v/Snartarstaði

67l Kópasker

Sími 465-2171

 

<<<

Húsið var teiknað sem skóli, af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins. Húsið var notað sem skóli frá 1928 þar til árið 1982 að nýtt skólahús var tekið í notkun á Kópaskeri. Segja má að húsið sjálft sé ekki síður merkilegur menningarauður en þeir hlutir sem þar eru innanhúss.
Söfnun muna má rekja til áranna upp úr 1950 er aðilar í sýslunni fóru að safna munum sem þeir komu fyrir í geymslum. Árið 1959 fór Ragnar Ásgeirsson, þáverandi ráðunautur Búnaðarfélags Íslands yfirferð um bæi sýslunnar og safnaði munum sem einnig fóru í geymslu. Á árunum 1960-80 safnaðist töluvert, en ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði fyrr en gamla skólahúsið losnaði og ákveðið var að koma þar fyrir Sýslubókasafni N-Þing. og Byggðasafn N-Þing. Söfnin fengu nafnið Bóka- og byggðasafn Norður þingeyinga.
Hjónin Helgi Kristjánsson og Andréa Jónsdóttir í Leirhöfn gáfu Norður-Þingeyjarsýslu bókasafn sitt 1952, það var upphaf af Sýslubókasafni Norður-Þing. Helgi var bókbindari og bæði batt inn og gyllti bækur sínar og tímarit.
Hér er einnig safn ljósmynda með öllum bæjum N-Þingeyjarsýslu auk margra mannamynda.
Árið 2002 var gerð breyting á rekstri safnanna. Öxarfjarðarhreppur tók við rekstri útlánadeildar. Héraðsnefnd Þingeyinga rekur Byggðasafnið. Bókasafn Helga í Leirhöfn er nú hluti af Byggðasafninu, en útlánadeildin fékk nafnið Bókasafn Öxarfjarða
.

 

Byggðasafnið Hvoll