Árni
Árnason fæddist á Ásmundarstöðum
árið 23.jan.1920. Hann flutti með foreldrum
sínum að Höskuldarnesi árið 1935.
Árni kvæntist Arnbjörgu Jóhannesdóttur.
Þau tóku við búi á Höskuldarnesi
árið 1943. Árið 2000 skar hann út
þá hluti sem sjást hér að neðan,
en hann sótti námskeið í útskurði
á Akureyri þann vetur. Á tunnunni er frásögn
af því er sprengju var varpað nærri
bænum Höskuldarnesi árið 1942, en Árni
var staddur 5 metra frá þeim stað er hún
kom niður. Efst er brot úr sprengjunni. Árni
býr að Höskuldarnesi á sumrin en á
Akureyri yfir veturinn.