðaárdal. Þessi stígur er ein aðal samgönguæð þeirra sem ferðast um á reiðhjólum og má segja að þeir eigi ekki ekki aðra valkosti . Nú er svo komið að lausir hundar skapa mikla hættu fyrir hjólreiðamenn á þessum stígum svo ekki sé minnst á þá hættu sem dýrin sjálf eru í.

    Þetta á sérstaklega við nú í skammdeginu þegar hundarnir eru á hlaupum langt frá skynlausum eigendum sínum og birtast svo skyndilega utan úr myrkrinu framan við ferðalanga án nokkurrar viðvörunar. Þetta er að sjálfsögðu jafn hættulegt lífi bæði hjólreiðamannsins og hundsins.

    Við hjá Landsamtökum hjólreiðamanna viljum fara þess á leit við Lögreglustjóra að tekið verði fyrir þetta athæfi hið snarasta og lögreglan ferðist með jöfnu millibili um stíginn eins og aðra staði þar sem löggæslu er þörf.  Þeir gætu einnig tekið á því vandamáli og þeirri hættu sem gangandi vegfarendur án endurskins og ljóslausir hjólreiðamenn skapa fyrir aðra vegfarendur.
 

      Með vinsemd og virðingu,
      f.h. Landssamtaka Hjólreiðamanna
 

      Gunnlaugur Jónasson, formaður LHM
      Hávallagötu 38
      101 Reykjavík
 

    Samrit:
    Umferðar og skipulagsnefnd Reykjavíkur v/ Guðrún Ágústsdóttir
    Heilbrigðiseftilit Reykjavíkur
 

Til baka á forsíðu