BÆKUR
OG MÓÐURMÁL
Upplýsingar
fengnar af heimasíðu Bókasafns
Reykjanesbæjar
Samkomulag
um samstarf til að koma til móts við móðurmálsþarfir
nemenda með annað móðurmál en íslensku
á grunn- og framhaldsskólastigi með verkefninu
Bækur og móðurmál
Undirritaðir
aðilar eru í samstarfi um verkefnið Bækur
og móðurmál. Verkefnið felur meðal annars
í sér að safna, skrá og dreifa kennslubókum
og öðrum bókum á erlendum málum
til grunn- og framhaldsskólanema með annað móðurmál
en íslensku sem búa víðs vegar um landið.
Markmiðið er að koma til móts við þörf
nemenda með annað móðurmál en íslensku
fyrir fjölbreytt efni til náms og afþreyingar.
Verkefnið
felst í:
Að
safna kennslubókum og öðrum bókum á
fjölmörgum tungumálum
Að skrá, geyma og dreifa bókunum
Að mynda móðurstöðvar
Að afla styrkja Að taka á móti erlendum gestum
Að taka á móti bókagjöfum
Að vinna með skólasöfnum
Til að koma til móts við ofangreind markmið gera
eftirtaldir aðilar með sér samkomulag um samstarf
til 3ja ára: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,
Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna, Alþjóðahús,
Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur, Alþjóðastofa
á Akureyri og Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum.
Samstarfshópur
stýrir verkþáttum sem hver stofnun ber ábyrgð
á. Samstarfshópur setur sér vinnureglur og
kemur sér saman um verkaskiptingu.
Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur stýrir fundum samstarfshóps, kemur
að kynningu á verkefninu, veitir upplýsingar um
dreifingu nemenda í skóla og veitir ráðgjöf.
Alþjóðahús
veitir ráðgjöf fyrir foreldra og kennara varðandi
mikilvægi móðurmálsins og öflun styrkja.
Samtök
forstöðumanna almenningsbókasafna er tengiliður
við samstarfsaðila fyrir hönd almenningsbókasafnanna
og stjórn þeirra tilnefnir fulltrúa í
verkefnið. Þau almenningsbókasöfn, sem taka
þátt í verkefninu, skuldbinda sig til að
mynda heimastöð fyrir ákveðið/in tungumál,
safna kennslubókum og öðrum bókum á
því tungumáli/um, skrá þær,
geyma og dreifa, taka á móti erlendum gestum og bókagjöfum
og vinna með skólasöfnum í verkefninu.
Skólasafnamiðstöð
verður miðstöð fyrir dýrari kennslugögn
s.s. orðabækur og bækur sem henta í sjálfstæða
verkefnavinnu. Skólasafnamiðstöð veitir ráðgjöf
til kennara og bókasafnsfræðinga um efni sem hentar
fyrir nemendur og efni sem nýtist vel. Flokkar og skráir
efni sem berst, lánar efnið út eftir óskum
þar um og tekur á móti bókagjöfum.
Fjölmenningarsetur
á Vestfjörðum veitir ráðgjöf fyrir
söfn varðandi tungumál, leturgerðir og umskriftarstaðla
vegna skráningar og almennrar samræmingar, og veitir
umsagnir um áætlanir eða styrkumsóknir.
Alþjóðastofa
á Akureyri veitir upplýsingar og ráðgjöf
varðandi leiðir til ræktunar móðurmáls.
Eftirtalin
21 almenningsbókasöfn hafa lýst áhuga
á að taka þátt í verkefninu Bækur
og móðurmál og hafa nokkur þeirra þegar
fengið úthlutað tungumáli til að sjá
um.
Amtsbókasafnið
á Akureyri - móðurstöð fyrir albönsku
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi
Borgarbókasafn Bókasafn Bessastaðahrepps - móðurstöð
fyrir thai
Bókasafn Fjarðarbyggðar Bókasafn
Garðabæjar - móðurstöð fyrir portúgölsku
Bókasafn Grundafjarðar
Bókasafn Hafnarfjarðar - moðurstöð fyrir
litháísku Bókasafn Kópavogs - móðurstöð
fyrir rússnesku
Bókasafn Mosfellsbæjar - móðurstöð
fyrir víetnömsku
Bókasafn Norræna hússins
Bókasafn Ölfuss Bókasafn Öxarfjarðar
Bókasafn Reykjanesbæjar - móðurstöð
fyrir ensku
Bókasafn Seltjarnarness - móðurstöð fyrir
tagalog
Bókasafn Vestmannaeyja - móðurstöð fyrir
spænsku
Bæjar- og héraðsbókasafnið á
Ísafirði - móðurstöð fyrir serbó-króatísku
Bæjar- og héraðsbókasafnið á
Selfossi - móðurstöð fyrir pólsku
Héraðsbókasafn Skagfirðinga
Héraðsbókasafn Rangæinga
Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Bækur
á erlendum tungumálum.
Okkur
vantar bækur.
Átt þú kennslubækur eða yndislestrarbækur
fyrir börn og unglinga á einhverju þessara tungumála:
rússnesku, tagalog, portúgölsku, litháísku,
víetnömsku, ensku, serbo-króatísku, albönsku,
pólsku eða thaí?
Ef
þú ert tilbúinn til að hjálpa börnum
að halda við móðurmáli sínu með
því að gefa þeim bækur, viltu þá
koma bókunum til næsta almenningsbókasafns.
Starfsmenn safnsins munu þá sjá um að koma
bókunum til barna og unglinga sem á þeim þurfa
að halda
|