Uppstigningardagur

Langþráður frídagur á Bárugötunni. Í fyrsta skipti í langan tíma voru börnin ekki á leikskóla, faðrinn ekki í vinnu og móðirin ekki að læra. Ekki var verra að amma Imba var að koma heim úr ferðalagi til Skotlands og kom í heimsókn til okkar.

Hugi er enn voða lasinn og vildi helst af öllu liggja uppi í mömmurúmi og kúra sig undir sænginni. Hann er enn með háan hita og er svolítið illt í maganum þó hann sé allur að koma til.

Hann fór þó aðeins á stjá þegar amma kom í heimsókn enda var hún með fulla poka af gjöfum til krílanna sinna eftir dvöl í Glasgow og Edinborg.

Þar á meðal þessi litlu dýr sem reka út úr sér tunguna sem vöktu gríðarlega lukku.

Hugi fékk líka!

Amma dregur upp góssið og börnin fylgjast spennt með.

Amma og Hugi skoða varninginn.

Þrátt fyrir þessi fínu Nemo-náttföt leið Huga voðalega illa og skældi svolítið ...

... þá er nú gott að fá að kúra aðeins hjá ömmu sinni.

Feðginin.

Hugi í peysunni sem mamma hans var að prjóna á hann loksins að ljúka við að prjóna á hann. Það gengur eitthvað voðalega illa að prjóna þegar námið tekur svona mikinn tíma!