v/Snartarstaði

67l Kópasker

Sími 465-2171

Guðmundur þorsteinsson frá Lundi fæddist að Brennistöðum í Eiðaþinghá 18.apríl 1901. Hann kenndi sig við Lund í Lundarreykjadal, en bjó síðustu áratugi í Sandvík á Sléttu. Kona Guðmundar var Guðlaug Sæmundsdóttir.

Guðmundur vann lengi vetrarparta á ári hverju í Þjóðminjasafninu, bæði við uppsetningu safnsins og síðar við lagfæringar safngripa. Guðmundur skrifaði nokkrar bækur, t.d. Horfnir starfshættir.

Bóka- og byggðasafn N.Þing á nokkuð til af hlutum sem hann tálgaði og skar út. Bæði eru þetta hlutir tálgaðir úr rekaviði og eins mjög vel gerðar dýramyndir úr plasti. Hann notaði plast sem rak á fjörur Sléttu sem hráefni.

Heimild: Horfnir starfshættir og viðtöl við ýmsa samferðamenn.

 

 

<<<